Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2024 18:09 Halla Tómasdóttir hefur ekki veitt íslenskum fjölmiðlum viðtöl eftir forsetakosningarnar í júní. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. Á sama tíma fagnar hún því að fólk viti að hjónin hafi valið umhverfisvænan bíl og vonar að þau geti verið öðrum til fyrirmyndar. Þetta segir Halla í yfirlýsingu en fjallað hefur verið um bílakaup verðandi forsetahjóna í dag eftir að bílaumboðið Brimborg greindi frá kaupunum á Facebook-síðu sinni. Þá sagði forstjóri fyrirtækisins í samtali við RÚV að hjónin hafi notið sérkjara líkt og aðrir langtímaviðskiptavinir án þess að vilja skýra það nánar. Halla segir hjónunum hafa boðist „staðgreiðsluafsláttur sambærilegan þeim sem við fengum síðast þegar við áttum viðskipti við sama fyrirtæki og öðrum viðskiptavinum býðst einnig.“ Facebook-færslan umrædda sem hefur síðan verið fjarlægð. Skjáskot Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar sagði við RÚV í dag að samfélagsmiðlafærslur sem þessar væru algengar og starfsfólk Brimborgar spurt um leyfi fyrir myndbirtingu eftir að kaupin voru frágengin. Fréttastofa hefur ekki náð tali af honum í dag en ljóst er að yfirlýsing Höllu stangast á við orð Egils. Eftir að Halla sendi yfirlýsingu til fjölmiðla áréttaði hún í færslu á stuðningsmannasíðu sinni að þau hafi ekki veitt leyfi fyrir myndbirtingunni. Áður nefndi hún einungis að myndin hafi verið birt án þeirra vitundar. Hjónin óskuðu eftir því að Facebook-færsla Brimborgar yrði fjarlægð og orðið var við því. Egill á boðslista Höllu Halla tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Að venju munu embættismenn og þinglið vera viðstatt athöfnina en að þessu sinni fær Halla að bjóða öðrum hópi fólks sem fylgist með á skjá þegar hún ritar undir drengskaparheit áður en allir sameinast í Smiðju, nýrri viðbyggingu við Alþingi. Vísir greindi frá því í dag að Egill, áðurnefndur forstjóri Brimborgar væri að finna á síðari listanum og væri því meðal sérstakra boðsgesta Höllu. Halla hefur ekki veitt viðtal vegna málsins í dag og hefur almennt ekki orðið við viðtalsbeiðnum fjölmiðla eftir forsetakosningarnar, að undanskildu einu viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN. Hún segir í yfirlýsingu sinni að hún hafi eftir kosningarnar tekið ákvörðun um að veita ekki frekari viðtöl fyrr en eftir embættistöku. Yfirlýsing Höllu til fjölmiðla í heild sinni „Af virðingu við sitjandi forseta tók ég þá ákvörðun að veita ekki frekari viðtöl að loknum kosningum fyrr en eftir embættistöku, enda hef ég ekki tekið við embætti forseta ennþá og kem ekki fram í krafti þess. Ég vona að því sé sýndur skilningur. Við hjónin ákváðum að kaupa okkur bíl til eigin afnota og í amstri dagsins sá ég ekki fyrr en nú síðdegis að þau bílakaup eru orðin fréttaefni. Ég fagna því að fólk viti að við völdum að kaupa umhverfisvænan bíl, vonandi getum við verið öðrum góð fyrirmynd þar. Hinsvegar var það ekki ætlun okkar að þau bílakaup yrðu opinber og var ljósmyndin birt á samfélagsmiðlum án okkar vitundar. Við báðum vinsamlegast um að myndin yrðir fjarlægð um leið og við fréttum af því og var samstundis orðið við þeirri beiðni. Þá vil ég ítreka að við hjónin fórum ekki fram á nein sérkjör, en okkur bauðst staðgreiðsluafsláttur sambærilegan þeim sem við fengum síðast þegar við áttum viðskipti við sama fyrirtæki og öðrum viðskiptavinum býðst einnig. “ Facebook-færsla Höllu Fréttin hefur verið uppfærð með Facebook-færslu Höllu. Bílar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Á sama tíma fagnar hún því að fólk viti að hjónin hafi valið umhverfisvænan bíl og vonar að þau geti verið öðrum til fyrirmyndar. Þetta segir Halla í yfirlýsingu en fjallað hefur verið um bílakaup verðandi forsetahjóna í dag eftir að bílaumboðið Brimborg greindi frá kaupunum á Facebook-síðu sinni. Þá sagði forstjóri fyrirtækisins í samtali við RÚV að hjónin hafi notið sérkjara líkt og aðrir langtímaviðskiptavinir án þess að vilja skýra það nánar. Halla segir hjónunum hafa boðist „staðgreiðsluafsláttur sambærilegan þeim sem við fengum síðast þegar við áttum viðskipti við sama fyrirtæki og öðrum viðskiptavinum býðst einnig.“ Facebook-færslan umrædda sem hefur síðan verið fjarlægð. Skjáskot Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar sagði við RÚV í dag að samfélagsmiðlafærslur sem þessar væru algengar og starfsfólk Brimborgar spurt um leyfi fyrir myndbirtingu eftir að kaupin voru frágengin. Fréttastofa hefur ekki náð tali af honum í dag en ljóst er að yfirlýsing Höllu stangast á við orð Egils. Eftir að Halla sendi yfirlýsingu til fjölmiðla áréttaði hún í færslu á stuðningsmannasíðu sinni að þau hafi ekki veitt leyfi fyrir myndbirtingunni. Áður nefndi hún einungis að myndin hafi verið birt án þeirra vitundar. Hjónin óskuðu eftir því að Facebook-færsla Brimborgar yrði fjarlægð og orðið var við því. Egill á boðslista Höllu Halla tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Að venju munu embættismenn og þinglið vera viðstatt athöfnina en að þessu sinni fær Halla að bjóða öðrum hópi fólks sem fylgist með á skjá þegar hún ritar undir drengskaparheit áður en allir sameinast í Smiðju, nýrri viðbyggingu við Alþingi. Vísir greindi frá því í dag að Egill, áðurnefndur forstjóri Brimborgar væri að finna á síðari listanum og væri því meðal sérstakra boðsgesta Höllu. Halla hefur ekki veitt viðtal vegna málsins í dag og hefur almennt ekki orðið við viðtalsbeiðnum fjölmiðla eftir forsetakosningarnar, að undanskildu einu viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN. Hún segir í yfirlýsingu sinni að hún hafi eftir kosningarnar tekið ákvörðun um að veita ekki frekari viðtöl fyrr en eftir embættistöku. Yfirlýsing Höllu til fjölmiðla í heild sinni „Af virðingu við sitjandi forseta tók ég þá ákvörðun að veita ekki frekari viðtöl að loknum kosningum fyrr en eftir embættistöku, enda hef ég ekki tekið við embætti forseta ennþá og kem ekki fram í krafti þess. Ég vona að því sé sýndur skilningur. Við hjónin ákváðum að kaupa okkur bíl til eigin afnota og í amstri dagsins sá ég ekki fyrr en nú síðdegis að þau bílakaup eru orðin fréttaefni. Ég fagna því að fólk viti að við völdum að kaupa umhverfisvænan bíl, vonandi getum við verið öðrum góð fyrirmynd þar. Hinsvegar var það ekki ætlun okkar að þau bílakaup yrðu opinber og var ljósmyndin birt á samfélagsmiðlum án okkar vitundar. Við báðum vinsamlegast um að myndin yrðir fjarlægð um leið og við fréttum af því og var samstundis orðið við þeirri beiðni. Þá vil ég ítreka að við hjónin fórum ekki fram á nein sérkjör, en okkur bauðst staðgreiðsluafsláttur sambærilegan þeim sem við fengum síðast þegar við áttum viðskipti við sama fyrirtæki og öðrum viðskiptavinum býðst einnig. “ Facebook-færsla Höllu Fréttin hefur verið uppfærð með Facebook-færslu Höllu.
„Af virðingu við sitjandi forseta tók ég þá ákvörðun að veita ekki frekari viðtöl að loknum kosningum fyrr en eftir embættistöku, enda hef ég ekki tekið við embætti forseta ennþá og kem ekki fram í krafti þess. Ég vona að því sé sýndur skilningur. Við hjónin ákváðum að kaupa okkur bíl til eigin afnota og í amstri dagsins sá ég ekki fyrr en nú síðdegis að þau bílakaup eru orðin fréttaefni. Ég fagna því að fólk viti að við völdum að kaupa umhverfisvænan bíl, vonandi getum við verið öðrum góð fyrirmynd þar. Hinsvegar var það ekki ætlun okkar að þau bílakaup yrðu opinber og var ljósmyndin birt á samfélagsmiðlum án okkar vitundar. Við báðum vinsamlegast um að myndin yrðir fjarlægð um leið og við fréttum af því og var samstundis orðið við þeirri beiðni. Þá vil ég ítreka að við hjónin fórum ekki fram á nein sérkjör, en okkur bauðst staðgreiðsluafsláttur sambærilegan þeim sem við fengum síðast þegar við áttum viðskipti við sama fyrirtæki og öðrum viðskiptavinum býðst einnig. “
Bílar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26