Borgi sig ekki að reisa nýja varnargarða nær Grindavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júlí 2024 12:18 Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki vera til skoðunar að reisa nýja varnargarða norðan við Grindavík að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur verið stöðug síðustu vikur en nú er gert ráð fyrir að rúmlega tvær vikur séu í næsta gos. Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki borga sig að reisa nýja varnargarða fyrir innan þá sem eru þar nú þegar. Landris undir Svartsengi heldur stöðugt áfram en nú hafa safnast rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi sem er innan marka þess sem þarf svo það hefjist eldgos. Þetta staðfestir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. „Það er áætlað að séu svona tvær og hálf, þrjár til fjórar vikur. Miðað við taktinn í þessu núna. Við vitum við aldrei nákvæmlega hverju jörðin tekur upp á en við fylgjumst mjög vel með en þetta gæti skeð hvað úr hverju.“ Ingibjörg segir að skjálftavirkni á Reykjanesinu sé búin að vera tiltölulega róleg síðustu daga en að jafnaði mælast um tíu til tuttugu skjálftar á sólarhring á svæðinu. Í aðdraganda síðasta goss mældust rúmlega 50 skjálftar á sólarhring sem bendir til að það sé enn nokkuð í næsta gos. Varnargarður fyrir varnargarðinn Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að allt kapp sé lagt á undirbúning fyrir næsta gos. Verið sé að reisa nýjan varnargarð norðan við Sýlingarfell og hækka varnargarð við Hofsfell til að auka varnir Svartsengis enn frekar. „Nýi garðurinn norðan við Sýlingarfell ætti að vera tilbúinn fyrir verslunarmannahelgi. Honum er ætlað að taka þunnfljótandi upphafsfasa í næsta gosi ef hraun nær að streyma að Sýlingarfelli.“ Þetta er svona varnargarður fyrir varnargarðinn næstum því? „Já í rauninni.“ Áhrifalítið að reisa nýja garða Hættumat Veðurstofunnar segir að auknar líkur séu á að næsta gos verði nær Grindavík en áður en Hörn segir það ekki borga sig að reisa varnargarð fyrir innan þá varnargarða sem eru nú þegar við bæinn. „Það er alveg smá svæði þarna innan við garða og í áttina að Grindavík. Þannig við erum þá að vona að ef við verðum óheppin og þetta komi þarna í gegn að það verði þá meira magn utan við heldur en innan við garða. Það að gera garð þarna neðan við þá garða er mjög erfitt útaf því að landinu hallar til Grindavíkur. Þannig að tíminn sem við kaupum okkur getur verið mjög lítill. Áhrifin eru miklu minni en af leiðigörðum en þetta er alltaf stanslaust í skoðun. Þannig það getur vel verið að við breytum eitthvað til síðar ef við metum stöðuna þannig.“ Enn er talið að upptök gossins verði fyrir ofan garðanna þó svo að ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp fyrir innan garðanna, nær Grindavík, að sögn Harnar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Landris undir Svartsengi heldur stöðugt áfram en nú hafa safnast rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi sem er innan marka þess sem þarf svo það hefjist eldgos. Þetta staðfestir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. „Það er áætlað að séu svona tvær og hálf, þrjár til fjórar vikur. Miðað við taktinn í þessu núna. Við vitum við aldrei nákvæmlega hverju jörðin tekur upp á en við fylgjumst mjög vel með en þetta gæti skeð hvað úr hverju.“ Ingibjörg segir að skjálftavirkni á Reykjanesinu sé búin að vera tiltölulega róleg síðustu daga en að jafnaði mælast um tíu til tuttugu skjálftar á sólarhring á svæðinu. Í aðdraganda síðasta goss mældust rúmlega 50 skjálftar á sólarhring sem bendir til að það sé enn nokkuð í næsta gos. Varnargarður fyrir varnargarðinn Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að allt kapp sé lagt á undirbúning fyrir næsta gos. Verið sé að reisa nýjan varnargarð norðan við Sýlingarfell og hækka varnargarð við Hofsfell til að auka varnir Svartsengis enn frekar. „Nýi garðurinn norðan við Sýlingarfell ætti að vera tilbúinn fyrir verslunarmannahelgi. Honum er ætlað að taka þunnfljótandi upphafsfasa í næsta gosi ef hraun nær að streyma að Sýlingarfelli.“ Þetta er svona varnargarður fyrir varnargarðinn næstum því? „Já í rauninni.“ Áhrifalítið að reisa nýja garða Hættumat Veðurstofunnar segir að auknar líkur séu á að næsta gos verði nær Grindavík en áður en Hörn segir það ekki borga sig að reisa varnargarð fyrir innan þá varnargarða sem eru nú þegar við bæinn. „Það er alveg smá svæði þarna innan við garða og í áttina að Grindavík. Þannig við erum þá að vona að ef við verðum óheppin og þetta komi þarna í gegn að það verði þá meira magn utan við heldur en innan við garða. Það að gera garð þarna neðan við þá garða er mjög erfitt útaf því að landinu hallar til Grindavíkur. Þannig að tíminn sem við kaupum okkur getur verið mjög lítill. Áhrifin eru miklu minni en af leiðigörðum en þetta er alltaf stanslaust í skoðun. Þannig það getur vel verið að við breytum eitthvað til síðar ef við metum stöðuna þannig.“ Enn er talið að upptök gossins verði fyrir ofan garðanna þó svo að ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp fyrir innan garðanna, nær Grindavík, að sögn Harnar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira