Stefnir í helmingshækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 08:43 Samtök atvinnulífsins gagnrýna borgaryfirvöld fyrir tregðu til að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í ljósi hækkunar fasteignamats ólíkt nágrannasveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði munu hafa hækkað um helming á áratug á næsta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Þau segja skattlagninguna verða sífellt meira íþyngjandi fyrir atvinnurekendur. Alls áætla Samtök iðnaðarins að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði nemi tæplega 39 milljörðum króna á næsta ári sem sé hækkun um nærri því sjö prósent milli ára. Hækkunin sé afleiðing hækkunar fasteignamats. Gangi það eftir verði þessir skattar helmingi hærri að raunvirði á næsta ári en þeir voru fyrir tíu árum. Hækkun fasteignaskattanna hafi hækkað umfram vöxt verðmætasköpunar hagkerfisins. Hlutfall þeirra hafi farið úr 0,7 í 0,8 prósent af landframleiðslu síðasta áratuginn. Nær helmingur sveitarfélaga landsins er með skattlagningu atvinnuhúsnæðis í lögbundnu hámarki, 1,65 prósent, samkvæmt greiningunni. Samtökin gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir að vera treg til þess að mæta hækkun fasteignamats með lækkun álagningarhlutfallsins, ólíkt Kópavogi og Hafnarfirði sem þau telja til fyrirmyndar. Tæplega önnur hvor króna af tekjum sveitarfélaga af atvinnuhúsnæði renni í borgarsjóð og uppbygging atvinnuhúsnæðis hafi verið meiri í sveitarfélögum utan Reykjavíkur undanfarin ár. Ósátt við tengingu skatta við fasteignamat Fasteignaskatta á fyrirtæki á Íslandi segja Samtök iðnaðarins mjög háa í alþjóðlegum samanburði. Á meðal OECD-ríkja séu þeir skattar tæplega 0,5 prósent landframleiðslu, borið saman við 0,8 prósent hér. Hlutfallið sé mun lægra á Norðurlöndunum en á Íslandi. Þá eru Samtök iðnaðarins ósátt við hvernig fasteignaskattarnir eru reiknaði út á Íslandi. Álagningin sé beintengd þróun fasteignamats sem þróast aftur í takt við mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnnar um þróun verðs á atvinnuhúsnæði. Í þessu telja samtökin felast hvati fyrir sveitarfélög að takmarka lóðaframboð til þess að þrýsta upp húsnæðisverði og auka tekjur af fasteignasköttum. Í ýmsum löndum, sem eru ekki tilgreind frekar í tilkynningu samtakanna, hafi verið takmarkað eða komið alfarið í veg fyrir að mikil hækkun húsnæðisverð skili verulegri hækkun fasteignaskatta. Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Alls áætla Samtök iðnaðarins að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði nemi tæplega 39 milljörðum króna á næsta ári sem sé hækkun um nærri því sjö prósent milli ára. Hækkunin sé afleiðing hækkunar fasteignamats. Gangi það eftir verði þessir skattar helmingi hærri að raunvirði á næsta ári en þeir voru fyrir tíu árum. Hækkun fasteignaskattanna hafi hækkað umfram vöxt verðmætasköpunar hagkerfisins. Hlutfall þeirra hafi farið úr 0,7 í 0,8 prósent af landframleiðslu síðasta áratuginn. Nær helmingur sveitarfélaga landsins er með skattlagningu atvinnuhúsnæðis í lögbundnu hámarki, 1,65 prósent, samkvæmt greiningunni. Samtökin gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir að vera treg til þess að mæta hækkun fasteignamats með lækkun álagningarhlutfallsins, ólíkt Kópavogi og Hafnarfirði sem þau telja til fyrirmyndar. Tæplega önnur hvor króna af tekjum sveitarfélaga af atvinnuhúsnæði renni í borgarsjóð og uppbygging atvinnuhúsnæðis hafi verið meiri í sveitarfélögum utan Reykjavíkur undanfarin ár. Ósátt við tengingu skatta við fasteignamat Fasteignaskatta á fyrirtæki á Íslandi segja Samtök iðnaðarins mjög háa í alþjóðlegum samanburði. Á meðal OECD-ríkja séu þeir skattar tæplega 0,5 prósent landframleiðslu, borið saman við 0,8 prósent hér. Hlutfallið sé mun lægra á Norðurlöndunum en á Íslandi. Þá eru Samtök iðnaðarins ósátt við hvernig fasteignaskattarnir eru reiknaði út á Íslandi. Álagningin sé beintengd þróun fasteignamats sem þróast aftur í takt við mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnnar um þróun verðs á atvinnuhúsnæði. Í þessu telja samtökin felast hvati fyrir sveitarfélög að takmarka lóðaframboð til þess að þrýsta upp húsnæðisverði og auka tekjur af fasteignasköttum. Í ýmsum löndum, sem eru ekki tilgreind frekar í tilkynningu samtakanna, hafi verið takmarkað eða komið alfarið í veg fyrir að mikil hækkun húsnæðisverð skili verulegri hækkun fasteignaskatta.
Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira