Sex þúsund tapaðar ljósmyndir komust í leitirnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 17:00 Myndin til vinstri er ein þeirra sem Maya taldi sig hafa glatað, til hægri er svo umrætt minniskort. Mayapapayapictures Bandarískur brúðkaupsljósmyndari, Maya James, lenti í því leiðindaatviki að týna minniskorti við flugvélaflakið á Sólheimasandi í Íslandsferð fyrr í mánuðinum. Fyrir ótrúlega lukku fann annar bandarískur ferðamaður minniskortið og er nú að koma því til Mayu í pósti. Bandaríski ferðamaðurinn sem fann kortið heitir Mary Les og birti færslu á Facebook þar sem hún greindi frá fundi sínum. Færslunni var deilt víða um Facebook á hópum eins og Hið Raunverulega Bakland Ferðaþjónustunnar, Góða systir og hópa fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Einhvern veginn hafnaði færslan hjá einhverjum sem þekkti til Mayu og þessi óþekkti aðili kom henni í sambandi við þann sem fann kortið. Umturnaði öllu í gistihúsinu Maya lýsir því í samtali við fréttastofu að hún hafi farið til Íslands í hópferð ljósmyndara frá Bandaríkjunum að taka myndir í íslenskri náttúru. Hún hafi ásamt öðrum ljósmyndara í hópnum ákveðið að gera sér ferð út að flugvélaflakinu á Sólheimasandi sem er vinsæll áfangastaður ljósmyndara. „Ég fór með henni og við vorum að taka ótrúlega flottar myndir. Ég hélt svo að ég væri með allar græjurnar mínar með mér þannig við fórum aftur þangað sem við vorum að gista og það var ekki fyrr en seinna um daginn að ég átta mig á því að mig vantar eitt minniskortanna minna,“ segir Maya. Ein myndanna sem tekin var á Sólheimasandi.Mayapapayapictures Hún lýsir því að hafa umturnað öllu í gistihúsinu og fengið ferðafélaga sína til að gera slíkt hið sama en án árangurs. „Ég trúði því einlægt að ég sæi þetta kort aldrei framar,“ segir hún. Vaknaði við holskeflu skilaboða Annað reyndist raunin. Þegar hún vaknaði í morgun var innhólfið hennar sneisafullt af skilaboðum frá ljósmyndurum og ferðafélögum sem létu hana vita að kortið hefði komist í leitirnar. „Það var einhver á netinu að leita að mér því hún fann kortið mitt. Með einhverjum ótrúlegum hætti tókst mér að komast í samband við hana og hún er þegar búin að póstleggja kortið,“ segir Maya. Kortið á enn langferð fyrir sér á leið sinni til Arizona þar sem Maya á heima en hún getur fylgst með því nálgast á heimasíðu póstsins. Sex þúsund myndir á kortinu Maya segir að á kortinu hafi verið ríflega sex þúsund myndir frá Íslandsferðinni og meira til. Það hefði verið ömurlegt að tapa því öllu, þó hún hafi verið búin að gefa upp vonina þegar þangað var komið sögu. Tilefni Íslandsferðar Mayu var að vinna samvinnuverkefni í ljósmyndun. Þessi mynd er ein þeirra sem fannst á minniskortinu týnda.Mayapapayapictures „Ég er endalaust þakklát ljósmyndarasamfélaginu. Ég heyri oft sögur á samfélagsmiðlum af fólki sem týnir myndavélum, korti eða batteríum og einhvern veginn koma netverjar á endurfundum en aldrei gerði ég mér það í hugarlund að það myndi koma fyrir mig,“ segir Maya. „Það var alveg stórkostlegt að vakna við þessa óvæntu ánægju,“ segir hún að lokum. Ljósmyndun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
Bandaríski ferðamaðurinn sem fann kortið heitir Mary Les og birti færslu á Facebook þar sem hún greindi frá fundi sínum. Færslunni var deilt víða um Facebook á hópum eins og Hið Raunverulega Bakland Ferðaþjónustunnar, Góða systir og hópa fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Einhvern veginn hafnaði færslan hjá einhverjum sem þekkti til Mayu og þessi óþekkti aðili kom henni í sambandi við þann sem fann kortið. Umturnaði öllu í gistihúsinu Maya lýsir því í samtali við fréttastofu að hún hafi farið til Íslands í hópferð ljósmyndara frá Bandaríkjunum að taka myndir í íslenskri náttúru. Hún hafi ásamt öðrum ljósmyndara í hópnum ákveðið að gera sér ferð út að flugvélaflakinu á Sólheimasandi sem er vinsæll áfangastaður ljósmyndara. „Ég fór með henni og við vorum að taka ótrúlega flottar myndir. Ég hélt svo að ég væri með allar græjurnar mínar með mér þannig við fórum aftur þangað sem við vorum að gista og það var ekki fyrr en seinna um daginn að ég átta mig á því að mig vantar eitt minniskortanna minna,“ segir Maya. Ein myndanna sem tekin var á Sólheimasandi.Mayapapayapictures Hún lýsir því að hafa umturnað öllu í gistihúsinu og fengið ferðafélaga sína til að gera slíkt hið sama en án árangurs. „Ég trúði því einlægt að ég sæi þetta kort aldrei framar,“ segir hún. Vaknaði við holskeflu skilaboða Annað reyndist raunin. Þegar hún vaknaði í morgun var innhólfið hennar sneisafullt af skilaboðum frá ljósmyndurum og ferðafélögum sem létu hana vita að kortið hefði komist í leitirnar. „Það var einhver á netinu að leita að mér því hún fann kortið mitt. Með einhverjum ótrúlegum hætti tókst mér að komast í samband við hana og hún er þegar búin að póstleggja kortið,“ segir Maya. Kortið á enn langferð fyrir sér á leið sinni til Arizona þar sem Maya á heima en hún getur fylgst með því nálgast á heimasíðu póstsins. Sex þúsund myndir á kortinu Maya segir að á kortinu hafi verið ríflega sex þúsund myndir frá Íslandsferðinni og meira til. Það hefði verið ömurlegt að tapa því öllu, þó hún hafi verið búin að gefa upp vonina þegar þangað var komið sögu. Tilefni Íslandsferðar Mayu var að vinna samvinnuverkefni í ljósmyndun. Þessi mynd er ein þeirra sem fannst á minniskortinu týnda.Mayapapayapictures „Ég er endalaust þakklát ljósmyndarasamfélaginu. Ég heyri oft sögur á samfélagsmiðlum af fólki sem týnir myndavélum, korti eða batteríum og einhvern veginn koma netverjar á endurfundum en aldrei gerði ég mér það í hugarlund að það myndi koma fyrir mig,“ segir Maya. „Það var alveg stórkostlegt að vakna við þessa óvæntu ánægju,“ segir hún að lokum.
Ljósmyndun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira