Berjaya Food International er alþjóðlegi armur Berjaya Food Berhad sem rekur meðal annars fjögur hundruð Starbucks-kaffihús í Malasíu og Brúnei. Mbl.is greinir frá þessu.
Fyrirtækið segist ætla sér stóra hluti á Norðurlöndunum, en það hefur einnig tryggt sér réttinn til að reka Starbucks í Danmörku og Finnlandi.
Undir samstæðunni Berjaya er fjöldi félaga, þeirra á meðal Berjaya Land Berhad sem keypti Icelandair Hotels á árunum 2019 og 2021.