Guðrún Jóhanna nýr skólastjóri Söngskólans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2024 11:12 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir er nýr skólastjóri Söngskólans. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefur verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðari Gunnarssyni óperusöngvara, kennara og stjórnarformanni Söngskólans í Reykjavík. Hún stundaði söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan hjá Lauru Sarti í við hinn þekkta Guildhall School of Music and Drama í London, en þar lauk hún meistaragráðu í söng og tveggja ára óperudeild skólans. Guðrún Jóhanna hefur komið fram sem einsöngvari á tónleikum vítt og breitt um Evrópu, í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum og Afríku í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música og Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fílharmóníunnar og Belozelsky-Belozersky höllinni í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires, Wigmore Hall og Royal Festival Hall í London. Guðrún hefur verið gjaldkeri og ritari Félags íslenskra tónlistarmanna og hún er núverandi formaður Félags íslenskra söngkennara. Hún var listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri og tónleikaraðarinnar Syngjandi í Salnum. Guðrún er, ásamt Francisco Javier Jáuregui, stofnandi og listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg sem hefur verið haldin árlega síðan árið 2017 og hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarhátíð ársins. Guðrún Jóhanna tekur við starfinu af Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Ólöf gegndi stöðu Deildarstjóra söngdeildar áður en hún tók við skólastjórastöðunni árið 2022. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann í Reykjavík haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Í Söngskólanum í Reykjavík er aðalnámsgrein söngur/raddbeiting. Því námi fylgja ýmis kjarnafög svo sem tónfræði, hljómfræði, tónheyrn, tónlistarsaga og píanó. „Kennarar skólans er hópur söngvara, píanóleikara og annara tónlistarmanna með langt nám og jafnvel mikla reynslu að baki og hafa þeir af miklu að miðla,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Tónlist Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðari Gunnarssyni óperusöngvara, kennara og stjórnarformanni Söngskólans í Reykjavík. Hún stundaði söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan hjá Lauru Sarti í við hinn þekkta Guildhall School of Music and Drama í London, en þar lauk hún meistaragráðu í söng og tveggja ára óperudeild skólans. Guðrún Jóhanna hefur komið fram sem einsöngvari á tónleikum vítt og breitt um Evrópu, í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum og Afríku í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música og Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fílharmóníunnar og Belozelsky-Belozersky höllinni í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires, Wigmore Hall og Royal Festival Hall í London. Guðrún hefur verið gjaldkeri og ritari Félags íslenskra tónlistarmanna og hún er núverandi formaður Félags íslenskra söngkennara. Hún var listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri og tónleikaraðarinnar Syngjandi í Salnum. Guðrún er, ásamt Francisco Javier Jáuregui, stofnandi og listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg sem hefur verið haldin árlega síðan árið 2017 og hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarhátíð ársins. Guðrún Jóhanna tekur við starfinu af Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Ólöf gegndi stöðu Deildarstjóra söngdeildar áður en hún tók við skólastjórastöðunni árið 2022. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann í Reykjavík haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Í Söngskólanum í Reykjavík er aðalnámsgrein söngur/raddbeiting. Því námi fylgja ýmis kjarnafög svo sem tónfræði, hljómfræði, tónheyrn, tónlistarsaga og píanó. „Kennarar skólans er hópur söngvara, píanóleikara og annara tónlistarmanna með langt nám og jafnvel mikla reynslu að baki og hafa þeir af miklu að miðla,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Tónlist Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00