Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 14:24 Skotið var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Grenndargralið Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. Brynjar heldur utan um síðuna Grenndargralið síðan árið þar sem hann fjallar um sögu Akureyrar og sér í lagi undanfarið merkilega muni sem hann hefur fundið á leit sinni á þessu gamla æfingasvæði Bandamanna. „Ég er búinn að fara ansi marga tugina af ferðum þarna uppeftir á síðustu sex, sjö árum. Að skoða og leita og reyna að fá einhverja mynd af því sem þeir voru að gera þarna. Fjallið heldur áfram að gefa. Við erum stöðugt að finna eitthvað nýtt og áhugavert á svæðinu,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Fannst í ruslaholu Hópurinn hefur málmleitartæki til notkunar en Brynjar segir að leitin fari að mestu fram með augunum. Gripirnir séu flestir á yfirborðinu. Brynjar segist hafa verið að leita í gömlum ruslaholum hermannanna þegar skotið leit dagsins ljós í fyrsta sinn í langan tíma. Brynjar hefur fundið ótrúlegustu gripi á gamla æfingasvæði Bandamanna á Hlíðarfjalli.Grenndargralið „Það var regla hjá hernum að þeir brenndu ruslið eða grófu holu í jörðina og komu fyrir kolum, hentu draslinu ofan í og leyfðu þessu svo að malla. En það er alltaf eitthvað sem sleppur í þessum ruslaholum þeirra. við vissum af einni slíkri holu á ákveðnum stað á þessu svæði. Ég fór aðeins að grafa í jörðina þar sem þessi hola er og þá kom þetta skot í ljós,“ segir hann. Gripurinn sem um ræðir er skothylki af gerðinni 7,92x57mm Mauser sem var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Brynjar segir það vera einkennilegt að þýskt skothylki finnist frá stríðsárunum þar sem þýsk skot voru ekki algeng á Íslandi. Þá segir hann það einnig vera athyglisvert að kúlan sé enn í skotinu, það er að segja, því hefur ekki verið hleypt af. Á þýskum skotum frá stríðsárunum eru merkingar ítarlegar og gat Brynjar ekki bara lesið framleiðsluárið af merkingum á skotinu sjálfu heldur einnig upplýsingar um framleiðanda, málmblöndu hylkisins og lotunúmer. Hallast að tveimur kenningum um uppruna skotsins Brynjar segir ýmsar kenningar hafa verið reifaðar um uppruna skotsins og hvernig það hafnaði á þessum stað en að vegna þess að hann fann það í þessari ruslaholu leiki enginn vafi á því að skotið hafi verið í fórum hermanns á æfingasvæðinu á hernámsárunum. Hann segist helst hallast að tveimur tilgátum. Annars vegar að skotið hafi borist með breskum hermanni frá Noregi en Norðmenn tóku einnig þátt í að þjálfa Breta og Bandaríkjamenn í að berjast við vetraraðstæður. Hins vegar að skotið hafi borist hingað með þýskri herflugvél sem hrapaði eða skotin var niður yfir Íslandi. Svokallaðar Heinckel-vélar hafi verið búnar byssum sem skutu slíkum skotum. „Þetta er svo furðulegur fundur að öllu leyti að það er alveg sama hvaða tilgáta kemur fram, hún er alltaf út í bláinn,“ áréttar hann þó. Akureyri Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Sjá meira
Brynjar heldur utan um síðuna Grenndargralið síðan árið þar sem hann fjallar um sögu Akureyrar og sér í lagi undanfarið merkilega muni sem hann hefur fundið á leit sinni á þessu gamla æfingasvæði Bandamanna. „Ég er búinn að fara ansi marga tugina af ferðum þarna uppeftir á síðustu sex, sjö árum. Að skoða og leita og reyna að fá einhverja mynd af því sem þeir voru að gera þarna. Fjallið heldur áfram að gefa. Við erum stöðugt að finna eitthvað nýtt og áhugavert á svæðinu,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Fannst í ruslaholu Hópurinn hefur málmleitartæki til notkunar en Brynjar segir að leitin fari að mestu fram með augunum. Gripirnir séu flestir á yfirborðinu. Brynjar segist hafa verið að leita í gömlum ruslaholum hermannanna þegar skotið leit dagsins ljós í fyrsta sinn í langan tíma. Brynjar hefur fundið ótrúlegustu gripi á gamla æfingasvæði Bandamanna á Hlíðarfjalli.Grenndargralið „Það var regla hjá hernum að þeir brenndu ruslið eða grófu holu í jörðina og komu fyrir kolum, hentu draslinu ofan í og leyfðu þessu svo að malla. En það er alltaf eitthvað sem sleppur í þessum ruslaholum þeirra. við vissum af einni slíkri holu á ákveðnum stað á þessu svæði. Ég fór aðeins að grafa í jörðina þar sem þessi hola er og þá kom þetta skot í ljós,“ segir hann. Gripurinn sem um ræðir er skothylki af gerðinni 7,92x57mm Mauser sem var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Brynjar segir það vera einkennilegt að þýskt skothylki finnist frá stríðsárunum þar sem þýsk skot voru ekki algeng á Íslandi. Þá segir hann það einnig vera athyglisvert að kúlan sé enn í skotinu, það er að segja, því hefur ekki verið hleypt af. Á þýskum skotum frá stríðsárunum eru merkingar ítarlegar og gat Brynjar ekki bara lesið framleiðsluárið af merkingum á skotinu sjálfu heldur einnig upplýsingar um framleiðanda, málmblöndu hylkisins og lotunúmer. Hallast að tveimur kenningum um uppruna skotsins Brynjar segir ýmsar kenningar hafa verið reifaðar um uppruna skotsins og hvernig það hafnaði á þessum stað en að vegna þess að hann fann það í þessari ruslaholu leiki enginn vafi á því að skotið hafi verið í fórum hermanns á æfingasvæðinu á hernámsárunum. Hann segist helst hallast að tveimur tilgátum. Annars vegar að skotið hafi borist með breskum hermanni frá Noregi en Norðmenn tóku einnig þátt í að þjálfa Breta og Bandaríkjamenn í að berjast við vetraraðstæður. Hins vegar að skotið hafi borist hingað með þýskri herflugvél sem hrapaði eða skotin var niður yfir Íslandi. Svokallaðar Heinckel-vélar hafi verið búnar byssum sem skutu slíkum skotum. „Þetta er svo furðulegur fundur að öllu leyti að það er alveg sama hvaða tilgáta kemur fram, hún er alltaf út í bláinn,“ áréttar hann þó.
Akureyri Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Sjá meira