Aðsúgur að Gumma Torfa og bjórinn á þrotum Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2024 17:51 Guðmundur Torfason er vinsæll á meðal St. Mirren manna. Vísir/Valur Páll Skoskir stuðningsmenn St. Mirren eru ekki lítið spenntir fyrir fyrsta Evrópuleik liðsins í 37 ár. Sá fer fram á Hlíðarenda í kvöld. Nokkur hundruð stuðningsmenn St. Mirren byrjuðu upphitun á Dubliner í miðbæ Reykjavíkur skömmu eftir hádegi í dag. Þar fór vel um þá líkt og greint var frá á Vísi. Hér má nálgast beina textalýsingu frá leiknum. Stemningin er mikil við Fjósið.Vísir/Valur Páll Við tók skrúðganga þaðan á Hlíðarenda seinni partinn og hefur sjaldan sést álíka fjöldi í Fjósinu fyrir utan Hlíðarenda fyrir fótboltaleik. Vel var gengið á ölbirgðirnar og þegar um ein og hálf klukkustund var þar til flautað yrði til leiks voru bjórdósir á Valssvæðinu á þrotum. Það skemmdi ekki gott skap Skotanna þegar Guðmundur Torfason lét sjá sig. Sá lék með St. Mirren árin 1989 til 1992. Aðsúgur var gerður að Guðmundi og vildu allir fá með sér mynd af hetjunni. David Winnie, sem lék í vörn KR í kringum aldamótin, var með Guðmundi í för og var einnig vinsæll. Sá lék yfir 150 leiki fyrir St. Mirren í upphafi ferilsins. Klippa: Skotar syngja um Guðmund Torfason Leikur Vals og St. Mirren verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst hann klukkan korter í sjö. Um risastórt Evrópukvöld er að ræða á Íslandi þar sem að fjögur Bestu deildar lið eiga heimaleik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Allir vildu mynd með Guðmundi.Vísir/Valur Páll Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Nokkur hundruð stuðningsmenn St. Mirren byrjuðu upphitun á Dubliner í miðbæ Reykjavíkur skömmu eftir hádegi í dag. Þar fór vel um þá líkt og greint var frá á Vísi. Hér má nálgast beina textalýsingu frá leiknum. Stemningin er mikil við Fjósið.Vísir/Valur Páll Við tók skrúðganga þaðan á Hlíðarenda seinni partinn og hefur sjaldan sést álíka fjöldi í Fjósinu fyrir utan Hlíðarenda fyrir fótboltaleik. Vel var gengið á ölbirgðirnar og þegar um ein og hálf klukkustund var þar til flautað yrði til leiks voru bjórdósir á Valssvæðinu á þrotum. Það skemmdi ekki gott skap Skotanna þegar Guðmundur Torfason lét sjá sig. Sá lék með St. Mirren árin 1989 til 1992. Aðsúgur var gerður að Guðmundi og vildu allir fá með sér mynd af hetjunni. David Winnie, sem lék í vörn KR í kringum aldamótin, var með Guðmundi í för og var einnig vinsæll. Sá lék yfir 150 leiki fyrir St. Mirren í upphafi ferilsins. Klippa: Skotar syngja um Guðmund Torfason Leikur Vals og St. Mirren verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst hann klukkan korter í sjö. Um risastórt Evrópukvöld er að ræða á Íslandi þar sem að fjögur Bestu deildar lið eiga heimaleik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Allir vildu mynd með Guðmundi.Vísir/Valur Páll
Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2)
Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56