„Þetta gekk ágætlega, takk fyrir mig“ Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 31. júlí 2024 16:09 Guðni Th. Jóhannesson lætur af embætti forseta á morgun, eftir átta ár í embætti. Vísir/Arnar Guðni Th. Jóhannesson segir einstakt að hafa fylgt þjóðinni síðustu átta ár, og segir embættistíð sína hafa gengið ágætlega. Hann segist ekki hafa ætlað að verða forseti, en stjörnurnar hafi raðast upp á tiltekinn hátt og hann hafi staðið frammi fyrir því að geta orðið þjóðhöfðingi. Guðni lætur af embætti forseta Íslands á morgun. „Ég þakka öllum þeim sem ég hef unnið með, þótt ábyrgðin í þessu embætti sé ætíð á herðum manns sjálfs og einskis annars hef ég notið þess heiðurs og ánægju að vinna með svo mörgum. Mínu starfsfólki, embættismönnum, ráðherrum og þingmönnum, svo nokkur dæmi séu nefnd,“ segir Guðni, sem fór yfir farinn veg með fréttamanni Stöðvar 2 í dag. Hann óskar nýjum forseta og öllu hennar fólki velfarnaðar, sem og allri þjóðinni. „Alltaf hef ég skilið hvern einasta dag, hversu mikill heiður það er að gegna embætti forseta Íslands,“ segir Guðni. Þá sé ágætt að geta sagt: „Þetta gekk ágætlega, takk fyrir mig.“ Hlakkar til næstu verkefna Guðni segir að auðvitað sjái hann eftir ýmsu, það sé alltaf svo sama hvaða starfi maður gegni. Hann geti tínt hitt og þetta til, ákvarðanir sem vörðuðu hans atbeina, ákvarðanir um það hvað hann geri, hvernig hann bregðist við beiðnum, stjórnarmyndunarviðræður, og staðfestingar á ákvörðunum ráðherra, svo dæmi séu tekin. Guðni fundar með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/Vilhelm Þar fyrir utan hafi komið fyrir að hann hefði viljað eiga meiri tíma með sínum nánustu. Það einskorðist þó ekki við forsetaembættið segir hann. „Það liggur við að maður sé því miður í þannig samfélagi að við getum ekki alltaf leyft okkur að hlúa að því sem er okkur kærast,“ segir hann. „En núna er mér efst í huga að horfa fram á veg og hlakka til næstu verkefna. Ég á mér auðvitað þá von að okkur muni farnast vel hér á þessu landi. Ég horfi meira fram á við en um öxl núna, þótt þetta séu auðvitað tímamót,“ segir Guðni. Sjálfstraust megi ekki verða að drambi eða oflæti Guðni kveðst ekki hafa leitt hugann að því hverju hann væri sérstaklega stoltur af í sinni embættistíð. „Á hinn boginn get ég leyft mér að líta glaður um öxl, jafnvel stoltur,“ segir Guðni. „Mér finnst brýnt hjá okkur, hverjum og einum og jafnvel samfélaginu í heild, að við náum jafnvægi milli þess að búa yfir ríku sjálfstrausti, en fyllast ekki drambi eða oflæti. Þannig ég geri mér manna best grein fyrir því að ég er ekki fullkominn, en ég bý þó yfir því sjálfsöryggi og þeirri skynsemi að geta sagt við sjálfan mig og aðra, að ég hafi gegnt þessu embætti ágætlega,“ segir Guðni. Guðni á leið að kjörstað árið 2020, þegar hann sóttist eftir endurkjöri. Mikil alþýðlegheit eru meðal þess sem einkennt hefur embættistíð Guðna.Vísir/Vilhelm „Ég ætlaði ekkert að verða forseti. Ég átti mér ekki þannig draum, en stjörnurnar röðuðust upp á tiltekinn hátt, og þegar maður stendur frammi fyrir þeirri spurningu að þurfa gera upp við sig hvort maður vilji gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, og eiga jafnvel ríka von um sigur, þá er þetta nánast eins og í hringadrottinssögu þegar þú færð hringinn á fingurinn, þá tekur hann yfir,“ segir Guðni. Meira sem sameinar okkur en sundrar Síðan hafi hann orðið forseti og staðið frammi fyrir spurningunni: Hvað vil ég gera? Þá hafi hann viljað vera í nánum tengslum við fólkið í landinu. „Þrátt fyrir allt sem skilur okkur að, ríkidæmi eða fátækt, höfuðborgarsvæði eða landsbyggð, rætur á Íslandi eða úti í löndum, kyn eða hvaðeina, þá eigum við að finna að það er þrátt fyrir allt meira sem sameinar okkur en það sem sundrar. Guðna finnst að það sem eigi að sameina okkur, sé sátt um tiltekin grundvallaratriði. Helst það, að samfélagið eigi að veita öllum tækifæri til að sýna sjálfum sér og öðrum hvað í manni býr. Þá sé það einnig annars vegar ábyrgð hvers og eins á eigin lífi, og hins vegar samhjálp og samkennd. „Við eigum öll okkar drauma, við eigum öll okkar þrár og leyfum þá fólki að elta drauminn. En þurfi fólk aðstoð þá veitum við hana. Þetta er það sem ég hef lagt áherslu á á öllum mínum opinbera vettvangi,“ segir Guðni. Guðni hélt til Danmerkur í maí þar sem hann átti kveðjufund með Margréti Þórhildi Danadrottningu.Danska konungshöllin Hefur kappkostað að vara við öfgahyggju, útlendingahatri og þjóðrembu Guðni kveðst hafa kappkostað úti í heimi að segja fólki að Ísland sé frábært land, og að á Íslandi búi frábær þjóð, þó ekki gallalaus. Þá hafi hann einnig kappkostað að vara við öfgahyggju, tortryggni í garð annarra, útlendingahatri og þjóðrembu. „Við getum öll fyllst heilbrigðri ættjarðarást, en á sama hátt lýst andúð og unnið gegn hvers kyns ofbeldi, illsku og hatri,“ segir Guðni. Guðni hefur kappkostað að vara við útlendingahatri og þjóðrembu.Vísir/Arnar Þetta hafi hann gert á grundvelli þess að hann er sagnfræðingur að mennt, og viti þess vegna hversu miklum skaða öfgafull þjóðerniskennd getur valdið, og hvernig tilteknir þjóðarleiðtogar hafa misnotað söguna til að segja við sitt fólk: „Annað hvort sameinist þið mér eða þið eruð óvinir ríkisins. Við þurfum að sameinast gegn ógn að utan, annars er voðinn vís.“ „Öll þau sem nota söguna svona í sínum pólitíska málflutningi vinna samfélaginu öllu mikið ógagn, og við hin verðum að berjast á móti,“ segir Guðni. „Ég lét þetta sem vind um eyru þjóta. Mér finnst bara út í hött að ég fari að setja mitt embætti á sama stall,“ segir Guðni, er hann var inntur eftir viðbrögðum við nýlegri nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar. Guðni hélt sinn síðasta ríkisráðsfund í dag.Vísir/Elín Vel ígrundað að mæta á sniðgöngutónleika Guðni mætti eins og frægt er orðið á Eurovision-sniðgöngutónleika sem haldnir voru í Háskólabíó á sama tíma og Ísland keppti í Eurovision í maí. Tónleikarnir voru haldnir sem samstöðutónleikar, þar sem allur ágóði rann til mannúðaraðstoðar á Gasa í gegnum Unicef og Rauða Krossinn. Hann segir að það hafi verið vel ígrunduð ákvörðun að mæta. „Já. Táknrænar aðgerðir hafa engin áhrif ef enginn tekur eftir þeim. Þarna vissi ég að þessi aðgerð myndi hafa áhrif,“ segir Guðni. Hins vegar hafi hann ekki viljað að Hera Björk þyrfti að gjalda fyrir það að verða fulltrúi Íslands í þessari keppni. „Og ég sagði henni það þegar ég bauð henni hingað á Bessastaði og við áttum gott spjall,“ segir Guðni. Lýðheilsumál eru Guðna ofarlega í huga, en hann er mikill hlaupagarpur sjálfur. Í fyrra efndi hann til nýrra verðlauna, íslensku lýðheilsuverðlaunanna.Vísir/Vilhelm „Mér þykir ekki sómi af því þegar fólk ræðst að einni tiltekinni persónu vegna máls sem þarf að skoða í miklu stærra samhengi,“ segir Guðni. „En ef þú ætlar að gegna þessu embætti þannig að þú óttist alltaf viðbrögð einhvers, þá er betur heima setið en af stað farið,“ segir Guðni. Óforskammað af bílaumboðinu Guðni segir að hann viti að Halla Tómasdóttir hafi aldrei ætlað að láta myndina birtast, sem Brimborg birti af þeim verðandi forsetahjónum þegar þau keyptu sér nýjan bíl, og olli miklu fjaðrafoki í samfélaginu. Hann sjálfur fari varla út úr húsi án þess að vera beðinn um mynd af einhverju tagi, og þá segi hann „þú mátt ekki nota hana“ og segist vita að Halla hafi gert það líka. „Svo finnst mér óforskammað af þessu ágæta bílaumboði, að sko halda áfram að nota þessa sögu,“ segir hann. Guðni tók við embætti forseta Íslands fyrir átta árum síðan, en hér að neðan má sjá frétt Stöðvar tvö um innsetningarathöfn Guðna. Þýðir ekkert að sveiflast eins og lauf í vindi „Við erum öll manneskjur af holdi og blóði sama hvaða embætti við gegnum að hverju sinni eða hvar við erum í samfélaginu,“ segir Guðni. Honum hafi langoftast liðið vel í embætti, en hefði verið spurt að því sama þegar hann var kennari í háskólanum hefði svarið verið það sama. Stundum líði okkur illa og stundum séum við í sjöunda himni. „Það segir sig sjálft að gegna embætti þar sem maður er alltaf í sviðsljosinu, að ef maður ætti alltaf að sveiflast eins og lauf í vindi eða vakna milli vonar og ótta um það hvað kynni að vera sagt um mann í dag, þá er úti um mann.“ Hann bætir því við, að honum finnist það á sinn hátt sorglegt ef samfélagið þróast í þá átt að þau sem gegni áberandi hlutverki í samfélaginu þurfi alltaf að byggja upp harðan skráp. „Því ég held að samfélaginu sé ekki endilega best stjórnað af fólki sem er með harðan skráp,“ segir hann. „Hér hefur verið gott að búa, við höfum verið hér með yndislegt lið okkur við hlið, vini og samstarfsfólk. En við þurfum að flytja eins og gengur og gerist, og við hlökkum til þess,“ segir Guðni að lokum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
„Ég þakka öllum þeim sem ég hef unnið með, þótt ábyrgðin í þessu embætti sé ætíð á herðum manns sjálfs og einskis annars hef ég notið þess heiðurs og ánægju að vinna með svo mörgum. Mínu starfsfólki, embættismönnum, ráðherrum og þingmönnum, svo nokkur dæmi séu nefnd,“ segir Guðni, sem fór yfir farinn veg með fréttamanni Stöðvar 2 í dag. Hann óskar nýjum forseta og öllu hennar fólki velfarnaðar, sem og allri þjóðinni. „Alltaf hef ég skilið hvern einasta dag, hversu mikill heiður það er að gegna embætti forseta Íslands,“ segir Guðni. Þá sé ágætt að geta sagt: „Þetta gekk ágætlega, takk fyrir mig.“ Hlakkar til næstu verkefna Guðni segir að auðvitað sjái hann eftir ýmsu, það sé alltaf svo sama hvaða starfi maður gegni. Hann geti tínt hitt og þetta til, ákvarðanir sem vörðuðu hans atbeina, ákvarðanir um það hvað hann geri, hvernig hann bregðist við beiðnum, stjórnarmyndunarviðræður, og staðfestingar á ákvörðunum ráðherra, svo dæmi séu tekin. Guðni fundar með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/Vilhelm Þar fyrir utan hafi komið fyrir að hann hefði viljað eiga meiri tíma með sínum nánustu. Það einskorðist þó ekki við forsetaembættið segir hann. „Það liggur við að maður sé því miður í þannig samfélagi að við getum ekki alltaf leyft okkur að hlúa að því sem er okkur kærast,“ segir hann. „En núna er mér efst í huga að horfa fram á veg og hlakka til næstu verkefna. Ég á mér auðvitað þá von að okkur muni farnast vel hér á þessu landi. Ég horfi meira fram á við en um öxl núna, þótt þetta séu auðvitað tímamót,“ segir Guðni. Sjálfstraust megi ekki verða að drambi eða oflæti Guðni kveðst ekki hafa leitt hugann að því hverju hann væri sérstaklega stoltur af í sinni embættistíð. „Á hinn boginn get ég leyft mér að líta glaður um öxl, jafnvel stoltur,“ segir Guðni. „Mér finnst brýnt hjá okkur, hverjum og einum og jafnvel samfélaginu í heild, að við náum jafnvægi milli þess að búa yfir ríku sjálfstrausti, en fyllast ekki drambi eða oflæti. Þannig ég geri mér manna best grein fyrir því að ég er ekki fullkominn, en ég bý þó yfir því sjálfsöryggi og þeirri skynsemi að geta sagt við sjálfan mig og aðra, að ég hafi gegnt þessu embætti ágætlega,“ segir Guðni. Guðni á leið að kjörstað árið 2020, þegar hann sóttist eftir endurkjöri. Mikil alþýðlegheit eru meðal þess sem einkennt hefur embættistíð Guðna.Vísir/Vilhelm „Ég ætlaði ekkert að verða forseti. Ég átti mér ekki þannig draum, en stjörnurnar röðuðust upp á tiltekinn hátt, og þegar maður stendur frammi fyrir þeirri spurningu að þurfa gera upp við sig hvort maður vilji gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, og eiga jafnvel ríka von um sigur, þá er þetta nánast eins og í hringadrottinssögu þegar þú færð hringinn á fingurinn, þá tekur hann yfir,“ segir Guðni. Meira sem sameinar okkur en sundrar Síðan hafi hann orðið forseti og staðið frammi fyrir spurningunni: Hvað vil ég gera? Þá hafi hann viljað vera í nánum tengslum við fólkið í landinu. „Þrátt fyrir allt sem skilur okkur að, ríkidæmi eða fátækt, höfuðborgarsvæði eða landsbyggð, rætur á Íslandi eða úti í löndum, kyn eða hvaðeina, þá eigum við að finna að það er þrátt fyrir allt meira sem sameinar okkur en það sem sundrar. Guðna finnst að það sem eigi að sameina okkur, sé sátt um tiltekin grundvallaratriði. Helst það, að samfélagið eigi að veita öllum tækifæri til að sýna sjálfum sér og öðrum hvað í manni býr. Þá sé það einnig annars vegar ábyrgð hvers og eins á eigin lífi, og hins vegar samhjálp og samkennd. „Við eigum öll okkar drauma, við eigum öll okkar þrár og leyfum þá fólki að elta drauminn. En þurfi fólk aðstoð þá veitum við hana. Þetta er það sem ég hef lagt áherslu á á öllum mínum opinbera vettvangi,“ segir Guðni. Guðni hélt til Danmerkur í maí þar sem hann átti kveðjufund með Margréti Þórhildi Danadrottningu.Danska konungshöllin Hefur kappkostað að vara við öfgahyggju, útlendingahatri og þjóðrembu Guðni kveðst hafa kappkostað úti í heimi að segja fólki að Ísland sé frábært land, og að á Íslandi búi frábær þjóð, þó ekki gallalaus. Þá hafi hann einnig kappkostað að vara við öfgahyggju, tortryggni í garð annarra, útlendingahatri og þjóðrembu. „Við getum öll fyllst heilbrigðri ættjarðarást, en á sama hátt lýst andúð og unnið gegn hvers kyns ofbeldi, illsku og hatri,“ segir Guðni. Guðni hefur kappkostað að vara við útlendingahatri og þjóðrembu.Vísir/Arnar Þetta hafi hann gert á grundvelli þess að hann er sagnfræðingur að mennt, og viti þess vegna hversu miklum skaða öfgafull þjóðerniskennd getur valdið, og hvernig tilteknir þjóðarleiðtogar hafa misnotað söguna til að segja við sitt fólk: „Annað hvort sameinist þið mér eða þið eruð óvinir ríkisins. Við þurfum að sameinast gegn ógn að utan, annars er voðinn vís.“ „Öll þau sem nota söguna svona í sínum pólitíska málflutningi vinna samfélaginu öllu mikið ógagn, og við hin verðum að berjast á móti,“ segir Guðni. „Ég lét þetta sem vind um eyru þjóta. Mér finnst bara út í hött að ég fari að setja mitt embætti á sama stall,“ segir Guðni, er hann var inntur eftir viðbrögðum við nýlegri nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar. Guðni hélt sinn síðasta ríkisráðsfund í dag.Vísir/Elín Vel ígrundað að mæta á sniðgöngutónleika Guðni mætti eins og frægt er orðið á Eurovision-sniðgöngutónleika sem haldnir voru í Háskólabíó á sama tíma og Ísland keppti í Eurovision í maí. Tónleikarnir voru haldnir sem samstöðutónleikar, þar sem allur ágóði rann til mannúðaraðstoðar á Gasa í gegnum Unicef og Rauða Krossinn. Hann segir að það hafi verið vel ígrunduð ákvörðun að mæta. „Já. Táknrænar aðgerðir hafa engin áhrif ef enginn tekur eftir þeim. Þarna vissi ég að þessi aðgerð myndi hafa áhrif,“ segir Guðni. Hins vegar hafi hann ekki viljað að Hera Björk þyrfti að gjalda fyrir það að verða fulltrúi Íslands í þessari keppni. „Og ég sagði henni það þegar ég bauð henni hingað á Bessastaði og við áttum gott spjall,“ segir Guðni. Lýðheilsumál eru Guðna ofarlega í huga, en hann er mikill hlaupagarpur sjálfur. Í fyrra efndi hann til nýrra verðlauna, íslensku lýðheilsuverðlaunanna.Vísir/Vilhelm „Mér þykir ekki sómi af því þegar fólk ræðst að einni tiltekinni persónu vegna máls sem þarf að skoða í miklu stærra samhengi,“ segir Guðni. „En ef þú ætlar að gegna þessu embætti þannig að þú óttist alltaf viðbrögð einhvers, þá er betur heima setið en af stað farið,“ segir Guðni. Óforskammað af bílaumboðinu Guðni segir að hann viti að Halla Tómasdóttir hafi aldrei ætlað að láta myndina birtast, sem Brimborg birti af þeim verðandi forsetahjónum þegar þau keyptu sér nýjan bíl, og olli miklu fjaðrafoki í samfélaginu. Hann sjálfur fari varla út úr húsi án þess að vera beðinn um mynd af einhverju tagi, og þá segi hann „þú mátt ekki nota hana“ og segist vita að Halla hafi gert það líka. „Svo finnst mér óforskammað af þessu ágæta bílaumboði, að sko halda áfram að nota þessa sögu,“ segir hann. Guðni tók við embætti forseta Íslands fyrir átta árum síðan, en hér að neðan má sjá frétt Stöðvar tvö um innsetningarathöfn Guðna. Þýðir ekkert að sveiflast eins og lauf í vindi „Við erum öll manneskjur af holdi og blóði sama hvaða embætti við gegnum að hverju sinni eða hvar við erum í samfélaginu,“ segir Guðni. Honum hafi langoftast liðið vel í embætti, en hefði verið spurt að því sama þegar hann var kennari í háskólanum hefði svarið verið það sama. Stundum líði okkur illa og stundum séum við í sjöunda himni. „Það segir sig sjálft að gegna embætti þar sem maður er alltaf í sviðsljosinu, að ef maður ætti alltaf að sveiflast eins og lauf í vindi eða vakna milli vonar og ótta um það hvað kynni að vera sagt um mann í dag, þá er úti um mann.“ Hann bætir því við, að honum finnist það á sinn hátt sorglegt ef samfélagið þróast í þá átt að þau sem gegni áberandi hlutverki í samfélaginu þurfi alltaf að byggja upp harðan skráp. „Því ég held að samfélaginu sé ekki endilega best stjórnað af fólki sem er með harðan skráp,“ segir hann. „Hér hefur verið gott að búa, við höfum verið hér með yndislegt lið okkur við hlið, vini og samstarfsfólk. En við þurfum að flytja eins og gengur og gerist, og við hlökkum til þess,“ segir Guðni að lokum.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent