Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 19:30 Guðmundur Kristjánsson og félagar hans í Stjörnunni hafa fengið nóg af upplýsingum frá þjálfarateymi liðsins. vísir/arnar Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. Stjarnan tekur á móti Paide frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld. „Við erum hrikalega spenntir, allir sem einn. Það verður gaman að fara líklega í aðeins öðruvísi einvígi en síðast. Þetta er öðruvísi fótboltalið. Þeir halda boltanum vel, eru með fullt af góðum fótboltamönnum og ekki kannski eins beinskeyttir og síðasti mótherji. Þetta verður aðeins öðruvísi rimma og það verður gaman að spila hana og sjá hvernig þetta spilast. Við erum mjög spenntir,“ sagði Guðmundur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Að sögn Guðmundar mun Stjarnan nálgast leikinn á morgun á annan hátt en leikina gegn Linfield. „Já, við gerum það og leggjum leikinn kannski aðeins öðruvísi upp hvað varðar pressu, uppspil og annað. En við reynum bara að spila okkar bolta, gera það sem við erum góðir í og hefur fært okkur hingað. Það er leiðin að árangri fyrir okkur. Það eru einhverjar áherslubreytingar en við höldum fast í okkar gildi og leikstíl,“ sagði Guðmundur. Stjörnuliðið mætir vel undirbúið til leiks í einvígið gegn Paide. „Við erum búnir að taka fundi alla daga núna. Það voru tveir í gær, einn fyrir allt liðið og síðan annan sér fyrir varnarmenn og sóknarmenn. Greiningarteymið hefur staðið sig gríðarlega vel og síðan er það undir okkur komið að fylgjast vel með og taka þetta til okkar. En við eigum að vera vel undirbúnir og það á ekki að vanta. Nú er bara að setja í verk það sem við höfum fengið til á blað til okkar og vinna vinnuna okkar,“ sagði Guðmundur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund Kristjánsson Horfa má á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Stjörnunnar og Paide hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Paide frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld. „Við erum hrikalega spenntir, allir sem einn. Það verður gaman að fara líklega í aðeins öðruvísi einvígi en síðast. Þetta er öðruvísi fótboltalið. Þeir halda boltanum vel, eru með fullt af góðum fótboltamönnum og ekki kannski eins beinskeyttir og síðasti mótherji. Þetta verður aðeins öðruvísi rimma og það verður gaman að spila hana og sjá hvernig þetta spilast. Við erum mjög spenntir,“ sagði Guðmundur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Að sögn Guðmundar mun Stjarnan nálgast leikinn á morgun á annan hátt en leikina gegn Linfield. „Já, við gerum það og leggjum leikinn kannski aðeins öðruvísi upp hvað varðar pressu, uppspil og annað. En við reynum bara að spila okkar bolta, gera það sem við erum góðir í og hefur fært okkur hingað. Það er leiðin að árangri fyrir okkur. Það eru einhverjar áherslubreytingar en við höldum fast í okkar gildi og leikstíl,“ sagði Guðmundur. Stjörnuliðið mætir vel undirbúið til leiks í einvígið gegn Paide. „Við erum búnir að taka fundi alla daga núna. Það voru tveir í gær, einn fyrir allt liðið og síðan annan sér fyrir varnarmenn og sóknarmenn. Greiningarteymið hefur staðið sig gríðarlega vel og síðan er það undir okkur komið að fylgjast vel með og taka þetta til okkar. En við eigum að vera vel undirbúnir og það á ekki að vanta. Nú er bara að setja í verk það sem við höfum fengið til á blað til okkar og vinna vinnuna okkar,“ sagði Guðmundur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund Kristjánsson Horfa má á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Stjörnunnar og Paide hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar.
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira