Grét með gullið eftir að hafa endað 36 ára bið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 11:01 Tilfinningarnar flæddu hjá Daniel Wiffen á verðlaunapallinum og hér sést hann þurrka tárin. Getty/Brendan Moran/ Daniel Wiffen varð í gærkvöldi fyrsti íþróttamaðurinn frá Norður-Írlandi til að vinna Ólympíugull í heil 36 ár. Wiffen vann þá 800 metra skriðsund karla en hann kom í mark 0,56 sekúndum á undan Bandaríkjamanninum Bobby Finke. Hinn 23 ára gamli Wiffen tryggði sér sigurinn sem svakalegum endaspretti og með því náði hann að setja nýtt Ólympíumet en hann kom í mark á 7:38.19 mín. „Ég skrifaði niður: Ég ætla að komast í sögubækurnar. Það er einmitt það sem ég gerði,“ sagði Wiffen við BBC. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Norður-Íra síðan á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 þegar Stephen Martin og Jimmy Kirkwood voru í gullliði Breta í hokkí. Wiffen komst óvænt inn á Ólympíuleikana í Tókýó fyrir þremur árum og hefur síðan byggt ofan á það. „Ef ég segi eins og er þá hefur þetta verið þriggja ára plan. Mitt markmið var að bæta mig og bæta mig þar til ég yrði Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. „Við fórum úr því að enda í fjórtánda sæti á síðustu Ólympíuleikum, í að komast í úrslitin á HM, vinna verðlaun á Samveldisleikunum, verða fjórði á HM, verða þrefaldur Evrópumeistari, setja heimsmet, verða tvöfaldur heimsmeistari og nú vinna Ólympíugull,“ sagði Wiffen. „Hvað get ég sagt? Ég er búinn að vinna allt,“ sagði Wiffen. „Þetta er draumur að rætast. Börn dreymir um að verða Ólympíumeistari og ég var að verða Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT NI (@bbcsportni) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Wiffen vann þá 800 metra skriðsund karla en hann kom í mark 0,56 sekúndum á undan Bandaríkjamanninum Bobby Finke. Hinn 23 ára gamli Wiffen tryggði sér sigurinn sem svakalegum endaspretti og með því náði hann að setja nýtt Ólympíumet en hann kom í mark á 7:38.19 mín. „Ég skrifaði niður: Ég ætla að komast í sögubækurnar. Það er einmitt það sem ég gerði,“ sagði Wiffen við BBC. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Norður-Íra síðan á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 þegar Stephen Martin og Jimmy Kirkwood voru í gullliði Breta í hokkí. Wiffen komst óvænt inn á Ólympíuleikana í Tókýó fyrir þremur árum og hefur síðan byggt ofan á það. „Ef ég segi eins og er þá hefur þetta verið þriggja ára plan. Mitt markmið var að bæta mig og bæta mig þar til ég yrði Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. „Við fórum úr því að enda í fjórtánda sæti á síðustu Ólympíuleikum, í að komast í úrslitin á HM, vinna verðlaun á Samveldisleikunum, verða fjórði á HM, verða þrefaldur Evrópumeistari, setja heimsmet, verða tvöfaldur heimsmeistari og nú vinna Ólympíugull,“ sagði Wiffen. „Hvað get ég sagt? Ég er búinn að vinna allt,“ sagði Wiffen. „Þetta er draumur að rætast. Börn dreymir um að verða Ólympíumeistari og ég var að verða Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT NI (@bbcsportni)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira