Lífið

Hel­vítis kokkurinn: Hei­lög hel­vítis þrenna

Boði Logason skrifar
Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn.
Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn. Vísir

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á fimmtudögum á Stöð 2, Vísi og á Stöð 2+ í sumar.

Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat. Í þetta skiptið eru það Tomahawk nautasteikur, kartöflur og grillað grænmeti.

Klippa: Helvítis kokkurinn - Heilög helvítis þrenna

Steikur:

  • 2 stk Tomahawk nautasteikur
  • 2 stk Sashi T bone
  • salt og pipar
  • 4 msk noisette smjör

Kartöflur:

  • 6 bökunarkartöflur

Kryddsmjör:

  • 500 gr smjör
  • 1 box smápaprika
  • 20 gr dill
  • 20 gr kóriander
  • 10 gr mynta
  • 10 gr steinselja
  • 10 gr basil
  • Börkur af einni sítrónu
  • 2 skalottulaukar
  • 3 hvítlauksrif

Bakað grænmeti:

  • 1 laukur
  • 1 rauðlaukur
  • 6 tómatar
  • Salt og pipar
  • Olía

Kryddsmjör

Takið stofuheitt smjörið og setjið á smjörpappír. Saxið papriku, hvítlauk, skalottulauk og kryddjurtir og blandið saman við smjörið ásamt berki af heilli sítrónu. Mótið smjörið í lengu og kælið. Skerið svo sneiðar af því eftir hentugleika

Kartöflur

Setjið kartöflur í álpappír og bakið á grilli í 30 mín á hvorri hlið. Skerið rauf í kartöflu og fyllið með 1 msk af kryddsmjöri.

Steikur

Grillið á háum hita fyrstu 10 mín og munið að salta og pipra á báðum hliðum. Þegar steikurnar hafa náð 56° kjarnahita leggið þá á bakka eða bretti og leyfið að hvíla í 10-15 mín. Hellið noisette smjöri yfir áður en steikurnar eru skornar niður.

Laukur og tómatar

Skerið tómata og lauk í báta og setjið í stóra örk af álpappír. Hellið olíu yfir og kryddið með salti og pipar. Lokið álpappírnum og bakið á grilli í 15 – 20 mín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×