Lífið samstarf

Ein af földu perlum Vest­fjarða

Golfvöllur vikunnar
Syðridalsvöllur við Bolungarvík er golfvöllur sem leynir á sér. Völlurinn var formlega tekinn í notkun árið 2002. Þótt holurnar séu aðeins níu þá eru mismundandi teigasett á hverri holu sem þýðir að það er töluverður munur oft á þeim teigum. Völlurinn telst því sem 18 holu golfvöllur.
Syðridalsvöllur við Bolungarvík er golfvöllur sem leynir á sér. Völlurinn var formlega tekinn í notkun árið 2002. Þótt holurnar séu aðeins níu þá eru mismundandi teigasett á hverri holu sem þýðir að það er töluverður munur oft á þeim teigum. Völlurinn telst því sem 18 holu golfvöllur.

Golfvöllurinn í Bolungarvík heitir Syðridalsvöllur og er staðsettur rétt fyrir utan þéttbýliskjarnann í Bolungarvík. Það er því stutt að fara á eina af földu perlum Vestfjarða.

Í sumar ætlum við að kynnast nokkrum af þeim fjölda spennandi golfvalla sem hægt er að finna víða um land og gaman væri að prófa í sumarfríinu en hægt er að leika golf á yfir 60 völlum hér á landi. Syðridalsvöllur er golfvöllur vikunnar á Vísi.

Golfklúbbur Bolungarvíkur var stofnaður árið 1982 en Syðridalsvöllur var formlega tekinn í notkun árið 2002. Eitt einkennismerki vallarins er að þrátt fyrir að holurnar séu aðeins níu, þá eru mismundandi teigasett á hverri holu sem þýðir að það er töluverður munur oft á þeim teigum. Völlurinn telst því sem 18 holu golfvöllur.

Syðridalsvöllur er strandvöllur í stórbrotnu umhverfi, umlukinn sandhólum og melgresi. Hann er byggður upp á svæði sem Landgræðsla Ríkisins hafði áður grætt upp til að sporna við sandfoki. Það er því óhætt að mæla með því að golfarar kynni sér völlinn enda ekki margir slíkir vellir hér á landi.

Klúbbhúsið við Syðridalsvöll leikur stórt hlutverk í kvikmyndinni Albatross frá árinu 2015. Kvikmyndin gerist að stórum hluta á golfvellinum og fyrir vikið er húsið nokkuð þekkt meðal golfáhugamanna.

Sjoppa er í klúbbhúsinu sem selur meðal annars gos, sælgæti, samlokur og fleira. Skotsvæði er utandyra og yfir veturinn er hægt að nota golfhermi sem er staðsettur í golfskálanum. Syðridalsvöllur er par 71.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×