Sport

Vel­komin á Pitbull-völlinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pitbull Stadium á eftir að slá í gegn og þegar er hægt að kaupa varning tengdum vellinum. Tónlistarmaðurinn er hér með stjórnendum skólans.
Pitbull Stadium á eftir að slá í gegn og þegar er hægt að kaupa varning tengdum vellinum. Tónlistarmaðurinn er hér með stjórnendum skólans. vísir/getty

Tónlistarmaðurinn Pitbull hefur gert sér lítið fyrir og keypt nafnaréttinn hjá háskólaliði í Flórída.

Skólinn sem seldi Pitbull nafn vallarins er Florida International University. Völlur ruðningsliðs skólans heitir nú Pitbull Stadium.

Samningurinn er til fimm ára og Pitbull greiðir 166 milljónir króna árlega fyrir réttinn.

Þessum samningi fylgja talsverð fríðindi líka fyrir tónlistarmanninn. Vodka sem hann framleiðir verður selt á vellinum, hann fær tvær svítur á vellinum þar sem pláss er fyrir 40 manns. Svo má hann líka nota völlinn fyrir hvað sem er í tíu daga á ári.

Pitbull, sem heitir réttu nafni Armando Perez, er alinn upp í Miami og nálægt vellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem tónlistarmaður kaupir nafnaréttinn á velli í háskólaboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×