„Sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði“ Hinrik Wöhler skrifar 26. júlí 2024 20:45 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fer tómhentur heim af Kópavogsvelli. vísir / anton brink Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var súr og svekktur með tap á móti Breiðabliki í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Hann tók þó marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld. „Mér fannst frammistaðan til mikillar fyrirmyndar. Stelpurnar lögðu mikið á sig, mikla vinnu og fylgdu skipulagi vel. Þær voru þéttar og vinnusemin til fyrirmyndar, ekkert út á það að setja. Við töpum þessu á marki eftir horn sem hrekkur af leikmanni og í netið, þetta var súrt.“ „Maður hefur sjaldan hefur verið jafn súr að tapa, Breiðablik er frábært lið og maður ætlast ekki til að koma hingað og ná í sigur en miðað við frammistöðuna í dag finnst mér við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks og kom það úr hornspyrnu. Ásta Eir Árnadóttir kom boltanum í netið en á leiðinni hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Fylkis og breytti um stefnu. „Að fá sig svona mark er súrt. Þær fengu auðvitað sín móment og færi líka en við vorum að verjast vel og halda skipulagi. Við fengum líka okkar móment líka til að setja mark á þér. Við erum að spila á móti besta liðinu og þær eru byrjaðar að tefja eftir 70 mínútur, eitthvað vorum við að gera vel og skapa skjálfta hjá þeim.“ „Við færðum okkur enn ofar þegar leið á leikinn en vildum ekki opna okkur of mikið, það skiptir líka máli í þeirri baráttu sem við erum í. Ég hef sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði,“ sagði Gunnar. Fylkir náði langþráðum sigri í síðustu umferð þegar liðið sigraði Tindastól og var það annar sigurleikur liðsins á tímabilinu. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík sem situr í neðsta sæti. „Mér finnst við hafa stimplað okkur inn í síðasta leik og þessum. Liðsheildin góð og við vinnum vel saman, þær sem koma inn á líka. Þær hafa verið fljótar að komast í taktinn. Þannig klárlega tökum jákvæða punkta úr þessum leik í það sem fram undan er,“ bætti Gunnar við. Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Gunnar býst ekki við miklum sviptingum hjá félaginu. „Við erum með ágætlega stóran hóp. Ef það dettur eitthvað fyrir okkur þá getur vel verið að við skoðum það. Við erum ekki að leita erlendis eða eitthvað svoleiðis, bara eitthvað sem hér á landi en annars erum við nokkuð sátt með hópinn. Þetta eru flottar stelpur og aðrar að stíga til baka úr meiðslum. Við sjáum bara til ef eitthvað óvænt kemur upp,“ sagði Gunnar að lokum um félagsskiptamarkaðinn. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan til mikillar fyrirmyndar. Stelpurnar lögðu mikið á sig, mikla vinnu og fylgdu skipulagi vel. Þær voru þéttar og vinnusemin til fyrirmyndar, ekkert út á það að setja. Við töpum þessu á marki eftir horn sem hrekkur af leikmanni og í netið, þetta var súrt.“ „Maður hefur sjaldan hefur verið jafn súr að tapa, Breiðablik er frábært lið og maður ætlast ekki til að koma hingað og ná í sigur en miðað við frammistöðuna í dag finnst mér við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks og kom það úr hornspyrnu. Ásta Eir Árnadóttir kom boltanum í netið en á leiðinni hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Fylkis og breytti um stefnu. „Að fá sig svona mark er súrt. Þær fengu auðvitað sín móment og færi líka en við vorum að verjast vel og halda skipulagi. Við fengum líka okkar móment líka til að setja mark á þér. Við erum að spila á móti besta liðinu og þær eru byrjaðar að tefja eftir 70 mínútur, eitthvað vorum við að gera vel og skapa skjálfta hjá þeim.“ „Við færðum okkur enn ofar þegar leið á leikinn en vildum ekki opna okkur of mikið, það skiptir líka máli í þeirri baráttu sem við erum í. Ég hef sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði,“ sagði Gunnar. Fylkir náði langþráðum sigri í síðustu umferð þegar liðið sigraði Tindastól og var það annar sigurleikur liðsins á tímabilinu. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík sem situr í neðsta sæti. „Mér finnst við hafa stimplað okkur inn í síðasta leik og þessum. Liðsheildin góð og við vinnum vel saman, þær sem koma inn á líka. Þær hafa verið fljótar að komast í taktinn. Þannig klárlega tökum jákvæða punkta úr þessum leik í það sem fram undan er,“ bætti Gunnar við. Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Gunnar býst ekki við miklum sviptingum hjá félaginu. „Við erum með ágætlega stóran hóp. Ef það dettur eitthvað fyrir okkur þá getur vel verið að við skoðum það. Við erum ekki að leita erlendis eða eitthvað svoleiðis, bara eitthvað sem hér á landi en annars erum við nokkuð sátt með hópinn. Þetta eru flottar stelpur og aðrar að stíga til baka úr meiðslum. Við sjáum bara til ef eitthvað óvænt kemur upp,“ sagði Gunnar að lokum um félagsskiptamarkaðinn.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira