Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. ágúst 2024 11:51 Ri segir stjórnvöld í Norður-Kóreu vongóð um að hægt sé að semja um kjarnorkuáætlun landsins við Trump. Getty/Dong-A Ilbo Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. Ri Il Kyuer sagður einn háttsettasti embættismaður Norður-Kóreu til að flýja undan þarlendum stjórnvöldum og hefur hitt Kim Jong-un sjö sinnum. Í viðtali við BBC játar hann að hafa skolfið á beinunum þegar hann hitti leiðtogann fyrst. Hann reyndist hins vegar „brosandi og í góðu skapi“. „Hann hrósaði fólki oft og hló. Hann virðist bara vera eins og venuleg manneskja,“ segir Ri. Ri segist hins vegar sannfærður um að Kim myndi gera allt til að tryggja eigin framtíð, jafnvel þótt það þýddi hörmungar fyrir þjóðina. „Hann hefði getað verið dásamleg manneskja og faðir en að gera hann að guði hefur gert hann að skrýmsli.“ Sjálfur ákvað Ri að flýja með fjölskyldu sína þegar hann var við störf á Kúbu en var neitað um að ferðast til Mexíkó til að fara í aðgerð á hálsi. Hann segir ákvörðunina hafa verið upp á líf og dauða en háttsettir embættismenn séu ýmist dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar eða til dauða ef þeir reyna að komast undan. Kim Jong Un wants Trump back, elite defector tells BBC https://t.co/hA5yItBuAU— BBC News (World) (@BBCWorld) August 2, 2024 Telja stuðning Rússa tímabundinn og horfa til Bandaríkjanna Að sögn Ri eru stjórnvöld meðvituð um að bandalag þeirra og Rússa sé tímabundið. Norðurkóreumenn eru sagðir hafa fengið mat, eldsneyti og mögulega hernaðarlega tækni frá Rússum í staðinn fyrir skotfæri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Eftir stríðið muni Rússar hins vegar líklega fjarlægjast Norður-Kóreu á ný og þarlend stjórnvöld séu sannfærð um að samkomulag við Bandaríkin sé eina leiðin til að tryggja öryggi sitt til framtíðar og forðast innrás. Þau myndu hins vegar aldrei standa við samkomulag sem fæli í sér að kjarnorkuáætlun landsins yrði lögð niður. Ri segir þjóð sína búa við afar þröngan kost en þegar sendifulltrúar Norður-Kóreu undirbjuggu sig undir að snúa heim að loknum kórónuveirufaraldrinum voru þeir beðnir um að taka allt með sér sem þeir gátu, jafnvel notaða tannbursta. Ekkert væri til heima. Þá segir Ri hollustu Norðurkóreumanna við Kim byggja á ótta, ekki sannfæringu. Mörg erfið ár hefðu grafið undan trú fólks á leiðtoga þeirra. „Það er enginn alvöru hollusta við stjórnvöld eða Kim Jong-un lengur; þetta er þvinguð hollusta, þar sem maður verður að vera trúr eða deyja.“ Norður-Kórea Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Ri Il Kyuer sagður einn háttsettasti embættismaður Norður-Kóreu til að flýja undan þarlendum stjórnvöldum og hefur hitt Kim Jong-un sjö sinnum. Í viðtali við BBC játar hann að hafa skolfið á beinunum þegar hann hitti leiðtogann fyrst. Hann reyndist hins vegar „brosandi og í góðu skapi“. „Hann hrósaði fólki oft og hló. Hann virðist bara vera eins og venuleg manneskja,“ segir Ri. Ri segist hins vegar sannfærður um að Kim myndi gera allt til að tryggja eigin framtíð, jafnvel þótt það þýddi hörmungar fyrir þjóðina. „Hann hefði getað verið dásamleg manneskja og faðir en að gera hann að guði hefur gert hann að skrýmsli.“ Sjálfur ákvað Ri að flýja með fjölskyldu sína þegar hann var við störf á Kúbu en var neitað um að ferðast til Mexíkó til að fara í aðgerð á hálsi. Hann segir ákvörðunina hafa verið upp á líf og dauða en háttsettir embættismenn séu ýmist dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar eða til dauða ef þeir reyna að komast undan. Kim Jong Un wants Trump back, elite defector tells BBC https://t.co/hA5yItBuAU— BBC News (World) (@BBCWorld) August 2, 2024 Telja stuðning Rússa tímabundinn og horfa til Bandaríkjanna Að sögn Ri eru stjórnvöld meðvituð um að bandalag þeirra og Rússa sé tímabundið. Norðurkóreumenn eru sagðir hafa fengið mat, eldsneyti og mögulega hernaðarlega tækni frá Rússum í staðinn fyrir skotfæri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Eftir stríðið muni Rússar hins vegar líklega fjarlægjast Norður-Kóreu á ný og þarlend stjórnvöld séu sannfærð um að samkomulag við Bandaríkin sé eina leiðin til að tryggja öryggi sitt til framtíðar og forðast innrás. Þau myndu hins vegar aldrei standa við samkomulag sem fæli í sér að kjarnorkuáætlun landsins yrði lögð niður. Ri segir þjóð sína búa við afar þröngan kost en þegar sendifulltrúar Norður-Kóreu undirbjuggu sig undir að snúa heim að loknum kórónuveirufaraldrinum voru þeir beðnir um að taka allt með sér sem þeir gátu, jafnvel notaða tannbursta. Ekkert væri til heima. Þá segir Ri hollustu Norðurkóreumanna við Kim byggja á ótta, ekki sannfæringu. Mörg erfið ár hefðu grafið undan trú fólks á leiðtoga þeirra. „Það er enginn alvöru hollusta við stjórnvöld eða Kim Jong-un lengur; þetta er þvinguð hollusta, þar sem maður verður að vera trúr eða deyja.“
Norður-Kórea Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira