Ótrúlegur styrkur írsku rúgbý konunnar vekur mikla athygli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2024 12:00 Erin King átti ein af flottustu tilþrifum Ólympíuleikanna til þessa þegar hún lyfti liðsfélaga sínum Emily Lane. Getty/Cameron Spencer Það eru hraustar stelpur sem keppa í rúgbý á Ólympíuleikunum í París en hversu sterkar eru þær? Það efast alla vega enginn um styrk hinnar írsku Erin King eftir að myndband með henni fór á flug í netheimum. Erin King og félagar hennar í írska landsliðinu komust í átta liða úrslitin á leikunum en urðu þar að sætta sig við tap á móti Ástralíu. Nýja-Sjáland varð Ólympíumeistari eftir sigur á Kanada í úrslitaleiknum en Bandaríkin vann Ástralíu í bronsleiknum. THE STRENGTH THIS TAKES 😳 Erin King went beast mode on this play for Ireland 😤 pic.twitter.com/GrImcJsNhS— espnW (@espnW) July 30, 2024 Í atvikinu sem svo margir hafa deilt á samfélagsmiðlum má sjá King lyfta liðsfélaga sínum Emily Lane. Hún lyfti Lane upp til að ná boltanum en hún þarf að fara svo hátt að King missir hana aftur fyrir sig. Að öllu eðlilegu væri Emily á leiðinni í jörðina með mögulegum háls- og bakmeiðslum. Hún treysti hins vegar styrk Erinar King sem tókst með ótrúlegum hætti að lyfta henni aftur til baka. Það er ekkert skrýtið að tugir milljónir manna hafi horft á myndbandið. King er aðeins tvítug og því líkleg til að mæta á miklu fleiri Ólympíuleika í framtíðinni. Impresionante la fuerza de Erin King del equipo nacional de rugby de Irlanda. pic.twitter.com/v3LTyvbKbZ— Los Coliseinos (@_LosColiseinos) July 30, 2024 Rugby Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
Það efast alla vega enginn um styrk hinnar írsku Erin King eftir að myndband með henni fór á flug í netheimum. Erin King og félagar hennar í írska landsliðinu komust í átta liða úrslitin á leikunum en urðu þar að sætta sig við tap á móti Ástralíu. Nýja-Sjáland varð Ólympíumeistari eftir sigur á Kanada í úrslitaleiknum en Bandaríkin vann Ástralíu í bronsleiknum. THE STRENGTH THIS TAKES 😳 Erin King went beast mode on this play for Ireland 😤 pic.twitter.com/GrImcJsNhS— espnW (@espnW) July 30, 2024 Í atvikinu sem svo margir hafa deilt á samfélagsmiðlum má sjá King lyfta liðsfélaga sínum Emily Lane. Hún lyfti Lane upp til að ná boltanum en hún þarf að fara svo hátt að King missir hana aftur fyrir sig. Að öllu eðlilegu væri Emily á leiðinni í jörðina með mögulegum háls- og bakmeiðslum. Hún treysti hins vegar styrk Erinar King sem tókst með ótrúlegum hætti að lyfta henni aftur til baka. Það er ekkert skrýtið að tugir milljónir manna hafi horft á myndbandið. King er aðeins tvítug og því líkleg til að mæta á miklu fleiri Ólympíuleika í framtíðinni. Impresionante la fuerza de Erin King del equipo nacional de rugby de Irlanda. pic.twitter.com/v3LTyvbKbZ— Los Coliseinos (@_LosColiseinos) July 30, 2024
Rugby Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira