Segist ekki geta ábyrgst öryggi þeirra sem dvelja næturlangt í Grindavík Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 08:40 Uppfært hættumatskort. Veðurstofa Íslands Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann ítrekar meðal annars að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. „Lögreglustjóri mælir alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum. Svæði með óásættanlegri áhættu er sýnt á meðfylgjandi korti. Svæði austan Víkurbrautar og norðan Austurvegar. Þar dvelji enginn að næturlagi,“ segir í undirstrikuðum og sérstaklega merktum skilaboðum í tilkynningunni. „Fáir Grindvíkingar kjósa að dvelja í bænum næturlangt en dvalið var í 34 húsum síðastliðna nótt. Lögreglustjóri mælir alls ekki með því og getur ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður.“ Þá er einnig undirstrikað að í Grindavík sé talin mjög mikil hætta á jarðfalli ofan í sprungur, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gasmengun. Gosopnun innan Grindavíkur sé ekki útilokuð. Póstinum fylgir uppfært hættumatskort frá því í gær, sem gildir til 6. ágúst. Hættumatið er óbreytt frá því í síðustu viku. „Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi eru auknar líkur á eldgosi. Aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Jarðskjálftum fer hægt fjölgandi á Sundhnúksgígaröðinni. Samkvæmt líkanareikningum er talinn vera nægur þrýstingur til að koma af stað nýjum atburði á næstu dögum. GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisi. Samhliða jarðskjálftavirkni geta þær upplýsingar bent til þess að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningunni. „Tilefni er til þess að hafa áhyggjur af því að hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík. Þannig er möguleiki á að hraun sem kæmi upp úr gosopi norðan varnargarða ofan bæjarins geti leitað ofan í sprungukerfi sunnan Hagafells og leitt hraunstraum inn fyrir bæjarmörkin. Þá er ekki hægt að útiloka að gossprunga geti opnast inn í Grindavík. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Veðurstofunnar.“ Starfsemi er í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn en á starfssvæði Bláa lónsins er nú þéttriðið net gasmæla. Fulltrúar umræddra fyrirtækja sitja fundi aðgerðarstjórnar og vettvangsstjórnar en hætta á svæðinu er nú talin töluverð og mikil hætta á hraunflæði og gasmengun. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Lögreglustjóri mælir alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum. Svæði með óásættanlegri áhættu er sýnt á meðfylgjandi korti. Svæði austan Víkurbrautar og norðan Austurvegar. Þar dvelji enginn að næturlagi,“ segir í undirstrikuðum og sérstaklega merktum skilaboðum í tilkynningunni. „Fáir Grindvíkingar kjósa að dvelja í bænum næturlangt en dvalið var í 34 húsum síðastliðna nótt. Lögreglustjóri mælir alls ekki með því og getur ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður.“ Þá er einnig undirstrikað að í Grindavík sé talin mjög mikil hætta á jarðfalli ofan í sprungur, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gasmengun. Gosopnun innan Grindavíkur sé ekki útilokuð. Póstinum fylgir uppfært hættumatskort frá því í gær, sem gildir til 6. ágúst. Hættumatið er óbreytt frá því í síðustu viku. „Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi eru auknar líkur á eldgosi. Aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Jarðskjálftum fer hægt fjölgandi á Sundhnúksgígaröðinni. Samkvæmt líkanareikningum er talinn vera nægur þrýstingur til að koma af stað nýjum atburði á næstu dögum. GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisi. Samhliða jarðskjálftavirkni geta þær upplýsingar bent til þess að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningunni. „Tilefni er til þess að hafa áhyggjur af því að hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík. Þannig er möguleiki á að hraun sem kæmi upp úr gosopi norðan varnargarða ofan bæjarins geti leitað ofan í sprungukerfi sunnan Hagafells og leitt hraunstraum inn fyrir bæjarmörkin. Þá er ekki hægt að útiloka að gossprunga geti opnast inn í Grindavík. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Veðurstofunnar.“ Starfsemi er í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn en á starfssvæði Bláa lónsins er nú þéttriðið net gasmæla. Fulltrúar umræddra fyrirtækja sitja fundi aðgerðarstjórnar og vettvangsstjórnar en hætta á svæðinu er nú talin töluverð og mikil hætta á hraunflæði og gasmengun.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira