Söngskólinn í Reykjavík leitar nýs húsnæðis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2024 12:34 Söngskólinn hefur starfað í Sturluhöllum frá árinu 2018. Reykjavíkurborg Stjórnendur Söngskólans í Reykjavík leita nýs húsnæðis undir starfsemi skólans. Núverandi húsnæði skólans við Laufásveg í Reykjavík, sem gjarnan er kallað Sturluhallir, hefur þegar verið selt. „Eins og flestir vita er rekstur tónlistarskóla í landinu ekki mjög beysinn þessa dagana,“ segir Viðar Gunnarsson óperusöngvari og stjórnarformaður Söngskólans í samtali við fréttastofu. Hann segir skólann ekki eiga efni á framkvæmdum á húsinu, sem þurfi reglulegt viðhald enda reist fyrir um hundrað árum. Starfsemi Söngskólans í Reykjavík verður út næsta skólaár í Sturluhöllum en eftir það verður hún flutt. Stjórnendur leita nú nýs húsnæðis og hafa til þess ár. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að húsnæðið hefði verið selt í hendur nýstofnaða félagsins Laufásvegur ehf, í eigu Þrastar Bjarnhéðinssonar Johnson. Fátt er að finna um Þröst, verðandi eiganda þessa glæsibýlis, á netinu. Kaupverðið var 370 milljónir króna. Söngskólinn hefur flakkað nokkuð milli húsakynna í fimmtíu ára sögu sinni. Á vefsíðu skólans segir að í fyrstu hafi hann staðið í litlu húsi við Laufásveg, en síðar flust að Hverfisgötu 45 til árs 2002. Þá hafi starfsemin verið færð að Snorrabraut 54 í Reykjavík en húsið er jafnan kennt við Osta- og smjörsöluna. Árið 2017 sagði Garðar Cortes heitinn þáverandi skólastjóri Söngskólans í samtali við fréttastofu að skólinn hefði ekki efni á að eiga svo dýra eign. Sömu sögu virðist vera að segja af ástandinu í dag. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Hann lést í maí í fyrra. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona tók við af Garðari en hún hefur starfað við skólann frá upphafi. Fyrr í dag tilkynnti skólinn að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefði verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum. Tónlist Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
„Eins og flestir vita er rekstur tónlistarskóla í landinu ekki mjög beysinn þessa dagana,“ segir Viðar Gunnarsson óperusöngvari og stjórnarformaður Söngskólans í samtali við fréttastofu. Hann segir skólann ekki eiga efni á framkvæmdum á húsinu, sem þurfi reglulegt viðhald enda reist fyrir um hundrað árum. Starfsemi Söngskólans í Reykjavík verður út næsta skólaár í Sturluhöllum en eftir það verður hún flutt. Stjórnendur leita nú nýs húsnæðis og hafa til þess ár. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að húsnæðið hefði verið selt í hendur nýstofnaða félagsins Laufásvegur ehf, í eigu Þrastar Bjarnhéðinssonar Johnson. Fátt er að finna um Þröst, verðandi eiganda þessa glæsibýlis, á netinu. Kaupverðið var 370 milljónir króna. Söngskólinn hefur flakkað nokkuð milli húsakynna í fimmtíu ára sögu sinni. Á vefsíðu skólans segir að í fyrstu hafi hann staðið í litlu húsi við Laufásveg, en síðar flust að Hverfisgötu 45 til árs 2002. Þá hafi starfsemin verið færð að Snorrabraut 54 í Reykjavík en húsið er jafnan kennt við Osta- og smjörsöluna. Árið 2017 sagði Garðar Cortes heitinn þáverandi skólastjóri Söngskólans í samtali við fréttastofu að skólinn hefði ekki efni á að eiga svo dýra eign. Sömu sögu virðist vera að segja af ástandinu í dag. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Hann lést í maí í fyrra. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona tók við af Garðari en hún hefur starfað við skólann frá upphafi. Fyrr í dag tilkynnti skólinn að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefði verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum.
Tónlist Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00