Félagið var stofnað árið 2013 á Bruno‘s Bar & Restaurant við höfnina í Gíbraltar. Einkunnarorð félagsins eru „Mes que un pubteam“ sem þýðist lauslega yfir á íslensku sem „meira en bara pöbbalið“ og vísar í einkunnarorð FC Barcelona.
Stofnendur félagsins voru fastagestir á veitingastaðnum, menn frá Newcastle en þaðan kemur viðurnefnið Magpies.
Fyrstu æfingunni var háttað þannig að Louis Perry, einn af stofnendunum, öskraði yfir veitingastaðinn að allir undir 35 ára aldri skyldu hypja sig út á völl og þeir fengu bjór fyrir.
Í dag spilar liðið agaðan varnarbolta undir handleiðslu 34 ára gamla Englendingsins Nathan Rooney. Bæði mörk liðsins í fyrstu umferð undankeppninnar komu eftir hornspyrnu.
Þetta er í þriðja sinn sem Magpies taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar en í fyrsta sinn sem þeir komast áfram í aðra umferð. Þar bíður þeirra ærið verkefni, FC Kaupmannahöfn sem fór alla leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.
Paco Zuniger will captain ‘pub side’ Bruno’s Magpies for tonight’s Europa Conference League qualifier vs. FC Copenhagen.
— Jack Kenmare (@jackkenmare_) July 25, 2024
At 24, he had €50 to his name and was working as a taxi driver in Mexico when a phone call changed everything.
This is his story. https://t.co/O8s0CGmq9l