Lynch ólíklegur til að leikstýra aftur vegna Covidhræðslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 23:40 David Lynch. Vísir/Getty Bandaríski leikstjórinn David Lynch glímir við langvinna lungnaþembu og hefur gefið það í skyn að hann muni ekki koma til með að leikstýra á ný. Hann hættir sér ekki út vegna hræðslu við það að veikjast af sýkingum líkt og Covid. Frá þessu greindi Lynch í viðtali við tímaritið Sight & Sound. Lynch er 78 ára gamall og segir hræðslu sína við Covid, sem gæti aukið á veikindi hans, gera það að verkum að hann hætti sér ekki úr húsi. Næsta leikstjóraverkefni þyrfti því að vera framkvæmt með fjarbúnaði, eins og hann orðaði það. „Mér myndi ekki líka neitt sérstaklega vel við það,“ segir Lynch. „Ég fékk lungnaþembu eftir að hafa reykt lengi. Þannig ég þarf að dúsa heima hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það væri virkilega slæmt ef ég veikist, jafnvel þótt það væri bara flensa,“ segir Lynch og bætir við að hann geti aðeins gengið í stutta stund í einu. Lungnaþemba myndast í langflestum tilfellum vegna mikilla reykinga. Þá getur óhreint loft, ryk og efnablöndur haft sömu áhrif. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að lungnaþemba verði þriðji algengasti dauðavaldurinn árið 2030. Lynch kom síðast að verkefni í sjónvarpi við leikstjórn þáttanna Twin Peaks: The Return árið 2017. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með leikstjórn bíómynda á borð við Blue Velvet, Mulholland Drive og Lost Highway. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Frá þessu greindi Lynch í viðtali við tímaritið Sight & Sound. Lynch er 78 ára gamall og segir hræðslu sína við Covid, sem gæti aukið á veikindi hans, gera það að verkum að hann hætti sér ekki úr húsi. Næsta leikstjóraverkefni þyrfti því að vera framkvæmt með fjarbúnaði, eins og hann orðaði það. „Mér myndi ekki líka neitt sérstaklega vel við það,“ segir Lynch. „Ég fékk lungnaþembu eftir að hafa reykt lengi. Þannig ég þarf að dúsa heima hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það væri virkilega slæmt ef ég veikist, jafnvel þótt það væri bara flensa,“ segir Lynch og bætir við að hann geti aðeins gengið í stutta stund í einu. Lungnaþemba myndast í langflestum tilfellum vegna mikilla reykinga. Þá getur óhreint loft, ryk og efnablöndur haft sömu áhrif. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að lungnaþemba verði þriðji algengasti dauðavaldurinn árið 2030. Lynch kom síðast að verkefni í sjónvarpi við leikstjórn þáttanna Twin Peaks: The Return árið 2017. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með leikstjórn bíómynda á borð við Blue Velvet, Mulholland Drive og Lost Highway.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein