„Vitum ekki til þess að nokkur hafi verið í hættu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2024 19:16 Grímur Hergeirsson lögreglustjóri á Suðurlandi. Vísir Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segist ekki vitað til þess að neinn hafi verið í hættu og segir aðgerðir hafa gengið vel. Fyrir liggur að hlaupið er á pari við jökulhlaupið í Múlakvísl 2011. Berghildur Erla var á Selfossi, þar sem aðgerðum er stýrt, í Kvöldfréttum og ræddi við Grím Hergeirsson lögreglustjóra á Suðurlandi. „Staðan er sú núna að það er ennþá hlaup í gangi í Skálm. Suðurlandsvegur er með öllu lokaður frá Höfðabrekku og austur að Meðallandsvegi.“ Klippa: Óvissustig vegna hlaups Hann segir að tekin hafi verið ákvörðun um að rýma svæði við Sólheimajökul að höfðu samráði við Veðurstofuna. Reikna megi með að lokunin standi yfir inn í nóttina hið minnsta og til morguns. Það hefur flætt yfir veginn við Skálm, hvernig standa málin með tilliti til brúarinnar? „Það flæddi yfir brúna og þjóðveginn á um kílómeters kafla fyrir austan brúna. Það liggur fyrir að það eru skemmdir á veginum og það verður ekkert hægt að skoða það fyrr en sjatnar í þessu og þá kemur í ljós hvaða aðgerða þarf að grípa til, til að opna.“ Grímur segir mikið af ferðamönnum á svæðinu en ekki sé vitað til þess að nokkur hafi verið í hættu. „Þetta hefur gengið mjög vel og við höfum náð utan um þetta mjög vel.“ Hversu stórt er þetta hlaup með tilliti til annarra? „Það á auðvitað eftir að koma í ljós eftir að búið er að mæla allt saman en það liggur fyrir að þetta er í stærri kantinum og kannski á pari við það sem við sáum í Múlakvísl 2011.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var á flugi yfir jöklinum á sjöunda tímanum í þeim tilgangi að kanna aðstæður. Grímur bendir ferðamönnum sem ætla sér að ferðast um Suðurlandið á að fylgjast með stöðu mála á vef Vegagerðarinnar og vef Almannavarna. Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Lögreglumál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Berghildur Erla var á Selfossi, þar sem aðgerðum er stýrt, í Kvöldfréttum og ræddi við Grím Hergeirsson lögreglustjóra á Suðurlandi. „Staðan er sú núna að það er ennþá hlaup í gangi í Skálm. Suðurlandsvegur er með öllu lokaður frá Höfðabrekku og austur að Meðallandsvegi.“ Klippa: Óvissustig vegna hlaups Hann segir að tekin hafi verið ákvörðun um að rýma svæði við Sólheimajökul að höfðu samráði við Veðurstofuna. Reikna megi með að lokunin standi yfir inn í nóttina hið minnsta og til morguns. Það hefur flætt yfir veginn við Skálm, hvernig standa málin með tilliti til brúarinnar? „Það flæddi yfir brúna og þjóðveginn á um kílómeters kafla fyrir austan brúna. Það liggur fyrir að það eru skemmdir á veginum og það verður ekkert hægt að skoða það fyrr en sjatnar í þessu og þá kemur í ljós hvaða aðgerða þarf að grípa til, til að opna.“ Grímur segir mikið af ferðamönnum á svæðinu en ekki sé vitað til þess að nokkur hafi verið í hættu. „Þetta hefur gengið mjög vel og við höfum náð utan um þetta mjög vel.“ Hversu stórt er þetta hlaup með tilliti til annarra? „Það á auðvitað eftir að koma í ljós eftir að búið er að mæla allt saman en það liggur fyrir að þetta er í stærri kantinum og kannski á pari við það sem við sáum í Múlakvísl 2011.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var á flugi yfir jöklinum á sjöunda tímanum í þeim tilgangi að kanna aðstæður. Grímur bendir ferðamönnum sem ætla sér að ferðast um Suðurlandið á að fylgjast með stöðu mála á vef Vegagerðarinnar og vef Almannavarna.
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Lögreglumál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira