Endurgerði mynd af sér og Gumma Torfa 34 árum síðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 14:00 Gary McIntyre og Guðmundur Torfason, 1990 og 2024. Þrátt fyrir að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því Guðmundur Torfason yfirgaf St Mirren er hann enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Það mátti glöggt hjá þegar hann mætti á leik skoska liðsins gegn Val í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöldi. Valur og St Mirren gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í gær. Guðmundur Torfason er formaður knattspyrnudeildar Fram en hann mætti samt á heimavöll eins af erkifjendum þeirra bláu í gær. Það var ekki að furða þar enda er Guðmundur fyrrverandi leikmaður St Mirren. Stuðningsmenn skoska liðsins hópuðust að Guðmundi þegar hann mætti á Hlíðarenda og allir vildu fá mynd af sér með honum. Einn þeirra sem fékk mynd af sér með Guðmundi var Gary McIntyre. Þetta er ekki fyrsta myndin af þeim saman því árið 1990 var tekin mynd af þeim, þegar McIntyre var ungur drengur og Guðmundur var að raða inn mörkum fyrir St Mirren. Þeir hittust svo aftur í gær, 34 árum eftir að fyrri myndin var tekin. Myndirnar tvær rötuðu á samfélagsmiðla enda mjög svo skemmtilegar. St Mirren keypti Guðmund frá Rapid Vín 1989 og hann lék með skoska liðinu til 1992. Í viðtali við íþróttadeild í gær minntist hann tíma síns hjá St Mirren með hlýju. „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Guðmundur var svo spurður hverjum hann stæði með í leiknum á Hlíðarenda, Val eða St Mirren? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu,“ svaraði Guðmundur. Seinni leikur St Mirren og Vals fer fram á St Mirren Park á fimmtudaginn kemur. Sigurvegarinn í einvíginu kemst áfram í 3. umferð forkeppninnar og mætir þar annað hvort Go Ahead Eagles frá Hollandi eða Brann frá Noregi. Skoski boltinn Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir „Það var ekki planið hjá okkur“ Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 25. júlí 2024 20:58 Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25. júlí 2024 17:46 Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira
Valur og St Mirren gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í gær. Guðmundur Torfason er formaður knattspyrnudeildar Fram en hann mætti samt á heimavöll eins af erkifjendum þeirra bláu í gær. Það var ekki að furða þar enda er Guðmundur fyrrverandi leikmaður St Mirren. Stuðningsmenn skoska liðsins hópuðust að Guðmundi þegar hann mætti á Hlíðarenda og allir vildu fá mynd af sér með honum. Einn þeirra sem fékk mynd af sér með Guðmundi var Gary McIntyre. Þetta er ekki fyrsta myndin af þeim saman því árið 1990 var tekin mynd af þeim, þegar McIntyre var ungur drengur og Guðmundur var að raða inn mörkum fyrir St Mirren. Þeir hittust svo aftur í gær, 34 árum eftir að fyrri myndin var tekin. Myndirnar tvær rötuðu á samfélagsmiðla enda mjög svo skemmtilegar. St Mirren keypti Guðmund frá Rapid Vín 1989 og hann lék með skoska liðinu til 1992. Í viðtali við íþróttadeild í gær minntist hann tíma síns hjá St Mirren með hlýju. „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Guðmundur var svo spurður hverjum hann stæði með í leiknum á Hlíðarenda, Val eða St Mirren? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu,“ svaraði Guðmundur. Seinni leikur St Mirren og Vals fer fram á St Mirren Park á fimmtudaginn kemur. Sigurvegarinn í einvíginu kemst áfram í 3. umferð forkeppninnar og mætir þar annað hvort Go Ahead Eagles frá Hollandi eða Brann frá Noregi.
Skoski boltinn Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir „Það var ekki planið hjá okkur“ Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 25. júlí 2024 20:58 Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25. júlí 2024 17:46 Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira
„Það var ekki planið hjá okkur“ Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 25. júlí 2024 20:58
Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25. júlí 2024 17:46
Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56