Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-2 | Andrea Mist hetja Garðbæinga Hinrik Wöhler skrifar 24. júlí 2024 20:30 Andrea Mist var hetja Stjörnunnar í kvöld. vísir/diego Stjarnan sigraði FH á dramatískan hátt í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli og sigraði Stjarnan með tveimur mörkum gegn einu en sigurmarkið kom í uppbótartíma. Leikurinn var hraður í upphafi leiks og liðin skiptust á að sækja. Elísa Lana Sigurjónsdóttir fékk upplagt marktækifæri nálægt markteig Stjörnunnar á 11. mínútu en Erin McLeod, markvörður Stjörnunnar, náði að koma fæti í boltann og kom í veg fyrir fyrsta mark leiksins. Skömmu síðar átti Eyrún Hjartardóttir hnitmiðað langskot á hinum enda vallarins sem endaði í þverslánni. Þrátt fyrir mörg góð færi á báða bóga þá kom ekkert mark í fyrri hálfleik. Gestirnir náðu að koma boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks en það var Jessica Ayers sem skallaði boltann í netið í sínum fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Hún var þó dæmd rangstæð og markið stóð ekki. Eftir rétt rúman klukkutíma kom fyrsta mark leiksins og það voru gestirnir úr Garðabæ að verki. Eftir laglegt samspil gestanna átti Gyða Kristín Gunnarsdóttir góða sendingu inn í vítateig FH og þar var Úlfa Dís Úlfarsdóttir mætt. Hún smellti boltanum viðstöðulaust í bláhornið og skoraði gegn sínu uppeldisfélagi. Heimakonur svöruðu marki Stjörnunnar á 77. mínútu en þá átti Breukelen Woodard frábæra sendingu milli varnarmanna Stjörnunnar. Selma Sól Sigurjónsdóttir kom á ferðinni og náði loks að koma knettinum fram hjá Erin McLeod í markinu. Selma var nýkomin inn á sem varamaður og jafnaði leikinn með sínu fyrsta deildarmarki í sumar. Sigurmark Stjörnunnar kom síðan á dramatískan hátt þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir uppbótartíma. Aftur var Gyða Kristín á ferðinni og kom hún með fyrirgjöf frá hægri kantinum. Nú var það Andrea Mist Pálsdóttir sem kom á ferðinni og tryggði sigurinn með viðstöðulausu skoti. Atvik leiksins Leikurinn var eins og handboltaleikur undir lokin. Liðin keyrðu upp endanna á milli og reyndu að koma inn sigurmarkinu. Það tókst hjá gestunum á 92. mínútu og skráist sem atvik leiksins. Stjörnur og skúrkar Erin McLeod varði eins og berserkur í marki Stjörnunnar og er ótrúlegt að Hafnfirðingar skoruðu aðeins eitt mark í kvöld. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skapaði bæði mörk Stjörnunnar með fínum fyrirgjöfum af hægri vængnum. Sóknarlína FH nagar sig í handarbökin að hafa ekki náð að gera sér mat úr öllum færunum sem liðið fékk. Dómarar Bergrós Lilja Unudóttir var með flautuna í dag. Hún hélt vel utan um leikinn og þurfti ekki að taka á honum stóra sínum. Stjörnukonur vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að boltinn virtist skoppa í hönd varnarmanns FH en líklegast réttur dómur að láta leikinn halda áfram. Stemning og umgjörð Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar í Hafnarfirði í dag. Grasið rennislétt og fagurgrænt á lit. Frekar góðmennt í stúkunni en líklegast margur stuðningsmaðurinn að elta sólina annars staðar en á suðvesturhorni Íslands. Viðtöl Jóhannes Karl: „Þegar þetta lendir okkar megin þá kvörtum við ekki“ Jóhannes Karl Sigursteinsson, í KR-gallanum en skipti nýverið yfir til Stjörnunnar.Vísir/Vilhelm Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn í kvöld en þá sérstaklega að ná að skora tvö mörk. „Ég er mjög sáttur. Tvö mörk, það hefur ekki gengið alltof vel að skora eftir að ég kom inn í þetta. Það er sterkt að skora tvö í dag og fyrir hlutlausa áhorfendur hlýtur þetta að hafa verið skemmtilegur fótboltaleikur. Fram og til baka og bæði lið með fullt af færum,“ sagði Jóhannes eftir leikinn. Leikurinn var ansi hraður, þá sérstaklega undir lok leiks, og greinilegt að bæði lið voru að spila til sigurs líkt og Jóhannes segir. „Ég held bara að í þessari stöðu að bæði lið vildu þrjú stig. Það sást augljóslega að engin var að gera breytingar til að halda í eitt stig. Þegar það eru tvö lið að sækja þrjú stig þá verður þetta oft svona.“ Það er ljóst að dramatíkin reyndi á taugarnar fyrir þjálfara liðsins og aðra starfsmenn. „Fyrir okkur á bekknum er þetta ekki sterkt fyrir hjartað að hafa svona opið. Þegar þetta lendir okkar megin þá kvörtum við ekki,“ sagði Jóhannes. Þegar Jóhannes er spurður hvort úrslitin gefa rétt mynd af leiknum kemur stutt hik á þjálfarann. „Ég sé þetta með Stjörnugleraugunum og mér finnst þær alltaf frábærar. Heilt yfir held ég að þetta gæti farið á hvern vegin sem er. Ég gæti ekkert kvartað yfir því ef FH-ingar hefðu skorað úr hröðu upphlaupi. Þetta voru bara tvö lið að sækja til sigur og gat alltaf dottið hvorum megin sem var.“ Erin McLeod, markvörður Stjörnunnar, varði oft vel á köflum og hélt gestunum inn í leiknum framan af. „Erin er búin að vera stórkostleg, frábær markvörður. Það þarf líka að hrósa markverði FH [Herdísi Guðbjartsdóttur] sem þarf að koma inn á eftir meiðsli og á stórkostlega vörslu,“ sagði Jóhannes. Liðið hefur leikið fjóra leiki undir stjórn Jóhannesar eftir að hann tók við af Kristjáni Guðmundssyni. Hann er sáttur með spilamennsku liðsins hingað til en hann hefur náð í sjö stig í þessum fjórum leikjum. „Stigin eru flott og spilamennskan finnst mér hafa verið góð. Það var aðeins í fyrri hálfleik að bæði lið virkuðu þung en heilt yfir svona fyrst og fremst að horfa í spilamennskuna og hvernig leikmenn bregðast við þessum breytingum. Þær eiga bara hrós skilið fyrir það,“ sagði Jóhannes að endingu. Besta deild kvenna FH Stjarnan
Stjarnan sigraði FH á dramatískan hátt í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli og sigraði Stjarnan með tveimur mörkum gegn einu en sigurmarkið kom í uppbótartíma. Leikurinn var hraður í upphafi leiks og liðin skiptust á að sækja. Elísa Lana Sigurjónsdóttir fékk upplagt marktækifæri nálægt markteig Stjörnunnar á 11. mínútu en Erin McLeod, markvörður Stjörnunnar, náði að koma fæti í boltann og kom í veg fyrir fyrsta mark leiksins. Skömmu síðar átti Eyrún Hjartardóttir hnitmiðað langskot á hinum enda vallarins sem endaði í þverslánni. Þrátt fyrir mörg góð færi á báða bóga þá kom ekkert mark í fyrri hálfleik. Gestirnir náðu að koma boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks en það var Jessica Ayers sem skallaði boltann í netið í sínum fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Hún var þó dæmd rangstæð og markið stóð ekki. Eftir rétt rúman klukkutíma kom fyrsta mark leiksins og það voru gestirnir úr Garðabæ að verki. Eftir laglegt samspil gestanna átti Gyða Kristín Gunnarsdóttir góða sendingu inn í vítateig FH og þar var Úlfa Dís Úlfarsdóttir mætt. Hún smellti boltanum viðstöðulaust í bláhornið og skoraði gegn sínu uppeldisfélagi. Heimakonur svöruðu marki Stjörnunnar á 77. mínútu en þá átti Breukelen Woodard frábæra sendingu milli varnarmanna Stjörnunnar. Selma Sól Sigurjónsdóttir kom á ferðinni og náði loks að koma knettinum fram hjá Erin McLeod í markinu. Selma var nýkomin inn á sem varamaður og jafnaði leikinn með sínu fyrsta deildarmarki í sumar. Sigurmark Stjörnunnar kom síðan á dramatískan hátt þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir uppbótartíma. Aftur var Gyða Kristín á ferðinni og kom hún með fyrirgjöf frá hægri kantinum. Nú var það Andrea Mist Pálsdóttir sem kom á ferðinni og tryggði sigurinn með viðstöðulausu skoti. Atvik leiksins Leikurinn var eins og handboltaleikur undir lokin. Liðin keyrðu upp endanna á milli og reyndu að koma inn sigurmarkinu. Það tókst hjá gestunum á 92. mínútu og skráist sem atvik leiksins. Stjörnur og skúrkar Erin McLeod varði eins og berserkur í marki Stjörnunnar og er ótrúlegt að Hafnfirðingar skoruðu aðeins eitt mark í kvöld. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skapaði bæði mörk Stjörnunnar með fínum fyrirgjöfum af hægri vængnum. Sóknarlína FH nagar sig í handarbökin að hafa ekki náð að gera sér mat úr öllum færunum sem liðið fékk. Dómarar Bergrós Lilja Unudóttir var með flautuna í dag. Hún hélt vel utan um leikinn og þurfti ekki að taka á honum stóra sínum. Stjörnukonur vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að boltinn virtist skoppa í hönd varnarmanns FH en líklegast réttur dómur að láta leikinn halda áfram. Stemning og umgjörð Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar í Hafnarfirði í dag. Grasið rennislétt og fagurgrænt á lit. Frekar góðmennt í stúkunni en líklegast margur stuðningsmaðurinn að elta sólina annars staðar en á suðvesturhorni Íslands. Viðtöl Jóhannes Karl: „Þegar þetta lendir okkar megin þá kvörtum við ekki“ Jóhannes Karl Sigursteinsson, í KR-gallanum en skipti nýverið yfir til Stjörnunnar.Vísir/Vilhelm Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn í kvöld en þá sérstaklega að ná að skora tvö mörk. „Ég er mjög sáttur. Tvö mörk, það hefur ekki gengið alltof vel að skora eftir að ég kom inn í þetta. Það er sterkt að skora tvö í dag og fyrir hlutlausa áhorfendur hlýtur þetta að hafa verið skemmtilegur fótboltaleikur. Fram og til baka og bæði lið með fullt af færum,“ sagði Jóhannes eftir leikinn. Leikurinn var ansi hraður, þá sérstaklega undir lok leiks, og greinilegt að bæði lið voru að spila til sigurs líkt og Jóhannes segir. „Ég held bara að í þessari stöðu að bæði lið vildu þrjú stig. Það sást augljóslega að engin var að gera breytingar til að halda í eitt stig. Þegar það eru tvö lið að sækja þrjú stig þá verður þetta oft svona.“ Það er ljóst að dramatíkin reyndi á taugarnar fyrir þjálfara liðsins og aðra starfsmenn. „Fyrir okkur á bekknum er þetta ekki sterkt fyrir hjartað að hafa svona opið. Þegar þetta lendir okkar megin þá kvörtum við ekki,“ sagði Jóhannes. Þegar Jóhannes er spurður hvort úrslitin gefa rétt mynd af leiknum kemur stutt hik á þjálfarann. „Ég sé þetta með Stjörnugleraugunum og mér finnst þær alltaf frábærar. Heilt yfir held ég að þetta gæti farið á hvern vegin sem er. Ég gæti ekkert kvartað yfir því ef FH-ingar hefðu skorað úr hröðu upphlaupi. Þetta voru bara tvö lið að sækja til sigur og gat alltaf dottið hvorum megin sem var.“ Erin McLeod, markvörður Stjörnunnar, varði oft vel á köflum og hélt gestunum inn í leiknum framan af. „Erin er búin að vera stórkostleg, frábær markvörður. Það þarf líka að hrósa markverði FH [Herdísi Guðbjartsdóttur] sem þarf að koma inn á eftir meiðsli og á stórkostlega vörslu,“ sagði Jóhannes. Liðið hefur leikið fjóra leiki undir stjórn Jóhannesar eftir að hann tók við af Kristjáni Guðmundssyni. Hann er sáttur með spilamennsku liðsins hingað til en hann hefur náð í sjö stig í þessum fjórum leikjum. „Stigin eru flott og spilamennskan finnst mér hafa verið góð. Það var aðeins í fyrri hálfleik að bæði lið virkuðu þung en heilt yfir svona fyrst og fremst að horfa í spilamennskuna og hvernig leikmenn bregðast við þessum breytingum. Þær eiga bara hrós skilið fyrir það,“ sagði Jóhannes að endingu.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti