Þróunin sé merki um að afleiðingar Covid séu betur að koma í ljós Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2024 20:01 Í tengslum við sóttvarnaraðgerðir var skólum lokað um tíma á tímum kórónuveirufaraldursins. Mynd úr safni. Vísir Nauðsynleg úrræði og bráðaþjónustu skortir fyrir börn sem sýna af sér áhættuhegðun og eiga við fíknivanda að mati framkvæmdastjóra Barnaheilla. Forystuleysi ríki í málaflokknum en samtökin merkja aukið ákall eftir hjálp, sem er í samræmi við fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Þróunin kann að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. Á tímabilinu janúar til mars á þessu ári fjölgaði nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar samanborið við sama tíma í fyrra og hittiðfyrra samkvæmt gögnum frá Barna- og fjölskyldustofu. Tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna fjölgaði um 31,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum. Marktækt fleiri tilkynningar vegna áhættuhegðunar vörðuðu drengi, eða rúmlega sextíu prósent. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þessa þróun því miður ekki koma á óvart. „Þessi áhættuhegðun sem er verið að tala um, þetta er aukinn sjálfskaði, þetta er fíkniefnavandi, þetta er ofbeldi og annað slíkt og við höfum merkt aukningu og aukið ákall frá börnum og foreldrum að fá aðstoð,“ segir Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Skýra forystu skorti í málaflokknum Þróunin kunni að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. „Þegar börn lokast inn á heimilum þar sem er vanræksla og fíknihegðun og annað slíkt að þá kemur okkur ekki á óvart að þegar þau eru ekki í skóla eða skipulögðu íþróttastarfi eða annars staðar þar sem er yfirleitt verið að grípa þennan hóp. Þannig ég held að við séum bara rétt að byrja að sjá afleiðingar þess sem gerðist þarna,“ segir Tótla og tekur þannig í svipaðan streng og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.Vísir/Arnar Hún segir brýnt að bæta úrræði fyrir börn sem á þurfa að halda, en sem dæmi þurfi að draga úr biðlistum í greiningar. Oft sé um að ræða samþættan vanda sem þurfi að tækla. Þá er vímuefnaneysla barna sérstakt áhyggjuefni að mati Tótlu. „Ég hvet stjórnvöld sérstaklega til að skoða fíknivandann. Eins og við sáum í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr á árinu þar sem var sérstaklega verið að fjalla um ópíóðafíkn og almennan fíkniefnavanda, þá skortir úrræði. Það skortir bráðaþjónustu. Það er enginn að taka þennan málaflokk í sínar hendur, við þurfum skýra forystu og við þurfum úrlausnir fyrir þennan hóp,“ segir Tótla. „Það eru allt of fá úrræði. Börn þurfa samþættari þjónustu. Börn þurfa aðgerðir ekki orð. Við erum alltaf að tala um þessa snemmtæku íhlutun, við þurfum að grípa þennan hóp fyrir fullorðinsárin.“ Barnavernd Fíkn Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Forystuleysi ríki í málaflokknum en samtökin merkja aukið ákall eftir hjálp, sem er í samræmi við fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Þróunin kann að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. Á tímabilinu janúar til mars á þessu ári fjölgaði nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar samanborið við sama tíma í fyrra og hittiðfyrra samkvæmt gögnum frá Barna- og fjölskyldustofu. Tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna fjölgaði um 31,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum. Marktækt fleiri tilkynningar vegna áhættuhegðunar vörðuðu drengi, eða rúmlega sextíu prósent. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þessa þróun því miður ekki koma á óvart. „Þessi áhættuhegðun sem er verið að tala um, þetta er aukinn sjálfskaði, þetta er fíkniefnavandi, þetta er ofbeldi og annað slíkt og við höfum merkt aukningu og aukið ákall frá börnum og foreldrum að fá aðstoð,“ segir Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Skýra forystu skorti í málaflokknum Þróunin kunni að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. „Þegar börn lokast inn á heimilum þar sem er vanræksla og fíknihegðun og annað slíkt að þá kemur okkur ekki á óvart að þegar þau eru ekki í skóla eða skipulögðu íþróttastarfi eða annars staðar þar sem er yfirleitt verið að grípa þennan hóp. Þannig ég held að við séum bara rétt að byrja að sjá afleiðingar þess sem gerðist þarna,“ segir Tótla og tekur þannig í svipaðan streng og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.Vísir/Arnar Hún segir brýnt að bæta úrræði fyrir börn sem á þurfa að halda, en sem dæmi þurfi að draga úr biðlistum í greiningar. Oft sé um að ræða samþættan vanda sem þurfi að tækla. Þá er vímuefnaneysla barna sérstakt áhyggjuefni að mati Tótlu. „Ég hvet stjórnvöld sérstaklega til að skoða fíknivandann. Eins og við sáum í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr á árinu þar sem var sérstaklega verið að fjalla um ópíóðafíkn og almennan fíkniefnavanda, þá skortir úrræði. Það skortir bráðaþjónustu. Það er enginn að taka þennan málaflokk í sínar hendur, við þurfum skýra forystu og við þurfum úrlausnir fyrir þennan hóp,“ segir Tótla. „Það eru allt of fá úrræði. Börn þurfa samþættari þjónustu. Börn þurfa aðgerðir ekki orð. Við erum alltaf að tala um þessa snemmtæku íhlutun, við þurfum að grípa þennan hóp fyrir fullorðinsárin.“
Barnavernd Fíkn Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira