Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2024 19:37 Karl Gauti lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. vísir/viktor freyr Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Karl Gauta í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum þar sem margir dvelja sem hafa flúið hvassvirði og rigninu. Karl Gauti segir helgina hafa gengið afskaplega vel frá sjónarhóli löggæslunnar. „Það hefur ekkert stórkostlegt komið upp varðandi afbrot. Þá er ég að tala um líkamsárásir, fíkniefnabrot, kynferðisbrot, þetta hefur allt verið í lágmarki. Við erum til dæmis að finna mun minna af fíkniefnum en vanalega. Engin alvarleg líkamsárás og ekkert tilkynnt kynferðisbrot. Þegar þetta er raunin þá erum við sáttir.“ Staðan í Herjólfshöllinni.vísir/viktor freyr Veðrið hafi hins vegar sett strik í reikninginn. „Það hefur rignt og verið hvasst. Við höfum þurft að bjóða sumum þjóðhátíðargestum hingað inn í þessa höll, sem er í sjálfu sér frábært. Að hafa aðstöðu til að bjóða fólki að vera inni fyrir veðrinu, þeim sem hafa lent í hrakningum,“ segir Karl Gauti. Hann bætir við að hann gruni að fólk skemmti sér jafn vel og vanalega þrátt fyrir veðrið. Varðandi leitina sem fór fram að ungum manni í dag segir Karl Gauti að veðrið hafi ekki haft áhrif á leitina. „Við vorum með dróna og þyrlan á leiðinni. En sem betur fer kom hann í leitirnar og er bara sprækur. Fyrir það þökkum við.“ Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. 4. ágúst 2024 10:59 Aurskriðuhætta og allt að fjörutíu metrar á sekúndu í hviðum Gular veðurviðvaranir ganga í gildi víða á Suður- og Austurlandi síðdegis í dag og í kvöld. Búist er við norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu síðdegis með snörpum vindhviðum við fjöll. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum áður en lagt er af stað. Þá er búist er við úrhellis rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun með tilheyrandi skriðuhættu. Sumarið hefur verið mjög blautt og jarðvegur víða mettaður sem eykur lýkur á skriðuföllum að sögn sérfræðings. 4. ágúst 2024 13:56 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Karl Gauta í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum þar sem margir dvelja sem hafa flúið hvassvirði og rigninu. Karl Gauti segir helgina hafa gengið afskaplega vel frá sjónarhóli löggæslunnar. „Það hefur ekkert stórkostlegt komið upp varðandi afbrot. Þá er ég að tala um líkamsárásir, fíkniefnabrot, kynferðisbrot, þetta hefur allt verið í lágmarki. Við erum til dæmis að finna mun minna af fíkniefnum en vanalega. Engin alvarleg líkamsárás og ekkert tilkynnt kynferðisbrot. Þegar þetta er raunin þá erum við sáttir.“ Staðan í Herjólfshöllinni.vísir/viktor freyr Veðrið hafi hins vegar sett strik í reikninginn. „Það hefur rignt og verið hvasst. Við höfum þurft að bjóða sumum þjóðhátíðargestum hingað inn í þessa höll, sem er í sjálfu sér frábært. Að hafa aðstöðu til að bjóða fólki að vera inni fyrir veðrinu, þeim sem hafa lent í hrakningum,“ segir Karl Gauti. Hann bætir við að hann gruni að fólk skemmti sér jafn vel og vanalega þrátt fyrir veðrið. Varðandi leitina sem fór fram að ungum manni í dag segir Karl Gauti að veðrið hafi ekki haft áhrif á leitina. „Við vorum með dróna og þyrlan á leiðinni. En sem betur fer kom hann í leitirnar og er bara sprækur. Fyrir það þökkum við.“
Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. 4. ágúst 2024 10:59 Aurskriðuhætta og allt að fjörutíu metrar á sekúndu í hviðum Gular veðurviðvaranir ganga í gildi víða á Suður- og Austurlandi síðdegis í dag og í kvöld. Búist er við norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu síðdegis með snörpum vindhviðum við fjöll. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum áður en lagt er af stað. Þá er búist er við úrhellis rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun með tilheyrandi skriðuhættu. Sumarið hefur verið mjög blautt og jarðvegur víða mettaður sem eykur lýkur á skriðuföllum að sögn sérfræðings. 4. ágúst 2024 13:56 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. 4. ágúst 2024 10:59
Aurskriðuhætta og allt að fjörutíu metrar á sekúndu í hviðum Gular veðurviðvaranir ganga í gildi víða á Suður- og Austurlandi síðdegis í dag og í kvöld. Búist er við norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu síðdegis með snörpum vindhviðum við fjöll. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum áður en lagt er af stað. Þá er búist er við úrhellis rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun með tilheyrandi skriðuhættu. Sumarið hefur verið mjög blautt og jarðvegur víða mettaður sem eykur lýkur á skriðuföllum að sögn sérfræðings. 4. ágúst 2024 13:56