Jarðfræðingar við Háskóla Íslands sem stóðu að rannsókn um sigdalinn í Grindavík segja tímabært að fylgja eftir reglum um byggingar við misgengi og sprungur og segja mikilvægt að kortleggja þannig svæði á landsvísu. Við heyrum í vísindamanni.
Það er hætt við því að þeir sem eiga ferð með Herjólfi til Vestmannaeyja á laugardaginn fái aðeins í magann yfir veðurspánni. Hún hljóðar upp á 23 m/s í hádeginu en á að lægja með deginum þótt töluvert blási. Við rýnum í veðrið um verslunarmannahelgina.
Þá setur forstjóri hótelkeðju á höfuðborgarsvæðinu fyrirvara við tölur Hagstofunnar um gistinætur í júní. Hann finnur fyrir samdrætti þó staðan sé enn verri úti á landi.
Ólympíuleikarnir í París, hnífaárásin í Southport og morðið á pólitískum leiðtoga Hamas í Íran. Allt í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf.