„Ég bara snappaði í hálfleik“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 30. júlí 2024 22:41 Fylkisstelpurnar hans Gunnars Magnúsar Jónssonar eru í harðri fallbaráttu. vísir/hag Fylkir mætti Stjörnunni í kvöld þegar fimmtánda umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína. Fylkir vonaðist til að lyfta sér upp úr fallsæti með sigri í kvöld en það voru gestirnir úr Garðabæ sem tóku öll stigin. „Gríðarlegt svekkelsi og gríðarleg vonbrigði að fá bara ekki betri frammistöðu hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einfaldlega ekki með hérna í fyrri hálfleik. Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkur. Smá meira lífsmark með okkur í seinni hálfleik en náðum ekkert að skapa okkur eitthvað almennilegt færi.“ Fylkisliðið átti ekki góðan fyrri hálfleik eins og Gunnar Magnús kom inn á og lét hann sitt lið alveg vita af því í hálfleik. „Ég bara snappaði í hálfleik og fór bara fram á að stelpurnar gerðu sér grein fyrir því í hvaða stöðu þær eru. Við erum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og það var svo sannarlega ekki að sjá hérna í fyrri hálfleik. Það var þó aðeins meira og þær voru að leggja sig meira fram og meiri dugnaður og vinnusemi í seinni hálfleik en því miður þá skilaði það ekki neinu í dag,“ sagði Gunnar Magnús. „Þessar einföldu sendingar voru að klikka. Hlaup án bolta voru mjög staðar og lítil hreyfing. Stjarnan er þannig lið að þegar þær voru búnar að skora þá eru þær þéttar tilbaka og gerðu það vel. Við náðum ekkert að hreyfa við þeim almennilega eins og við hefðum átt að geta gert.“ Þrátt fyrir fína pressu undir lok leiks fannst Gunnari Magnúsi jöfnunarmarkið ekkert endilega liggja í loftinu. „Nei, því miður. Við vorum ekkert að skapa okkur. Við vorum að reyna og settum Kaylu [Bruster] hérna fram í lokin til þess að reyna fá boltann inn í boxið og búa til smá pressu þar því það var ekkert að ganga að reyna spila okkur í gegn. Við náðum ekkert að koma nógu mörgum boltum þarna inn þannig það voru svona ákveðin vonbrigði að koma boltanum ekki inn í boxið og búa til smá kraðak þar og smá læti, reyna svona að troða honum í netið.“ Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Gríðarlegt svekkelsi og gríðarleg vonbrigði að fá bara ekki betri frammistöðu hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einfaldlega ekki með hérna í fyrri hálfleik. Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkur. Smá meira lífsmark með okkur í seinni hálfleik en náðum ekkert að skapa okkur eitthvað almennilegt færi.“ Fylkisliðið átti ekki góðan fyrri hálfleik eins og Gunnar Magnús kom inn á og lét hann sitt lið alveg vita af því í hálfleik. „Ég bara snappaði í hálfleik og fór bara fram á að stelpurnar gerðu sér grein fyrir því í hvaða stöðu þær eru. Við erum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og það var svo sannarlega ekki að sjá hérna í fyrri hálfleik. Það var þó aðeins meira og þær voru að leggja sig meira fram og meiri dugnaður og vinnusemi í seinni hálfleik en því miður þá skilaði það ekki neinu í dag,“ sagði Gunnar Magnús. „Þessar einföldu sendingar voru að klikka. Hlaup án bolta voru mjög staðar og lítil hreyfing. Stjarnan er þannig lið að þegar þær voru búnar að skora þá eru þær þéttar tilbaka og gerðu það vel. Við náðum ekkert að hreyfa við þeim almennilega eins og við hefðum átt að geta gert.“ Þrátt fyrir fína pressu undir lok leiks fannst Gunnari Magnúsi jöfnunarmarkið ekkert endilega liggja í loftinu. „Nei, því miður. Við vorum ekkert að skapa okkur. Við vorum að reyna og settum Kaylu [Bruster] hérna fram í lokin til þess að reyna fá boltann inn í boxið og búa til smá pressu þar því það var ekkert að ganga að reyna spila okkur í gegn. Við náðum ekkert að koma nógu mörgum boltum þarna inn þannig það voru svona ákveðin vonbrigði að koma boltanum ekki inn í boxið og búa til smá kraðak þar og smá læti, reyna svona að troða honum í netið.“
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira