Mannúð Þorsteinn Siglaugsson skrifar 7. ágúst 2024 12:01 "There is a crack, a crack in everything. That's how the light gets in." Leonard Cohen, Anthem "Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér." Matt. 25:40 Fyrir fáeinum dögum réðist Ísraelsher á barnaskóla á Gaza og myrti á á fjórða tug kvenna og barna. Í skólanum höfðu þúsundir komið sér fyrir í von um að halda lífi, enda barnaskólar og spítalar ekki lögmæt skotmörk í stríði. En lögmæti flækist ekki fyrir innrásarliðinu sem ítrekað hefur lýst tiltekin svæði örugg fyrir almenna borgara og svo varpað á þau sprengjum fyrirvaralaust. Tilgangurinn er að vega hermenn andstæðinganna, sem stundum dyljast meðal almennra borgara, og engu skiptir hversu mörgum saklausum lífum er fórnað til þess. Tilgangurinn helgar meðalið og virka innihaldsefnið í því meðali er takmarkalaus heift. En blessunarlega þurfa ekki öll palestínsk börn að lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Fáeinum hefur tekist að komast úr landi, sumum jafnvel alla leið til Íslands. Þar á meðal er Yazan, ellefu ára alvarlega veikur drengur. Hér hefur hann fengið aðhlynningu og þá læknishjálp sem honum er nauðsynleg. Hann er á "öruggu" svæði, í landi þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur og er virtur. Eða hvað? Nei, örugga svæðið er ekki öruggt eftir allt saman. Lögfesting Barnasáttmálans er þýðingarlaus, hún er orðin tóm. Drenginn á að senda úr landi, út í óvissuna, og samkvæmt nýjasta úrskurðinum eru ein helstu rökin gegn því að fylgja þekktu fordæmi í svipuðu máli einmitt þau að óvissa er um afdrif hans - hann á ekki vísan dauðdaga! Að baki liggur svo krafan um að hanga á þeirri heimild sem Dyflinnarreglugerðin veitir til að senda flóttafólk til baka til þess lands sem það ferðaðist í gegnum, sú heimild virðist túlkuð eins vítt og mögulegt er. Þegar horft er á þetta mál heildstætt er bersýnilegt að það snýst um siðferðilegt val, valið milli þess að sýna mannúð eða sýna ekki mannúð. En hvað er mannúð? Mannúð er að staldra við og rétta hungruðum betlara ölmusu - jafnvel þótt hann sé bara einn þúsundanna sem hungrar, að bjarga særðu dýri - vitandi að kvalafullur dauðdagi bíður hundruða annarra særðra dýra, að taka á móti veiku barni - einu af milljónum veikra barna. Mannúð snýst um undantekninguna, hún snýst um einstaklinginn. Mannúð snýst um að hafna þeirri kröfu að kröftunum eigi einungis að verja til að berjast fyrir draumaríkinu, draumaríki öreiganna, þjóðarinnar eða kynþáttarins - hinu fullkomna samfélagi. Mannúðin hafnar þeirri kenningu að fátækir geti sjálfum sér um kennt, að aðstoð við hina þurfandi trufli gangverk markaðarins eða hvetji til óábyrgrar hegðunar. Mannúð snýst líka stundum um að fylgja ekki lögum, að sjá í gegnum fingur sér, að láta sára þörf annarrar manneskju hafa forgang fram yfir blinda reglufestu. Hún snýst um að hafna þeirri hugmynd að undantekningin sé hættuleg. Mannúðin er nefnilega andstæða kröfunnar um fullkomleika. Hún er ófullkomleiki, hún er glufa, brestur, sprunga. Mannúðin er sprunga, en hún er sprungan sem hleypir birtunni inn, eins og segir í kvæði Leonards Cohen. Og meðan reglufestan nærist á hugleysinu krefst mannúðin hugrekkis til að taka ábyrgð sem manneskja. Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það bíður enginn tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið - andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn. Viljum við það? Eða höfum við hugrekki til að hafna miskunnarleysinu og sýna mannúð? Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
"There is a crack, a crack in everything. That's how the light gets in." Leonard Cohen, Anthem "Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér." Matt. 25:40 Fyrir fáeinum dögum réðist Ísraelsher á barnaskóla á Gaza og myrti á á fjórða tug kvenna og barna. Í skólanum höfðu þúsundir komið sér fyrir í von um að halda lífi, enda barnaskólar og spítalar ekki lögmæt skotmörk í stríði. En lögmæti flækist ekki fyrir innrásarliðinu sem ítrekað hefur lýst tiltekin svæði örugg fyrir almenna borgara og svo varpað á þau sprengjum fyrirvaralaust. Tilgangurinn er að vega hermenn andstæðinganna, sem stundum dyljast meðal almennra borgara, og engu skiptir hversu mörgum saklausum lífum er fórnað til þess. Tilgangurinn helgar meðalið og virka innihaldsefnið í því meðali er takmarkalaus heift. En blessunarlega þurfa ekki öll palestínsk börn að lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Fáeinum hefur tekist að komast úr landi, sumum jafnvel alla leið til Íslands. Þar á meðal er Yazan, ellefu ára alvarlega veikur drengur. Hér hefur hann fengið aðhlynningu og þá læknishjálp sem honum er nauðsynleg. Hann er á "öruggu" svæði, í landi þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur og er virtur. Eða hvað? Nei, örugga svæðið er ekki öruggt eftir allt saman. Lögfesting Barnasáttmálans er þýðingarlaus, hún er orðin tóm. Drenginn á að senda úr landi, út í óvissuna, og samkvæmt nýjasta úrskurðinum eru ein helstu rökin gegn því að fylgja þekktu fordæmi í svipuðu máli einmitt þau að óvissa er um afdrif hans - hann á ekki vísan dauðdaga! Að baki liggur svo krafan um að hanga á þeirri heimild sem Dyflinnarreglugerðin veitir til að senda flóttafólk til baka til þess lands sem það ferðaðist í gegnum, sú heimild virðist túlkuð eins vítt og mögulegt er. Þegar horft er á þetta mál heildstætt er bersýnilegt að það snýst um siðferðilegt val, valið milli þess að sýna mannúð eða sýna ekki mannúð. En hvað er mannúð? Mannúð er að staldra við og rétta hungruðum betlara ölmusu - jafnvel þótt hann sé bara einn þúsundanna sem hungrar, að bjarga særðu dýri - vitandi að kvalafullur dauðdagi bíður hundruða annarra særðra dýra, að taka á móti veiku barni - einu af milljónum veikra barna. Mannúð snýst um undantekninguna, hún snýst um einstaklinginn. Mannúð snýst um að hafna þeirri kröfu að kröftunum eigi einungis að verja til að berjast fyrir draumaríkinu, draumaríki öreiganna, þjóðarinnar eða kynþáttarins - hinu fullkomna samfélagi. Mannúðin hafnar þeirri kenningu að fátækir geti sjálfum sér um kennt, að aðstoð við hina þurfandi trufli gangverk markaðarins eða hvetji til óábyrgrar hegðunar. Mannúð snýst líka stundum um að fylgja ekki lögum, að sjá í gegnum fingur sér, að láta sára þörf annarrar manneskju hafa forgang fram yfir blinda reglufestu. Hún snýst um að hafna þeirri hugmynd að undantekningin sé hættuleg. Mannúðin er nefnilega andstæða kröfunnar um fullkomleika. Hún er ófullkomleiki, hún er glufa, brestur, sprunga. Mannúðin er sprunga, en hún er sprungan sem hleypir birtunni inn, eins og segir í kvæði Leonards Cohen. Og meðan reglufestan nærist á hugleysinu krefst mannúðin hugrekkis til að taka ábyrgð sem manneskja. Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það bíður enginn tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið - andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn. Viljum við það? Eða höfum við hugrekki til að hafna miskunnarleysinu og sýna mannúð? Höfundur er ráðgjafi.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun