Íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2024 09:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa bæði lokið keppni en þau voru fánaberar Íslands á setningarhátíðinni. @isiiceland Keppandi á Ólympíuleikunum í París fór yfir af hverju íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu Íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París gistir flest allt í Ólympíuþorpinu þar sem löndin hafa aðstöðu fyrir sitt fólk og sína starfsmenn. Það er hugsað fyrir öllu í þorpinu og íþróttafólkið getur eytt tímanum þar á meðan það bíður eftir því að keppa á leikunum. Svalar forvitni margra En hvað er hægt að gera í Ólympíuþorpinu? Gríski stangarstökkvarinn Emmanouil Karalis hafði nægan tíma til að kynna sér allt sem var hægt að gera því hann keppti ekki í fyrstu viku Ólympíuleikanna. Karalis svalaði því forvitni margra með því að fara um Ólympíuþorpið og sýna fylgjendum sínum hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á milli keppni og æfinga. Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa öll lokið keppni á leikunum og hafa örugglega nýtt sér eitthvað af þessu á síðustu dögum. Matsalurinn opinn allan sólarhringinn Það sem Karalis sýndi í myndbandi sínu má sjá hér fyrir neðan. Hann sýndi matsalinn sem er opinn allan sólarhringinn en hann sýndi líka hvar hann náði í snjallsímann sinn, fór í matvöruverslunina og heimsótti gjafaverslun leikanna. Allt staðir fyrir íþróttafólkið til að ná sér í allar nauðsynjar. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Það er hægt að láta teikna af sér mynd og fá fría klippingu. Einnig er hægt að fara í flottan líkamsræktarsal til að æfa sig og keppendur þurfa því ekki að fara úr þorpinu til að klára æfingu dagsins. Allt frítt Þá er líka hægt að fá fría drykki og smábita í sérstökum básum en þar er meðal annars hægt að ná sér í gos, vatn, sælgæti, ís, sætabrauð og brauðmeti. Litlir rafbílar eru á ferðinni um þorpið til að spara íþróttafólkinu sporin enda eru flestir að slaka á til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina. Það er líka hægt að hittast á svokölluðum strandklúbbi og fá sér fría bjóra sem er að sjálfsögðu óáfengir. Leikjasalur og næðisherbergi Það er líka sérstakt leiksvæði þar sem eru alls kyns tæki til að skemmta sér eins og fótboltaspil og íshokkíspil. Þar eru líka tölvuleikir. Íþróttafólkið getur bæði náð sér í næði í sérstökum herbergjum en einnig hitt annað íþróttafólk á svæðum fyrir fólk til að hittast og ræða málin. Það er því allt til alls fyrir besta íþróttafólk heims í Ólympíuþorpinu eins og sjá má í myndbandi Grikkjans hér fyrir neðan. @flymanolofly This is how Olympic athletes spend their day at the Olympic Village #olympics #olympicvillage #paris2024 #flymanolofly ♬ Shes homeless - ⭐️ Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugir milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París gistir flest allt í Ólympíuþorpinu þar sem löndin hafa aðstöðu fyrir sitt fólk og sína starfsmenn. Það er hugsað fyrir öllu í þorpinu og íþróttafólkið getur eytt tímanum þar á meðan það bíður eftir því að keppa á leikunum. Svalar forvitni margra En hvað er hægt að gera í Ólympíuþorpinu? Gríski stangarstökkvarinn Emmanouil Karalis hafði nægan tíma til að kynna sér allt sem var hægt að gera því hann keppti ekki í fyrstu viku Ólympíuleikanna. Karalis svalaði því forvitni margra með því að fara um Ólympíuþorpið og sýna fylgjendum sínum hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á milli keppni og æfinga. Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa öll lokið keppni á leikunum og hafa örugglega nýtt sér eitthvað af þessu á síðustu dögum. Matsalurinn opinn allan sólarhringinn Það sem Karalis sýndi í myndbandi sínu má sjá hér fyrir neðan. Hann sýndi matsalinn sem er opinn allan sólarhringinn en hann sýndi líka hvar hann náði í snjallsímann sinn, fór í matvöruverslunina og heimsótti gjafaverslun leikanna. Allt staðir fyrir íþróttafólkið til að ná sér í allar nauðsynjar. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Það er hægt að láta teikna af sér mynd og fá fría klippingu. Einnig er hægt að fara í flottan líkamsræktarsal til að æfa sig og keppendur þurfa því ekki að fara úr þorpinu til að klára æfingu dagsins. Allt frítt Þá er líka hægt að fá fría drykki og smábita í sérstökum básum en þar er meðal annars hægt að ná sér í gos, vatn, sælgæti, ís, sætabrauð og brauðmeti. Litlir rafbílar eru á ferðinni um þorpið til að spara íþróttafólkinu sporin enda eru flestir að slaka á til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina. Það er líka hægt að hittast á svokölluðum strandklúbbi og fá sér fría bjóra sem er að sjálfsögðu óáfengir. Leikjasalur og næðisherbergi Það er líka sérstakt leiksvæði þar sem eru alls kyns tæki til að skemmta sér eins og fótboltaspil og íshokkíspil. Þar eru líka tölvuleikir. Íþróttafólkið getur bæði náð sér í næði í sérstökum herbergjum en einnig hitt annað íþróttafólk á svæðum fyrir fólk til að hittast og ræða málin. Það er því allt til alls fyrir besta íþróttafólk heims í Ólympíuþorpinu eins og sjá má í myndbandi Grikkjans hér fyrir neðan. @flymanolofly This is how Olympic athletes spend their day at the Olympic Village #olympics #olympicvillage #paris2024 #flymanolofly ♬ Shes homeless - ⭐️
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugir milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira