Fótbolti

Steve Bruce gæti tekið við gamla starfi Heimis Hall­gríms

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Bruce þekkir vel enska boltann og hefur mikla reynslu af því að stýra enskum félagsliðum.
Steve Bruce þekkir vel enska boltann og hefur mikla reynslu af því að stýra enskum félagsliðum. Getty/ Serena Taylor

Steve Bruce er sagður vera í viðræðum við knattspyrnusamband Jamaíku um að taka við þjálfun karlalandsliðs þjóðarinnar.

Jamaíka er án landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla eftir að Heimir Hallgrímsson hætti eftir Suðurameríkukeppnina í sumar. Heimur tók seinna við írska landsliðinu.

Síðasti leikur Heimis var 3-0 tap á móti Venesúela en hann hafði gert mjög góða hluti með jamaíska landsliðið á þeim tíma sem hann stýrði málum í Karabíska hafinu.

Bruce hefur aftur á móti verið atvinnulaus síðan í október 2022 þegar hann var látinn taka pokann sig hjá West Bromwich Albion.

Daily Mirror segir frá þessum viðræðum og að sambandið muni ákveða sig á næstu tíu dögum.

Bruce hefur gríðarlega reynslu af því að stýra liðum í ensku deildunum en hann hefur stýrt tólf félögum og alls í meira en þúsund leikjum.

Þetta yrði aftur á móti hans fyrstu kynni af því að stýra landsliði. Bruce sjálfur náði aldrei að spila A-landsleik fyrir England en lék einn b-landsliðsleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×