Von á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku Höllu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. júlí 2024 12:31 Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta íslands á morgun. Vísir/Vilhelm Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu, og því munu sérstakir gestir Höllu fylgjast með úr nýbyggingu þinghússins, Smiðju. Ríkisráð kemur saman klukkan tvö í dag á síðasta fundi ráðsins í embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Embættistíð Guðna lýkur á miðnætti í kvöld, en þá handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra, með forsetavald þar til Halla Tómasdóttir verður sett í embætti síðdegis á morgun. Athöfnin verður að mestu með hefðbundnu sniði að sögn Sigurðar Arnar Guðleifssonar, lögfræðings á skrifstofu stjórnskipunar- og stjórnsýslu hjá forsætisráðuneytinu. „Athöfnin er með hefðbundnum hætti og svipar mjög til þess sem var 2016 en þó með þeirri breytingu að kosningalögum var breytt 2021 þannig að kjörbréf Hæstaréttar er ekki lengur og þess í stað mun formaður landskjörstjórnar, í samræmi við þessa breytingu á kosningalögunum, lýsa kjöri forseta,“ segir Sigurður Örn. Athöfnin hefst með helgihaldi í Dómkirkjunni klukkan 15:30, sem í fyrsta sinn verður sjónvarpað bæði á Austurvelli og í Ríkisútvarpinu. Þaðan verður gengið yfir í þinghúsið þar sem formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta og nýkjörin forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni. „Þar með hefur hún tekið við sem forseti. Þá minnist hún fósturjarðarinnar á svölum Alþingishússins eins og venja er fyrir og heldur ræðu í framhaldi af því í þingsal, og þá þessari formlegu athöfn lokið,“ segir Sigurður. Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við athöfnina, bæði sem verða viðstaddir athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, og þá fylgjast sérstakir gestir Höllu með úr Smiðju. „Það helgast af því að nú komast færri fyrir í þinghúsinu og í þingsal vegna öryggiskrafna Alþingis, af því við urðum að fækka þar og miðla þá út í önnur rými í þinghúsinu, að þá var gripið til þess ráðs að færa þá sérstaka gesti Höllu meira út í Smiðja og gefa henni þá tækifæri til að bjóða fleirum,“ segir Sigurður Örn. Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Ríkisráð kemur saman klukkan tvö í dag á síðasta fundi ráðsins í embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Embættistíð Guðna lýkur á miðnætti í kvöld, en þá handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra, með forsetavald þar til Halla Tómasdóttir verður sett í embætti síðdegis á morgun. Athöfnin verður að mestu með hefðbundnu sniði að sögn Sigurðar Arnar Guðleifssonar, lögfræðings á skrifstofu stjórnskipunar- og stjórnsýslu hjá forsætisráðuneytinu. „Athöfnin er með hefðbundnum hætti og svipar mjög til þess sem var 2016 en þó með þeirri breytingu að kosningalögum var breytt 2021 þannig að kjörbréf Hæstaréttar er ekki lengur og þess í stað mun formaður landskjörstjórnar, í samræmi við þessa breytingu á kosningalögunum, lýsa kjöri forseta,“ segir Sigurður Örn. Athöfnin hefst með helgihaldi í Dómkirkjunni klukkan 15:30, sem í fyrsta sinn verður sjónvarpað bæði á Austurvelli og í Ríkisútvarpinu. Þaðan verður gengið yfir í þinghúsið þar sem formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta og nýkjörin forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni. „Þar með hefur hún tekið við sem forseti. Þá minnist hún fósturjarðarinnar á svölum Alþingishússins eins og venja er fyrir og heldur ræðu í framhaldi af því í þingsal, og þá þessari formlegu athöfn lokið,“ segir Sigurður. Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við athöfnina, bæði sem verða viðstaddir athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, og þá fylgjast sérstakir gestir Höllu með úr Smiðju. „Það helgast af því að nú komast færri fyrir í þinghúsinu og í þingsal vegna öryggiskrafna Alþingis, af því við urðum að fækka þar og miðla þá út í önnur rými í þinghúsinu, að þá var gripið til þess ráðs að færa þá sérstaka gesti Höllu meira út í Smiðja og gefa henni þá tækifæri til að bjóða fleirum,“ segir Sigurður Örn.
Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira