„Ætla ekki að koma með einhverjar blammeringar hérna“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. ágúst 2024 21:40 Rúnar Páll hefur svo sannarlega ekki misst trú á verkefninu í Árbænum. Vísir/Pawel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var einlægur að vanda og fór um víðan völl þegar hann ræddi leik sinna manna við Breiðablik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Þar á meðal vítasyrnudóminn í fyrsta marki Blika, mögulega styrkingu í framlínu Fylkisliðsins og umræðu um vandræði við að borga laun lærisveina hans. „Mér fannst við bara spila heilt yfir vel í þessum leik. Þeir opnuðu okkur lítið sem ekkert og fá ekki mörg góð færi. Þeir skora fyrsta markið úr víti sem var bara aldrei víti. Það er klárt. Svo skora þeir eftir klafs þar sem Orri Sveinn er blokkaður. Ásgeir gerir svo ekki nógu vel þegar hann fær á sig í vítið í þriðja markinu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. „Eins og áður í sumar þá erum við ekki nógu skilvirkir í sóknarleiknum okkar. Það er ekkert launungarmál að við erum að leita að styrkingu í sóknarlínunni en það gengur hægt. Nikulás Val, sem er öflugur miðjumaður, er að skila fínu framlagi í framlínunni en það vantar brodd þar, það er ljóst. Vonandi náum við að landa sóknarmanni áður en glugginn lokar,“ sagði hann um sóknarleik lærisveina sinna. Það vakti athygli að Fylki sendi frá sér yfirlýsingu um korteri fyrir leik í kvöld þar sem svarað var fyrir umfjöllun Þungavigtarinnar um fjárhagsvandræði félagsins. Rúnar Páll vildi lítið segja um þá yfirlýsingu: „Hvað viltu að ég segi. Koma með einhverjar blammeringar hérna. Nei ég hef ekkert meira að segja um þetta mál en kemur fram í yfirlýsingunni. Við elskum þetta félag og ég er bara í vinnu fyrir Fylki og á meðan svo er þá geri ég mitt besta og legg mig allan fram við mín störf. Við stöndum allir saman í þessu og höfum fulla trú á því að við getum klifrað upp töfluna. Við höfum spilað vel í sumar og ég tel okkur eiga skilið að vera með fleiri stig. Einn til tveir sigurleikir í röð þá ertu kominn um miðja deild og ég er viss um að það muni gerast í næstu leikum. Nú þurfum við, já og þið fjölmiðlamenn líka, að fara að slaka aðeins og einbeita okkur að fótboltanum. Það er bara áfram gakk og næsti leikur sem skipti máli. Við höldum áfram þar til að mótið er búið,“ sagði Rúnar Páll ákveðinn en um leið léttur í lundu. Rúnar Páll útskýrði svo hvers vegna fyrirliði liðsins, Ragnar Bragi Sveinsson, hóf leikinn á varamannabekknum: „Ragnar Bragi er kominn með fjögur spjöld og við héldum að bannið hans myndi taka gildi á þriðjudegi eins og vaninn er. Af þeim sökum vorum við búnir að undirbúa leikinn með Ragnar Braga ekki í byrjunarliðinu. Við vildum ekki breyta því þegar á hólminn var komið og þess vegna byrjaði hann á bekknum,“ sagði þjálfarinn þrautreyndi hreinskilinn. Besta deild karla Fylkir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
„Mér fannst við bara spila heilt yfir vel í þessum leik. Þeir opnuðu okkur lítið sem ekkert og fá ekki mörg góð færi. Þeir skora fyrsta markið úr víti sem var bara aldrei víti. Það er klárt. Svo skora þeir eftir klafs þar sem Orri Sveinn er blokkaður. Ásgeir gerir svo ekki nógu vel þegar hann fær á sig í vítið í þriðja markinu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. „Eins og áður í sumar þá erum við ekki nógu skilvirkir í sóknarleiknum okkar. Það er ekkert launungarmál að við erum að leita að styrkingu í sóknarlínunni en það gengur hægt. Nikulás Val, sem er öflugur miðjumaður, er að skila fínu framlagi í framlínunni en það vantar brodd þar, það er ljóst. Vonandi náum við að landa sóknarmanni áður en glugginn lokar,“ sagði hann um sóknarleik lærisveina sinna. Það vakti athygli að Fylki sendi frá sér yfirlýsingu um korteri fyrir leik í kvöld þar sem svarað var fyrir umfjöllun Þungavigtarinnar um fjárhagsvandræði félagsins. Rúnar Páll vildi lítið segja um þá yfirlýsingu: „Hvað viltu að ég segi. Koma með einhverjar blammeringar hérna. Nei ég hef ekkert meira að segja um þetta mál en kemur fram í yfirlýsingunni. Við elskum þetta félag og ég er bara í vinnu fyrir Fylki og á meðan svo er þá geri ég mitt besta og legg mig allan fram við mín störf. Við stöndum allir saman í þessu og höfum fulla trú á því að við getum klifrað upp töfluna. Við höfum spilað vel í sumar og ég tel okkur eiga skilið að vera með fleiri stig. Einn til tveir sigurleikir í röð þá ertu kominn um miðja deild og ég er viss um að það muni gerast í næstu leikum. Nú þurfum við, já og þið fjölmiðlamenn líka, að fara að slaka aðeins og einbeita okkur að fótboltanum. Það er bara áfram gakk og næsti leikur sem skipti máli. Við höldum áfram þar til að mótið er búið,“ sagði Rúnar Páll ákveðinn en um leið léttur í lundu. Rúnar Páll útskýrði svo hvers vegna fyrirliði liðsins, Ragnar Bragi Sveinsson, hóf leikinn á varamannabekknum: „Ragnar Bragi er kominn með fjögur spjöld og við héldum að bannið hans myndi taka gildi á þriðjudegi eins og vaninn er. Af þeim sökum vorum við búnir að undirbúa leikinn með Ragnar Braga ekki í byrjunarliðinu. Við vildum ekki breyta því þegar á hólminn var komið og þess vegna byrjaði hann á bekknum,“ sagði þjálfarinn þrautreyndi hreinskilinn.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira