Konur skipuleggi sig oft í marga mánuði áður en þær koma Bjarki Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2024 21:00 Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/Bjarni Aukning hefur orðið í komum í Kvennaathvarfið síðustu mánuði og hafa rúmlega þrjátíu konur verið þar yfir sumartímann. Framkvæmdastýran telur aukningu í heimilisofbeldi ekki endilega skýringuna. Í Kvennaathvarfinu í Reykjavík hafa 32 konur dvalið í sumar og 28 börn. Aukning hefur orðið í komum þangað síðustu mánuði. Í fyrrasumar var svipaður fjöldi sem leitaði þangað, þó færri með börn. „Það sem hefur verið svona sérstakt er að það hefur verið sérstaklega mikið af börnum og oft fleiri börn en konur í húsi. Akkúrat núna eru níu konur og þrettán börn í húsinu hjá okkur. Þannig það er áhugavert en það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Tekur langan tíma að koma sér úr sambandinu Það á það til að vera meira að gera á sumrin þó það sé allur gangur á því. „Það getur verið oft að konur eru búnar að skipuleggja sig svolítið og vilja að krakkarnir klári skólann áður en þær koma, þær eru að koma utan af landi og annað. Þetta er oft úthugsað og margra mánaða planlegging að fara úr ofbeldissambandi,“ segir Linda. Fleiri sækja í viðtalstíma Þá er Kvennaathvarfið í miðri vitundarvakningu sem gæti spilað inn í. Oft er ekki samræmi milli tilkynninga um heimilisofbeldi og koma kvenna í athvarfið en Ríkislögreglustjóra barst 92 tilkynningar í júlí. Fjölgun er í ofbeldismálum milli maka en fækkun milli fyrrverandi maka. Þá fjölgar þeim sem sækja í viðtalstíma hjá athvarfinu. „Konur sem eru enn þá í sambandi og oft konur sem eru ekki vissar hvort þær séu í ofbeldissambandi og þurfa að skoða það. Þær eiga það til að spila niður aðstæðurnar og það er oft búið að fullvissa þær um að þær séu vandamálið og annað. Þannig það þarf oft að koma og skoða sín mál. Ákveða hvað maður ætlar að gera næst. Sumar eru að vinna sig út úr ofbeldi og aðrar eru að komnar út úr ofbeldissambandi en ofbeldið heldur oft áfram í gegnum börnin og samfélagsmiðla. Þannig þó svo að konur séu búnar að skilja, þá heldur ofbeldið oft áfram,“ segir Linda. Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Í Kvennaathvarfinu í Reykjavík hafa 32 konur dvalið í sumar og 28 börn. Aukning hefur orðið í komum þangað síðustu mánuði. Í fyrrasumar var svipaður fjöldi sem leitaði þangað, þó færri með börn. „Það sem hefur verið svona sérstakt er að það hefur verið sérstaklega mikið af börnum og oft fleiri börn en konur í húsi. Akkúrat núna eru níu konur og þrettán börn í húsinu hjá okkur. Þannig það er áhugavert en það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Tekur langan tíma að koma sér úr sambandinu Það á það til að vera meira að gera á sumrin þó það sé allur gangur á því. „Það getur verið oft að konur eru búnar að skipuleggja sig svolítið og vilja að krakkarnir klári skólann áður en þær koma, þær eru að koma utan af landi og annað. Þetta er oft úthugsað og margra mánaða planlegging að fara úr ofbeldissambandi,“ segir Linda. Fleiri sækja í viðtalstíma Þá er Kvennaathvarfið í miðri vitundarvakningu sem gæti spilað inn í. Oft er ekki samræmi milli tilkynninga um heimilisofbeldi og koma kvenna í athvarfið en Ríkislögreglustjóra barst 92 tilkynningar í júlí. Fjölgun er í ofbeldismálum milli maka en fækkun milli fyrrverandi maka. Þá fjölgar þeim sem sækja í viðtalstíma hjá athvarfinu. „Konur sem eru enn þá í sambandi og oft konur sem eru ekki vissar hvort þær séu í ofbeldissambandi og þurfa að skoða það. Þær eiga það til að spila niður aðstæðurnar og það er oft búið að fullvissa þær um að þær séu vandamálið og annað. Þannig það þarf oft að koma og skoða sín mál. Ákveða hvað maður ætlar að gera næst. Sumar eru að vinna sig út úr ofbeldi og aðrar eru að komnar út úr ofbeldissambandi en ofbeldið heldur oft áfram í gegnum börnin og samfélagsmiðla. Þannig þó svo að konur séu búnar að skilja, þá heldur ofbeldið oft áfram,“ segir Linda.
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira