Biðst afsökunar á að hafa óskað nauðgaranum góðs gengis á ÓL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2024 13:00 Paula Radcliffe átti heimsmetið í maraþoni í sextán ár. getty/Ian Walton Paula Radcliffe, fyrrverandi heimsmeistari í maraþoni, hefur beðist afsökunar á að hafa óskað dæmdum nauðgara góðs gengis á Ólympíuleikunum í París. Steven van de Velde keppir fyrir hönd Hollands í strandblaki á Ólympíuleikunum sem hefjast formlega á morgun. Árið 2016 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga tólf ára breskri stúlku. Van de Velde sat inni í ár og hélt svo áfram með feril sinn. Hann var síðan valinn í Ólympíulið Hollands fyrir leikana í París. Í viðtali við útvarpsstöðina LBC óskaði Radcliffe Van de Velde góðs gengis á Ólympíuleikunum. Hún sagði að hann hefði snúið lífi sínu við og það væri hart að refsa honum tvisvar. Radcliffe fékk bágt fyrir ummælin í útvarpsþættinum og hefur nú beðist afsökunar á þeim. „Ég er í áfalli yfir því hversu illa ég kom þessu frá mér og fordæmdi ekki nauðgunina,“ sagði Radcliffe. „Ég trúi á önnur tækifæri eftir að hafa setið af sér refsingu en mér finnst að Ólympíuleikar eigi að vera fyrir þá sem halda gildum þeirra á lofti. Ég biðst afsökunar og hefði átt að gera mun betur.“ Þrátt fyrir að Van de Velde fái að keppa á Ólympíuleikunum má hann ekki dvelja í Ólympíuþorpinu. Hann má heldur ekki ræða við fjölmiðla á meðan leikunum stendur. Radcliffe keppti á fernum Ólympíuleikum (1996-2008) en vann engin verðlaun á þeim. Hún varð aftur á móti heimsmeistari 2005 og vann Lundúnamaraþonið í þrígang. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Blak Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sjá meira
Steven van de Velde keppir fyrir hönd Hollands í strandblaki á Ólympíuleikunum sem hefjast formlega á morgun. Árið 2016 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga tólf ára breskri stúlku. Van de Velde sat inni í ár og hélt svo áfram með feril sinn. Hann var síðan valinn í Ólympíulið Hollands fyrir leikana í París. Í viðtali við útvarpsstöðina LBC óskaði Radcliffe Van de Velde góðs gengis á Ólympíuleikunum. Hún sagði að hann hefði snúið lífi sínu við og það væri hart að refsa honum tvisvar. Radcliffe fékk bágt fyrir ummælin í útvarpsþættinum og hefur nú beðist afsökunar á þeim. „Ég er í áfalli yfir því hversu illa ég kom þessu frá mér og fordæmdi ekki nauðgunina,“ sagði Radcliffe. „Ég trúi á önnur tækifæri eftir að hafa setið af sér refsingu en mér finnst að Ólympíuleikar eigi að vera fyrir þá sem halda gildum þeirra á lofti. Ég biðst afsökunar og hefði átt að gera mun betur.“ Þrátt fyrir að Van de Velde fái að keppa á Ólympíuleikunum má hann ekki dvelja í Ólympíuþorpinu. Hann má heldur ekki ræða við fjölmiðla á meðan leikunum stendur. Radcliffe keppti á fernum Ólympíuleikum (1996-2008) en vann engin verðlaun á þeim. Hún varð aftur á móti heimsmeistari 2005 og vann Lundúnamaraþonið í þrígang.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Blak Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sjá meira