Franska hetjan með miklu fleiri gull en allir þeir bandarísku til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 09:30 Leon Marchand kominn með fjórða gullið um hálsinn og hlustar á gríðarlegan fögnuð landa sinna í stúkunni. Getty/Quinn Rooney/ Franski sundmaðurinn Leon Marchand er langsigursælasti íþróttamaður Ólympíuleikanna í París til þessa en hann vann sín fjórðu gullverðlaun í gær. Marchand vann í gær 200 metra fjórsund en hann fékk frábæran stuðning frá frönskum áhorfendum allt mótið og stemningin hefur verið rosaleg í sundlauginni þegar hann keppir. Fjögur sund, fjögur gull, fjögur met Marchand kom í mark á 1.54.06 mín. sem er næsthraðasti tími sögunnar í þessari grein. Það er aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá þrettán ára heimsmeti Ryan Lochte. Þetta var aftur á móti nýtt Ólympíumet en Marchand hefur slegið það met í öllum fjórum gullsundum sínum. Hann vann einnig 400 metra fjórsund, 200 metra flugsund og 200 metra bringusund. Tvö síðustu gullverðlaunin vann hann á sama kvöldið. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Í hóp með Phelps og Spitz Hinn 22 ára gamli Marchand hefur unnið hug og hjörtu frönsku þjóðarinnar á þessum leikum og hefur nú komið sér í hóp með þeim Michael Phelps og Mark Spitz. Þessir þrír eru þeir sem hafa náð að vinna fjögur einstaklingsgull á einum Ólympíuleikum. „Það er klikkað. Þessir gæjar eru goðsagnir. Goðsagnir í sinni íþrótt. Það er bara klikkað að vera borinn saman við þessa stráka. Ég átti mig ekki alveg á þessu núna. Kannski geri ég það eftir nokkra daga,“ sagði Leon Marchand. Þetta hefur verið fullkomið „Ég vaknaði í morgun fullur af orku. Ég held bara ekki eitt einasta atriði hafi klikkað í þessari viku. Þetta hefur verið fullkomið. Ég hélt aldrei að ég gæti unnið fjögur gullverðlaun. Ég ætlaði að byrja að vinna ein og fékk fjögur tækifæri til þess,“ sagði Marchand. Fjögur gull hjá Marchand á meðan allir sundmenn Bandaríkjanna í karlaflokki hafa bara unnið eitt gull á þessum leikum til þessa og það gull kom í boðsundi. Marchand hefur í raun unnið fleiri einstaklingsgullverðlaun í lauginni heldur en allt bandaríska liðið til samans en bandarísku sundkonurnar hafa unnið þrenn einstaklingsgullverðlaun til samans. Frakkar fögnuðu fjórða gullinu hans í sundhölllinni, heima í stofu en líka út á torgum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Marchand vann í gær 200 metra fjórsund en hann fékk frábæran stuðning frá frönskum áhorfendum allt mótið og stemningin hefur verið rosaleg í sundlauginni þegar hann keppir. Fjögur sund, fjögur gull, fjögur met Marchand kom í mark á 1.54.06 mín. sem er næsthraðasti tími sögunnar í þessari grein. Það er aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá þrettán ára heimsmeti Ryan Lochte. Þetta var aftur á móti nýtt Ólympíumet en Marchand hefur slegið það met í öllum fjórum gullsundum sínum. Hann vann einnig 400 metra fjórsund, 200 metra flugsund og 200 metra bringusund. Tvö síðustu gullverðlaunin vann hann á sama kvöldið. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Í hóp með Phelps og Spitz Hinn 22 ára gamli Marchand hefur unnið hug og hjörtu frönsku þjóðarinnar á þessum leikum og hefur nú komið sér í hóp með þeim Michael Phelps og Mark Spitz. Þessir þrír eru þeir sem hafa náð að vinna fjögur einstaklingsgull á einum Ólympíuleikum. „Það er klikkað. Þessir gæjar eru goðsagnir. Goðsagnir í sinni íþrótt. Það er bara klikkað að vera borinn saman við þessa stráka. Ég átti mig ekki alveg á þessu núna. Kannski geri ég það eftir nokkra daga,“ sagði Leon Marchand. Þetta hefur verið fullkomið „Ég vaknaði í morgun fullur af orku. Ég held bara ekki eitt einasta atriði hafi klikkað í þessari viku. Þetta hefur verið fullkomið. Ég hélt aldrei að ég gæti unnið fjögur gullverðlaun. Ég ætlaði að byrja að vinna ein og fékk fjögur tækifæri til þess,“ sagði Marchand. Fjögur gull hjá Marchand á meðan allir sundmenn Bandaríkjanna í karlaflokki hafa bara unnið eitt gull á þessum leikum til þessa og það gull kom í boðsundi. Marchand hefur í raun unnið fleiri einstaklingsgullverðlaun í lauginni heldur en allt bandaríska liðið til samans en bandarísku sundkonurnar hafa unnið þrenn einstaklingsgullverðlaun til samans. Frakkar fögnuðu fjórða gullinu hans í sundhölllinni, heima í stofu en líka út á torgum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira