Draumadagurinn breyttist fljótt í martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 09:30 César Palacios í búningi spænska unglingalandsliðsins. Getty/Seb Daly Einn efnilegasti spænski miðjumaðurinn sleit krossband eftir aðeins fimm mínútur í fyrsta leiknum með Real Madrid. Draumadagur unga knattspyrnumannsins César Palacios breyttist því fljótt í martröð. Hann meiddist illa á hné í fyrsta leik með Real Madrid. Forráðamenn Real óttast nú að þessi nítján ári miðjumaður hafi slitið krossband en hann var staddur með spænska liðinu í æfingaferð í Bandaríkjunum. Í raun var Palacios aðeins búinn að spila í fimm mínútur á Soldier Field í Chicago þegar hann meiddist. Real Madrid tapaði leiknum 1-0 á móti ítalska félaginu AC Milan. Palacios kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Króatann Luka Modric en var síðan tekinn af velli á 52. mínútu og í stað hans kom Álvaro Rodríguez. Rodríguez meiddist síðan sjálfur illa á ökkla og var tekin af velli í lok leiksins. Palacios er einn efnilegasti leikmaður liðsins en Athletic Club sýndi honum mikinn áhuga fyrir nokkrum vikum. Hann er fæddur árið 2004 og hefur skorað sex mörk í tólf leikjum með spænska nítján ára landsliðinu. Hann skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar í þrettán leikjum með Real Madrid í unglingameistaradeild UEFA á síðasta tímabili. Nú bíður hans aðgerð og mikil vinna við að koma sér aftur inn á fótboltavöllinn. Real Madrid mætir Barcelona í næsta leik sínum í æfingaferðinni sem er á morgun í New Jersey. Esto sí que me preocupa y me jode: que el chaval César Palacios debutara y a los 6 minutos se lesionara de la rodilla. Porque, además, Ancelotti dijo luego en rueda de prensa que no tenía buena pinta. Espero que no sea grave.pic.twitter.com/oKDXBk0aoQ— Madrid Sports (@MadridSports_) August 1, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Draumadagur unga knattspyrnumannsins César Palacios breyttist því fljótt í martröð. Hann meiddist illa á hné í fyrsta leik með Real Madrid. Forráðamenn Real óttast nú að þessi nítján ári miðjumaður hafi slitið krossband en hann var staddur með spænska liðinu í æfingaferð í Bandaríkjunum. Í raun var Palacios aðeins búinn að spila í fimm mínútur á Soldier Field í Chicago þegar hann meiddist. Real Madrid tapaði leiknum 1-0 á móti ítalska félaginu AC Milan. Palacios kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Króatann Luka Modric en var síðan tekinn af velli á 52. mínútu og í stað hans kom Álvaro Rodríguez. Rodríguez meiddist síðan sjálfur illa á ökkla og var tekin af velli í lok leiksins. Palacios er einn efnilegasti leikmaður liðsins en Athletic Club sýndi honum mikinn áhuga fyrir nokkrum vikum. Hann er fæddur árið 2004 og hefur skorað sex mörk í tólf leikjum með spænska nítján ára landsliðinu. Hann skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar í þrettán leikjum með Real Madrid í unglingameistaradeild UEFA á síðasta tímabili. Nú bíður hans aðgerð og mikil vinna við að koma sér aftur inn á fótboltavöllinn. Real Madrid mætir Barcelona í næsta leik sínum í æfingaferðinni sem er á morgun í New Jersey. Esto sí que me preocupa y me jode: que el chaval César Palacios debutara y a los 6 minutos se lesionara de la rodilla. Porque, además, Ancelotti dijo luego en rueda de prensa que no tenía buena pinta. Espero que no sea grave.pic.twitter.com/oKDXBk0aoQ— Madrid Sports (@MadridSports_) August 1, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira