Frumvarp um sviptingu verndar lítur dagsins ljós í haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2024 09:18 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem myndi gera yfirvöldum kleift að svipta fólk alþjóðlegri vernd, gerist það uppvíst að alvarlegum afbrotum. Hún leggur frumvarpið fram í haust, en það myndi aðeins gilda um afbrot framin eftir að lögin taka gildi. Mál Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Mohamads Kourani, hefur verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu. Fyrr í mánuðinum var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal alvarlega líkamrásás og tilraun til manndráps. Um var að ræða fjórða refsidóminn yfir Mohamad frá því hann kom til landsins í byrjun árs 2017. Þann fyrsta hlaut hann áður en hann fékk samþykkta umsókn sína um alþjóðlega vernd. Breyta reglunum til samræmingar Einhverjir hafa kallað eftir því að lögum verði breytt þannig að hægt verði að vísa fólki sem nýtur alþjóðlegrar verndar úr landi, gerist það uppvíst um afbrot. Slíkar breytingar eru í farvatninu að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. „Í þá veru að þeir sem eru hér með vernd í íslensku samfélagi, og gerast sekir um alvarlega glæpi, eigi á hættu að missa þá verndina,“ segir Guðrún. Sæmræma þurfi regluverkið hérlendis við það sem gildir í löndum í kringum Ísland, sér í lagi á öðrum Norðurlöndum. „Það eru sambærileg ákvæði þar, í útlendingalögum. Ég get nefnt Noreg sem dæmi. Ég vil færa okkar regluverk nær Norðurlöndunum, þannig að ég hef hug á að leggja það fram núna í haust.“ Ekki liggi fyrir hvaða brot komi til með að falla í flokk alvarlegra brota. „Vitaskuld erum við að gera greinarmun á alvarlegum ofbeldisbrotum og svo fjárglæfrastarfsemi eða eitthvað slíkt. En það verður bara að koma í ljós,“ segir Guðrún. Ef frumvarpið yrði að lögum myndi það þó ekki gilda afturvirkt um afbrot, heldur aðeins um brot sem framin væru eftir gildistöku þeirra, enda almennt ekki hægt að láta lög gilda afturvirkt frá því þau taka gildi. Mál Mohamad Kourani Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. 26. júlí 2024 10:35 Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson. 26. júlí 2024 06:34 Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59 Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Mál Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Mohamads Kourani, hefur verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu. Fyrr í mánuðinum var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal alvarlega líkamrásás og tilraun til manndráps. Um var að ræða fjórða refsidóminn yfir Mohamad frá því hann kom til landsins í byrjun árs 2017. Þann fyrsta hlaut hann áður en hann fékk samþykkta umsókn sína um alþjóðlega vernd. Breyta reglunum til samræmingar Einhverjir hafa kallað eftir því að lögum verði breytt þannig að hægt verði að vísa fólki sem nýtur alþjóðlegrar verndar úr landi, gerist það uppvíst um afbrot. Slíkar breytingar eru í farvatninu að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. „Í þá veru að þeir sem eru hér með vernd í íslensku samfélagi, og gerast sekir um alvarlega glæpi, eigi á hættu að missa þá verndina,“ segir Guðrún. Sæmræma þurfi regluverkið hérlendis við það sem gildir í löndum í kringum Ísland, sér í lagi á öðrum Norðurlöndum. „Það eru sambærileg ákvæði þar, í útlendingalögum. Ég get nefnt Noreg sem dæmi. Ég vil færa okkar regluverk nær Norðurlöndunum, þannig að ég hef hug á að leggja það fram núna í haust.“ Ekki liggi fyrir hvaða brot komi til með að falla í flokk alvarlegra brota. „Vitaskuld erum við að gera greinarmun á alvarlegum ofbeldisbrotum og svo fjárglæfrastarfsemi eða eitthvað slíkt. En það verður bara að koma í ljós,“ segir Guðrún. Ef frumvarpið yrði að lögum myndi það þó ekki gilda afturvirkt um afbrot, heldur aðeins um brot sem framin væru eftir gildistöku þeirra, enda almennt ekki hægt að láta lög gilda afturvirkt frá því þau taka gildi.
Mál Mohamad Kourani Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. 26. júlí 2024 10:35 Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson. 26. júlí 2024 06:34 Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59 Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. 26. júlí 2024 10:35
Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson. 26. júlí 2024 06:34
Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59
Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22