Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Aron Guðmundsson skrifar 25. júlí 2024 17:46 Colin Bright hefur lagt langt ferðalag á sig til þess að geta stutt sína menn í St. Mirren gegn Val í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta á Hlíðarenda í kvöld. Vísir Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. „Þetta er risastórt fyrir okkur og þú sérð það bara á þeim fjölda stuðningsmanna St. Mirren sem hafa lagt leið sína hingað til Íslands til þess að styðja við bakið á strákunum í leik kvöldsins,“ segir Colin í samtali við íþróttadeild Vísis fyrir utan Dubliner í miðborg Reykjavíkur þangað sem stuðningsmenn St. Mirren hafa fjölmennt í dag. Klippa: Kom alla leið frá Ástralíu fyrir leik gegn Val í kvöld Um er að ræða fyrsta leik St. Mirren, félags með mikla sögu í skoskum fótbolta, í Evrópukeppni síðan tímabilið 1987/88. Því er leikurinn í kvöld gegn Val, líkt og Colin tjáir okkur, risastór fyrir félagið og stuðningsmenn þess. „Við hefðum geta verið með mun fleiri stuðningsmenn hér, yfir 1500 jafnvel nálægt 2000 manns ef heimavöllur Vals væri stærri og fleiri miðar í boði. Þetta er risastór stund fyrir okkur. Sum okkar hafa verið að bíða eftir þessari stund í þrjátíu og sjö ár, eða frá síðasta leik okkar í Evrópu.“ „Biðin hefur verið löng og eflaust hafa komið tímar þar sem að við héldum að við myndum aldrei aftur vera á þessum stað. Samkeppnin um sæti í Evrópukeppni er mikil við stór lið á borð við Celtic, Rangers, Aberdeen og Hearts. Það hefur því verið erfitt að vinna sér inn Evrópusæti.“ Grátbað yfirmann sinn um frí Flestir stuðningsmenn St. Mirren tóku flugið frá Skotlandi. En ekki Colin. Hann flaug alla leiðina frá Ástralíu til Ísland til þess að vera viðstaddur leik kvöldsins. Colin hefur leikið stórt hlutverki í stuðningsmannahópi St. Mirren en fyrr á þessu ári fluttist hann búferlum frá Skotlandi til Ástralíu. „Það var í janúar á þessu ári sem ég flutti til Ástralíu þar sem að ég starfa núna sem kennari. Í maí síðastliðnum. Á þeim tíma sem St. Mirren tryggði sér sæti í Evrópukeppni með góðum árangri í skosku deildinni, fór ég að byrja skipuleggja ferð frá Ástralíu til þess að geta verið viðstaddur fyrsta Evrópuleik félagsins í þessa tæpa fjóra áratugi. Ég fór niður á hnén fyrir framan yfirmann minn í skólanum og grátbað hana um frí á þessum tíma. Það er erfitt þar sem að núna er prófatíð í gangi. Ég skrifaði einnig langt bréf til hennar þar sem að ég greindi henni frá mikilvægi þess að geta farið á þennan leik. Blessunarlega fékk ég frí. Þá þurfti ég einnig að biðja eiginkonu mína mjög fallega um leyfi til þess að koma hingað. Það er ekki ódýrt að ferðast alla leið frá Ástralíu til Íslands.“ Á föstudaginn í síðustu viku kom það í ljós að St. Mirren myndi hefja endurkomu sína í Evrópukeppni hér á Íslandi gegn liði Vals og þá þurfti Colin að hafa hraðar hendur. „Ég var fljótur að bóka flug. Fór í vinnunna þennan sama dag, flýtti mér svo heim að ná í farangurinn og fór svo beint á flugvöllinn í Melbourne. Þaðan flaug ég til Doha í Katar, þaðan til Róm og tók svo beint flug þaðan til Íslands.“ Fegurðin við knattspyrnuna kristallast einhvern veginn í þessu ferðalagi Colin sem var tilbúinn að ferðast þvert yfir hnöttinn til að geta verið á N1 vellinum í kvöld. Hann hefur síðan ferðalagið heim til Ástralíu í fyrramálið. Því ferðalagi lýkur á sunnudaginn kemur. Hæfilega bjartsýnn En hvernig lýst Colin á leik kvöldsins. Er hann bjartsýnn? „Þið munuð klárlega heyra í stuðningsmönnum St. Mirren í kvöld. Ekki bara á vellinum heldur um gjörvalla Reykjavíkurborg. Okkur fylgir mikill hávaði. Ég er hæfilega bjartsýnn. Þetta verður krefjandi leikur og er ég þá kannski einna helst að horfa í leikform liðanna. Valur er komið inn í mitt tímabil hér á Íslandi á meðan að mínir menn í St. Mirren eru á undirbúningstímabili sínu fyrir komandi tímabil í Skotlandi. Ég býst því að leikmenn Vals verði betur undirbúnir fyrir leikmenn hvað leikform varðar.“ Gylfi Þór Sigurðsson er stjörnuleikmaður ValsVísir/Diego „Þá er þetta Valslið með þekkt nöfn innan sinna raða. Ég held ég sé að fara með rétt mál þegar að ég segi að þetta sé eitt ríkasta félag Íslands. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir St. Mirren en við erum með marga gæða leikmenn innan okkar raða. Leikmenn sem búa yfir miklum hraða og krafti. Ég vonast til að það skili okkur úrslitum sem verða okkur gott veganesti inn í seinni leik liðanna í Skotlandi.“ Leikur Vals og St.Mirren í 2.umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Valur Skoski boltinn Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Hjarta Guðmundar slær með St. Mirren: Mæta Val í kvöld Þrátt fyrir að hjarta fyrrverandi landsliðsmannsins í knattspyrnu, Guðmundar Torfasonar, slái með skoska liðinu St. Mirren er erfitt fyrir hann halda ekki með íslenskri knattspyrnu í kvöld þegar að Valsmenn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.umferð Sambandsdeildar Evrópu. 25. júlí 2024 14:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Þetta er risastórt fyrir okkur og þú sérð það bara á þeim fjölda stuðningsmanna St. Mirren sem hafa lagt leið sína hingað til Íslands til þess að styðja við bakið á strákunum í leik kvöldsins,“ segir Colin í samtali við íþróttadeild Vísis fyrir utan Dubliner í miðborg Reykjavíkur þangað sem stuðningsmenn St. Mirren hafa fjölmennt í dag. Klippa: Kom alla leið frá Ástralíu fyrir leik gegn Val í kvöld Um er að ræða fyrsta leik St. Mirren, félags með mikla sögu í skoskum fótbolta, í Evrópukeppni síðan tímabilið 1987/88. Því er leikurinn í kvöld gegn Val, líkt og Colin tjáir okkur, risastór fyrir félagið og stuðningsmenn þess. „Við hefðum geta verið með mun fleiri stuðningsmenn hér, yfir 1500 jafnvel nálægt 2000 manns ef heimavöllur Vals væri stærri og fleiri miðar í boði. Þetta er risastór stund fyrir okkur. Sum okkar hafa verið að bíða eftir þessari stund í þrjátíu og sjö ár, eða frá síðasta leik okkar í Evrópu.“ „Biðin hefur verið löng og eflaust hafa komið tímar þar sem að við héldum að við myndum aldrei aftur vera á þessum stað. Samkeppnin um sæti í Evrópukeppni er mikil við stór lið á borð við Celtic, Rangers, Aberdeen og Hearts. Það hefur því verið erfitt að vinna sér inn Evrópusæti.“ Grátbað yfirmann sinn um frí Flestir stuðningsmenn St. Mirren tóku flugið frá Skotlandi. En ekki Colin. Hann flaug alla leiðina frá Ástralíu til Ísland til þess að vera viðstaddur leik kvöldsins. Colin hefur leikið stórt hlutverki í stuðningsmannahópi St. Mirren en fyrr á þessu ári fluttist hann búferlum frá Skotlandi til Ástralíu. „Það var í janúar á þessu ári sem ég flutti til Ástralíu þar sem að ég starfa núna sem kennari. Í maí síðastliðnum. Á þeim tíma sem St. Mirren tryggði sér sæti í Evrópukeppni með góðum árangri í skosku deildinni, fór ég að byrja skipuleggja ferð frá Ástralíu til þess að geta verið viðstaddur fyrsta Evrópuleik félagsins í þessa tæpa fjóra áratugi. Ég fór niður á hnén fyrir framan yfirmann minn í skólanum og grátbað hana um frí á þessum tíma. Það er erfitt þar sem að núna er prófatíð í gangi. Ég skrifaði einnig langt bréf til hennar þar sem að ég greindi henni frá mikilvægi þess að geta farið á þennan leik. Blessunarlega fékk ég frí. Þá þurfti ég einnig að biðja eiginkonu mína mjög fallega um leyfi til þess að koma hingað. Það er ekki ódýrt að ferðast alla leið frá Ástralíu til Íslands.“ Á föstudaginn í síðustu viku kom það í ljós að St. Mirren myndi hefja endurkomu sína í Evrópukeppni hér á Íslandi gegn liði Vals og þá þurfti Colin að hafa hraðar hendur. „Ég var fljótur að bóka flug. Fór í vinnunna þennan sama dag, flýtti mér svo heim að ná í farangurinn og fór svo beint á flugvöllinn í Melbourne. Þaðan flaug ég til Doha í Katar, þaðan til Róm og tók svo beint flug þaðan til Íslands.“ Fegurðin við knattspyrnuna kristallast einhvern veginn í þessu ferðalagi Colin sem var tilbúinn að ferðast þvert yfir hnöttinn til að geta verið á N1 vellinum í kvöld. Hann hefur síðan ferðalagið heim til Ástralíu í fyrramálið. Því ferðalagi lýkur á sunnudaginn kemur. Hæfilega bjartsýnn En hvernig lýst Colin á leik kvöldsins. Er hann bjartsýnn? „Þið munuð klárlega heyra í stuðningsmönnum St. Mirren í kvöld. Ekki bara á vellinum heldur um gjörvalla Reykjavíkurborg. Okkur fylgir mikill hávaði. Ég er hæfilega bjartsýnn. Þetta verður krefjandi leikur og er ég þá kannski einna helst að horfa í leikform liðanna. Valur er komið inn í mitt tímabil hér á Íslandi á meðan að mínir menn í St. Mirren eru á undirbúningstímabili sínu fyrir komandi tímabil í Skotlandi. Ég býst því að leikmenn Vals verði betur undirbúnir fyrir leikmenn hvað leikform varðar.“ Gylfi Þór Sigurðsson er stjörnuleikmaður ValsVísir/Diego „Þá er þetta Valslið með þekkt nöfn innan sinna raða. Ég held ég sé að fara með rétt mál þegar að ég segi að þetta sé eitt ríkasta félag Íslands. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir St. Mirren en við erum með marga gæða leikmenn innan okkar raða. Leikmenn sem búa yfir miklum hraða og krafti. Ég vonast til að það skili okkur úrslitum sem verða okkur gott veganesti inn í seinni leik liðanna í Skotlandi.“ Leikur Vals og St.Mirren í 2.umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2)
Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2)
Valur Skoski boltinn Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Hjarta Guðmundar slær með St. Mirren: Mæta Val í kvöld Þrátt fyrir að hjarta fyrrverandi landsliðsmannsins í knattspyrnu, Guðmundar Torfasonar, slái með skoska liðinu St. Mirren er erfitt fyrir hann halda ekki með íslenskri knattspyrnu í kvöld þegar að Valsmenn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.umferð Sambandsdeildar Evrópu. 25. júlí 2024 14:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Hjarta Guðmundar slær með St. Mirren: Mæta Val í kvöld Þrátt fyrir að hjarta fyrrverandi landsliðsmannsins í knattspyrnu, Guðmundar Torfasonar, slái með skoska liðinu St. Mirren er erfitt fyrir hann halda ekki með íslenskri knattspyrnu í kvöld þegar að Valsmenn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.umferð Sambandsdeildar Evrópu. 25. júlí 2024 14:00