Málum vegna dyrabjöllumyndavéla muni fjölga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2024 23:31 Helga Sigríður er staðgengill forstjóra Persónuverndar. Hún á von á því að málum á borði stofnunarinnar sem tengjast dyrabjöllumyndavélum muni fjölga á næstunni. Vísir/Ívar Fannar Kvörtunum og athugasemdum vegna dyrabjöllumyndavéla mun fjölga á næstu árum, að mati fulltrúa Persónuverndar. Varað er við því að fólk birti myndefni úr slíkum myndavélum á samfélagsmiðlum til að lýsa eftir innbrotsþjófum. Slíkt efni eigi frekar heima á borði lögreglu. Svokölluðum dyrabjöllumyndavélum, eins og þeirri sem sést í sjónvarpsfréttinni hér að neðan, fer sífellt fjölgandi. Þá er eðlilegt að fólk spyrji sig hvað má, og hvað má ekki, í þessum efnum. Á dögunum birti Presónuvernd úrskurð þar sem var ekki talið að notkun slíkrar myndavélar hefði brotið í bága við persónuverndarlög, en vélin var staðsett í dyrabjöllu utaná tvíbíyli, og sjónsvið hennar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. Staðgengill forstjóra Persónuverndar segir slíkum málum fara fjölgandi. „Þau byrjuðu að koma inn á okkar borð fyrir svona þremur, fjórum árum og við gerum ráð fyrir að þeim eigi eftir að fjölga,“ segir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, staðgengill forstjóra hjá Persónuvernd. Miklu máli skipti hvernig búnaðurinn er notaður. „Við horfum til dæmis í það hvort upptakan er alltaf í gangi, eða hvort hún fer í gang þegar einhver gengur fram hjá, eða hvort upptakan fer bara í gang þegar einhver hringir bjöllunni.“ Stöðug vöktun krefst merkinga Fari upptakan aðeins í gang þegar bjöllu er hringt gildi persónuverndarlög almennt ekki. Sé upptaka alltaf í gangi gildi sömu sjónarmið og um eftirlitsmyndavélar almennt. „Þessi sömu sjónarmið geta gilt líka ef hún fer alltaf í gang þegar hreyfiskynjari virkjast. Þá þarf til dæmis að huga að merkingum, og mikilvægt að huga að því líka hvernig myndavélin er stillt, þannig að vöktunin nái ekki út fyrir lóðamörk til dæmis,“ segir Helga Sigríður. Persónuverndarlög gilda almennt ekki heldur þegar persónuupplýsingar eru unnar til einkanota. Öðru máli gildi þegar fólk birtir upptökur opinberlega, til að mynda þegar auglýst er eftir innbrotsþjófum á samfélagsmiðlum. „Slíkar myndbirtingar geta fallið undir persónuverndarlögin, jafnvel þó að vöktunin geri það ekki. Þannig að við mælum með frekar að fólk sendi það efni til lögreglu.“ Persónuvernd Tengdar fréttir Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. 25. júlí 2024 19:18 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Svokölluðum dyrabjöllumyndavélum, eins og þeirri sem sést í sjónvarpsfréttinni hér að neðan, fer sífellt fjölgandi. Þá er eðlilegt að fólk spyrji sig hvað má, og hvað má ekki, í þessum efnum. Á dögunum birti Presónuvernd úrskurð þar sem var ekki talið að notkun slíkrar myndavélar hefði brotið í bága við persónuverndarlög, en vélin var staðsett í dyrabjöllu utaná tvíbíyli, og sjónsvið hennar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. Staðgengill forstjóra Persónuverndar segir slíkum málum fara fjölgandi. „Þau byrjuðu að koma inn á okkar borð fyrir svona þremur, fjórum árum og við gerum ráð fyrir að þeim eigi eftir að fjölga,“ segir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, staðgengill forstjóra hjá Persónuvernd. Miklu máli skipti hvernig búnaðurinn er notaður. „Við horfum til dæmis í það hvort upptakan er alltaf í gangi, eða hvort hún fer í gang þegar einhver gengur fram hjá, eða hvort upptakan fer bara í gang þegar einhver hringir bjöllunni.“ Stöðug vöktun krefst merkinga Fari upptakan aðeins í gang þegar bjöllu er hringt gildi persónuverndarlög almennt ekki. Sé upptaka alltaf í gangi gildi sömu sjónarmið og um eftirlitsmyndavélar almennt. „Þessi sömu sjónarmið geta gilt líka ef hún fer alltaf í gang þegar hreyfiskynjari virkjast. Þá þarf til dæmis að huga að merkingum, og mikilvægt að huga að því líka hvernig myndavélin er stillt, þannig að vöktunin nái ekki út fyrir lóðamörk til dæmis,“ segir Helga Sigríður. Persónuverndarlög gilda almennt ekki heldur þegar persónuupplýsingar eru unnar til einkanota. Öðru máli gildi þegar fólk birtir upptökur opinberlega, til að mynda þegar auglýst er eftir innbrotsþjófum á samfélagsmiðlum. „Slíkar myndbirtingar geta fallið undir persónuverndarlögin, jafnvel þó að vöktunin geri það ekki. Þannig að við mælum með frekar að fólk sendi það efni til lögreglu.“
Persónuvernd Tengdar fréttir Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. 25. júlí 2024 19:18 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. 25. júlí 2024 19:18
Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43
Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent