„Ísland er í algjöru uppáhaldi hjá okkur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. júlí 2024 07:00 Kathy Sledge er gríðarlega spennt að stíga á svið í Hörpu 9. ágúst. Aðsend „Ég er svo spennt að koma fram á Íslandi,“ segir stórstjarnan og goðsögnin Kathy Sledge, aðalsöngkona sögulegu diskósveitarinnar Sister Sledge sem stígur á stokk í Eldborg, Hörpu föstudaginn 9. ágúst næstkomandi. Blaðamaður ræddi við Kathy um tónlistina, eftirminnilegasta giggið í Zaire, lífið og tilveruna. Hrifin af íslenskri menningu Systrasveitin Sister Sledge er margverðlaunuð hljómsveit sem skrifaði sig í sögubækurnar árið 1979 við útgáfu á plötunni We Are Family. „Ísland er í algjöru uppáhaldi hjá okkur, við höfum verið svo heppin að fá að koma nokkrum sinnum fram hér en það er svolítið langt síðan síðast. Við erum full tilhlökkunar að koma til baka,“ segir Kathy. Aðspurð hvað sé í uppáhaldi hjá henni á Íslandi er hún fljót að svara. „Við elskum Bláa lónið auðvitað og vonumst til að geta heimsótt það núna. Ég er mjög hrifin af menningunni ykkar og víbrurnar hér eru svo einstakar, Reykjavík er mjög töff borg.“ We are Family snýst um að ást er ást Tónleikarnir eru sem áður segir haldnir 9. ágúst, daginn fyrir Gleðigönguna í Reykjavík. Lög Sister Sledge hafa verið vinsæl í hinsegin menningu og þá sérstaklega smellurinn We Are Family. Kathy segir að það sé einstaklega verðmætt fyrir sveitina. „Ég er mjög peppuð að tónleikarnir séu í Pride vikunni. Lagið okkar We are Family er lag sem færir fólk saman. Ég er ótrúlega stolt að því sé fagnað svona af fjölbreytileikanum. Orkan er svo mögnuð í kringum þetta og við erum svo tilbúin fyrir þetta. We Are Family hefur náð til fólks um allan heim og það var tilgangur lagsins. Lagið snýst um það að ást er ást, við verðum að fagna því og fagna hvert öðru.“ Fékk bara að heyra eina línu í einu Rifjar Kathy þá upp upptökuferlið við lagið en það eru komnir einhverjir áratugir síðan að lagið var samið. „Ég tók þetta lag upp sextán ára gömul, ég ætla ekki að fara að reikna hvað það er langt síðan,“ segir Kathy og hlær. „En það er frekar klikkað að hugsa um þetta, það sem fólk veit ekki er að ég fékk ekki að heyra neitt af laginu fyrr en það var komið að upptökunni. Ég fékk bara að taka upp eina línu í einu. Við byrjuðum á: Everyone can see we’re together, svo var köttað og við byrjuðum á næstu línu. Ég lærði því lagið með fram upptökunni, þannig unnu Nile Rodgers og Bernard Edwards heitinn frá hljómsveitinni Chic þetta. Þeir trúðu á ákveðna hvatvísi, að grípa augnablikið og að fylgja flæðinu. Þess vegna upplifi ég alltaf eitthvað nýtt þegar ég flyt lagið We Are Family. Orkan er einstök í hvert skipti, það er ástæðan fyrir því held ég að það helst alltaf ferskt og heldur áfram að verða vinsælt, passa vel við samtímann og er svo einstakt. Hvern hefði grunað það. Mig hefði ekki órað fyrir því.“ Kathy segist ekki hafa órað fyrir því hvert tónlistin tæki hana.C Brandon/Redferns Sextán ára með spangir og fékk pepp frá Nile Rodgers Platan We Are Family, ásamt titillaginu, kom út árið 1979 og var unnin í samvinnu við diskósveitina Chic. Kathy segist elska öll lögin á henni en þó er eitt lag sem stendur upp úr. „Uppáhalds lagið mitt er Thinking of you, ég elska það. Þetta var verkefni sem var hinn fullkomni stormur sem kemur einstaka sinnum upp á ferlinum. Ég var með spangir á þessum tíma, ég var svo ung og ég man að ég elti Nile (Rodgers) um stúdíóið og var að spyrja hann hvort hann héldi að platan yrði eitthvað spiluð. Hann hafði alveg óbilandi mikla trú á þessu og sagði babe þetta verður risastórt,“ segir Kathy og bætir við að Nile kalli alla sem hann talar við babe. x View this post on Instagram A post shared by Sister Sledge (@kathysledge) Þreytist aldrei á að syngja lagið Lífið getur sannarlega verið óútreiknanlegt en hefur Kathy sjálf tileinkað sér að fylgja flæðinu. „Þegar maður spólar svo fram í tímann og lítur til baka hefði maður aldrei getað ímyndað sér hvernig þetta lag og svo margir aðrir smellir hafa skrifað sig í sögubækurnar og slegið í gegn. Lögin skipta fólk svo miklu máli og það er svo verðmætt. Ég held líka að það hafi mikið að gera með það að Nile og Bernard trúðu svo mikið á núið og augnablikið og að grípa það sem kom hverju sinni. Þá verður til eitthvað sem sker sig úr og hljómar alltaf svo nýtt og ferskt.“ Kathy segir sömuleiðis kærkomið að fá stöðugt að upplifa tónlistina á nýjan hátt með nýjum sal af fólki. „Fólk spyr mig oft hvort ég sé ekki þreytt á að syngja þetta lag og ég segi alltaf nei, aldrei nokkurn tíma. Lagið verður nýtt fyrir mér þegar ég syng það í Reykjavík, það verður augnablik fyrir okkur öll þar sem við fögnum salnum, laginu og Pride. Ég er svo spennt að sjá hvað þessi stund færir okkur.“ Stendur upp úr að syngja í bardaga hjá Muhammad Ali Kathy Sledge hefur komið víða að, spilað á tónleikum um allan heim og upplifað mörg ævintýrin. Aðspurð hvað standi upp úr hingað til á hennar ferli segir hún: „Vá, það er svo margt. En ég verð eiginlega að nefna eina af mínum fyrstu opinberu flutningum, það sem er eftirminnilegast og stórkostlegast er eiginlega frá því þegar ég var þrettán ára gömul. Þetta var áður en We are Family kom út en ég fékk að ferðast til Zaire í Afríku og syngja á sviði á sögulega boxleiknum Rumble In The Jungle þar sem Muhammad Ali og George Foreman mættust. Það sem stendur hvað mest upp úr var að þetta var í fyrsta skipti sem ég ferðaðist svona langt og ég fékk að flytja tónlist fyrir framan að mig minnir 80 þúsund manns á þessum unga aldri.“ Frekar týndar í tónlistinni Hún segist sannarlega búa vel að allri reynslunni. „Þegar ég tala um þessar stórkostlegu og sögulegur stundir núna er svo magnað að hugsa um að hafa bókstaflega alist upp í tónlist og sjá hvað það hefur gert mikið fyrir mig. Auðvitað hafa verið hæðir og lægðir, við systurnar höfum gengið í gegnum ýmislegt og verið ósammála. Það segja margir að lagið sem einkennir okkur sé We are Family en stundum segi ég að sagan okkar gæti frekar verið Lost in Music,“ segir Kathy hlæjandi og á þá við annað mjög vinsælt lag sveitarinnar. „En þannig er lífið. Og á sama tíma hafa verið svo ótrúlega margar magnaðar stundir og þetta er alveg mögnuð saga sem maður fær að segja frá.“ Sísyngjandi systur Hún segir að tónlistin hafi alltaf átt að verða hennar starfsferill. „Mér finnst ég meira og meira sjá að ég hafi alltaf verið tilbúin fyrir þetta og að þetta hafi verið mín örlög þó að ég hafi ekki endilega áttað mig á því þegar ég var ung. Ég átti alltaf að koma fram og syngja. Sem ung stelpa man ég ekki eftir því að hafa sagt: Heyrðu þegar ég verð stór ætla ég að syngja. Ég bara var alltaf syngjandi. Ég söng með systrum mínum og við sungum stöðugt í röddun bara þegar að við vorum að leika okkur úti í snú snú eða hvað sem er. Ég hélt alltaf bara að allir gætu þetta en svo fattar maður að það sem við höfðum var kannski svolítið einstakt. Seinna meir skilur maður svo að það sé í alvöru hægt að fá borgað fyrir þetta og lifa á þessu. Ég horfði aldrei á þetta sem eitthvað sem ég gæti grætt á heldur var leiðarljósið alltaf þetta er það sem ég elska að gera. Ég hef verið svo heppin að hafa átt stórkostlegan feril út frá þessu og það gerist ekki betra en það.“ View this post on Instagram A post shared by Kathy Sledge (@sistersledgelive) Hún segir að lokum að hópurinn ætli að leggja allt í tónleikana í Eldborg. „Það er svo mikið sem Sister Sledge kom með inn í tónlistarbransann og það sem einkennir tónleikana okkar er auðvitað diskó en líka búningaskipti, framleiðslan, glamúrinn, ljósin og öll listin í kringum það. Þannig að spennið sætisbeltin, þetta verða rosalegir tónleikar og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur.“ Hér má sjá nánari upplýsingar um tónleikana. Tónleikar á Íslandi Hollywood Tónlist Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hrifin af íslenskri menningu Systrasveitin Sister Sledge er margverðlaunuð hljómsveit sem skrifaði sig í sögubækurnar árið 1979 við útgáfu á plötunni We Are Family. „Ísland er í algjöru uppáhaldi hjá okkur, við höfum verið svo heppin að fá að koma nokkrum sinnum fram hér en það er svolítið langt síðan síðast. Við erum full tilhlökkunar að koma til baka,“ segir Kathy. Aðspurð hvað sé í uppáhaldi hjá henni á Íslandi er hún fljót að svara. „Við elskum Bláa lónið auðvitað og vonumst til að geta heimsótt það núna. Ég er mjög hrifin af menningunni ykkar og víbrurnar hér eru svo einstakar, Reykjavík er mjög töff borg.“ We are Family snýst um að ást er ást Tónleikarnir eru sem áður segir haldnir 9. ágúst, daginn fyrir Gleðigönguna í Reykjavík. Lög Sister Sledge hafa verið vinsæl í hinsegin menningu og þá sérstaklega smellurinn We Are Family. Kathy segir að það sé einstaklega verðmætt fyrir sveitina. „Ég er mjög peppuð að tónleikarnir séu í Pride vikunni. Lagið okkar We are Family er lag sem færir fólk saman. Ég er ótrúlega stolt að því sé fagnað svona af fjölbreytileikanum. Orkan er svo mögnuð í kringum þetta og við erum svo tilbúin fyrir þetta. We Are Family hefur náð til fólks um allan heim og það var tilgangur lagsins. Lagið snýst um það að ást er ást, við verðum að fagna því og fagna hvert öðru.“ Fékk bara að heyra eina línu í einu Rifjar Kathy þá upp upptökuferlið við lagið en það eru komnir einhverjir áratugir síðan að lagið var samið. „Ég tók þetta lag upp sextán ára gömul, ég ætla ekki að fara að reikna hvað það er langt síðan,“ segir Kathy og hlær. „En það er frekar klikkað að hugsa um þetta, það sem fólk veit ekki er að ég fékk ekki að heyra neitt af laginu fyrr en það var komið að upptökunni. Ég fékk bara að taka upp eina línu í einu. Við byrjuðum á: Everyone can see we’re together, svo var köttað og við byrjuðum á næstu línu. Ég lærði því lagið með fram upptökunni, þannig unnu Nile Rodgers og Bernard Edwards heitinn frá hljómsveitinni Chic þetta. Þeir trúðu á ákveðna hvatvísi, að grípa augnablikið og að fylgja flæðinu. Þess vegna upplifi ég alltaf eitthvað nýtt þegar ég flyt lagið We Are Family. Orkan er einstök í hvert skipti, það er ástæðan fyrir því held ég að það helst alltaf ferskt og heldur áfram að verða vinsælt, passa vel við samtímann og er svo einstakt. Hvern hefði grunað það. Mig hefði ekki órað fyrir því.“ Kathy segist ekki hafa órað fyrir því hvert tónlistin tæki hana.C Brandon/Redferns Sextán ára með spangir og fékk pepp frá Nile Rodgers Platan We Are Family, ásamt titillaginu, kom út árið 1979 og var unnin í samvinnu við diskósveitina Chic. Kathy segist elska öll lögin á henni en þó er eitt lag sem stendur upp úr. „Uppáhalds lagið mitt er Thinking of you, ég elska það. Þetta var verkefni sem var hinn fullkomni stormur sem kemur einstaka sinnum upp á ferlinum. Ég var með spangir á þessum tíma, ég var svo ung og ég man að ég elti Nile (Rodgers) um stúdíóið og var að spyrja hann hvort hann héldi að platan yrði eitthvað spiluð. Hann hafði alveg óbilandi mikla trú á þessu og sagði babe þetta verður risastórt,“ segir Kathy og bætir við að Nile kalli alla sem hann talar við babe. x View this post on Instagram A post shared by Sister Sledge (@kathysledge) Þreytist aldrei á að syngja lagið Lífið getur sannarlega verið óútreiknanlegt en hefur Kathy sjálf tileinkað sér að fylgja flæðinu. „Þegar maður spólar svo fram í tímann og lítur til baka hefði maður aldrei getað ímyndað sér hvernig þetta lag og svo margir aðrir smellir hafa skrifað sig í sögubækurnar og slegið í gegn. Lögin skipta fólk svo miklu máli og það er svo verðmætt. Ég held líka að það hafi mikið að gera með það að Nile og Bernard trúðu svo mikið á núið og augnablikið og að grípa það sem kom hverju sinni. Þá verður til eitthvað sem sker sig úr og hljómar alltaf svo nýtt og ferskt.“ Kathy segir sömuleiðis kærkomið að fá stöðugt að upplifa tónlistina á nýjan hátt með nýjum sal af fólki. „Fólk spyr mig oft hvort ég sé ekki þreytt á að syngja þetta lag og ég segi alltaf nei, aldrei nokkurn tíma. Lagið verður nýtt fyrir mér þegar ég syng það í Reykjavík, það verður augnablik fyrir okkur öll þar sem við fögnum salnum, laginu og Pride. Ég er svo spennt að sjá hvað þessi stund færir okkur.“ Stendur upp úr að syngja í bardaga hjá Muhammad Ali Kathy Sledge hefur komið víða að, spilað á tónleikum um allan heim og upplifað mörg ævintýrin. Aðspurð hvað standi upp úr hingað til á hennar ferli segir hún: „Vá, það er svo margt. En ég verð eiginlega að nefna eina af mínum fyrstu opinberu flutningum, það sem er eftirminnilegast og stórkostlegast er eiginlega frá því þegar ég var þrettán ára gömul. Þetta var áður en We are Family kom út en ég fékk að ferðast til Zaire í Afríku og syngja á sviði á sögulega boxleiknum Rumble In The Jungle þar sem Muhammad Ali og George Foreman mættust. Það sem stendur hvað mest upp úr var að þetta var í fyrsta skipti sem ég ferðaðist svona langt og ég fékk að flytja tónlist fyrir framan að mig minnir 80 þúsund manns á þessum unga aldri.“ Frekar týndar í tónlistinni Hún segist sannarlega búa vel að allri reynslunni. „Þegar ég tala um þessar stórkostlegu og sögulegur stundir núna er svo magnað að hugsa um að hafa bókstaflega alist upp í tónlist og sjá hvað það hefur gert mikið fyrir mig. Auðvitað hafa verið hæðir og lægðir, við systurnar höfum gengið í gegnum ýmislegt og verið ósammála. Það segja margir að lagið sem einkennir okkur sé We are Family en stundum segi ég að sagan okkar gæti frekar verið Lost in Music,“ segir Kathy hlæjandi og á þá við annað mjög vinsælt lag sveitarinnar. „En þannig er lífið. Og á sama tíma hafa verið svo ótrúlega margar magnaðar stundir og þetta er alveg mögnuð saga sem maður fær að segja frá.“ Sísyngjandi systur Hún segir að tónlistin hafi alltaf átt að verða hennar starfsferill. „Mér finnst ég meira og meira sjá að ég hafi alltaf verið tilbúin fyrir þetta og að þetta hafi verið mín örlög þó að ég hafi ekki endilega áttað mig á því þegar ég var ung. Ég átti alltaf að koma fram og syngja. Sem ung stelpa man ég ekki eftir því að hafa sagt: Heyrðu þegar ég verð stór ætla ég að syngja. Ég bara var alltaf syngjandi. Ég söng með systrum mínum og við sungum stöðugt í röddun bara þegar að við vorum að leika okkur úti í snú snú eða hvað sem er. Ég hélt alltaf bara að allir gætu þetta en svo fattar maður að það sem við höfðum var kannski svolítið einstakt. Seinna meir skilur maður svo að það sé í alvöru hægt að fá borgað fyrir þetta og lifa á þessu. Ég horfði aldrei á þetta sem eitthvað sem ég gæti grætt á heldur var leiðarljósið alltaf þetta er það sem ég elska að gera. Ég hef verið svo heppin að hafa átt stórkostlegan feril út frá þessu og það gerist ekki betra en það.“ View this post on Instagram A post shared by Kathy Sledge (@sistersledgelive) Hún segir að lokum að hópurinn ætli að leggja allt í tónleikana í Eldborg. „Það er svo mikið sem Sister Sledge kom með inn í tónlistarbransann og það sem einkennir tónleikana okkar er auðvitað diskó en líka búningaskipti, framleiðslan, glamúrinn, ljósin og öll listin í kringum það. Þannig að spennið sætisbeltin, þetta verða rosalegir tónleikar og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur.“ Hér má sjá nánari upplýsingar um tónleikana.
Tónleikar á Íslandi Hollywood Tónlist Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira