Innlent

Helgi er fundinn heill á húfi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Helgi er fundinn heill á húfi.
Helgi er fundinn heill á húfi. Lögreglan í Vestmannaeyjum

Helgi Ingimar Þórðarson sem hefur verið saknað frá því snemma í morgun er fundinn heill á húfi. Umfangsmikil leit að honum hefur staðið yfir í dag og hefur lögreglan og björgunarsveitarmenn komið að henni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og björgunarbáturinn Þór sömuleiðis ræstur út.

„Hann virðist hafa lagt sig einhvers staðar til svefns á ókunnum stað. Það er búið að afturkalla leitarflokka og þyrlu og björgunarskipið,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Björgunarsveitarmenn leituðu að Helga í hömrunum á vesturströnd Heimaeyjar í dag.Vísir/Viktor Freyr

„Þetta fór eins vel og það gat farið. Við erum afskaplega glaðir með þetta,“ segir hann.

Leitin að Helga hefur staðið yfir frá því í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var gerð út eins og kom fram sem og björgunarbátur. Björgunarsveitarmenn notuðust einnig við flygildi við leitina sem var ansi umfangsmikil en nú er Helgi kominn í leitirnar. 


Tengdar fréttir

Lögregla lýsir eftir Helga

Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni. Helgi er 21 árs gamall, 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænan bomberjakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×