Fregnir af áhlaupi Úkraínumanna í Rússlandi enn óljósar Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 11:37 Rússneskur hermaður hleypir af sprengjuvörpu í átt að úkraínskum hermönnum í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“. Fréttir af aðgerðum Úkraínumanna í Kúrsk hafa verið óljósar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um umfang eða markmið aðgerðanna í kringum bæinn Sudzha, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk vegna skæranna. Þúsundir íbúa voru fluttir burt frá landamærunum og læknar frá öðrum borgum fengnir þangað, að sögn Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóra í Kúrsk. Rússnesk yfirvöld halda því fram að í það minnsta fimm óbreyttir borgarar hafi fallið og 31 særst, þar á meðal sex börn, frá því að innrásin hófst. Samkvæmt þeim telur innrásarliðið allt að þúsund hermenn, ellefu skriðdreka og fleiri en tuttugu brynvarin farartæki. AP-fréttastofan segir ómögulegt að staðfesta fullyrðingar Rússa. Upplýsingafals og áróður hafi einkennt stríðið til þessa. Segjast hafa náð valdi á gasflutningi til Evrópu Afar fátítt er að Úkraínumenn hætti sér yfir landamærin inn í Rússland frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Séu fullyrðingar um aðgerðirnar núna réttar væri þetta umfangsmesta áhlaup þeirra þar til þessa. Rússneskir hópar sem eru andsnúnir stjórnvöldum í Kreml hafa áður staðið fyrir árásum í Belgorod- og Brjansk-héruðum. Eina staðfesting Úkraínumanna á því að innrás sé í gangi var Facebook-færsla Oleksiy Honcharenko, úkraínsks þingmanns, sem sagði að herinn hefði náð valdi á mikilvægum innviðum sem tengjast flutningi á jarðgasi frá Rússlandi til Evrópu í gegnum Úkraínu sem hefur haldið áfram þrátt fyrir stríðið. Pútín forseti hélt því fram í gær að Úkraínumenn skytu handahófskennt á borgaralegar byggingar og íbúðarhús. Valeríj Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, fullyrti að sókn Úkraínumanna hefði verið hrundið. Markmið innrásarliðsins hafi verið að ná Sudzha. Rússneski herinn hefði fellt hundrað Úkraínumenn og særð á þriðja hundrað til viðbótar. AP segir að fyrir Úkraínumönnum gæti vakað að reyna að draga varalið Rússa til Kúrsk og draga þannig mátt úr sókn þeirra í austanverðu Donetsk-héraði. Hættan sé þó að hersveitir Úkraínumanna verði sjálfar of dreifðar um víglínuna sem er meira en þúsund kílómetra löng. Ólíklegt sé að aðgerð Úkraínumanna skili árangri til lengri tíma í ljósi aflsmunar sem Rússar njóta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Fréttir af aðgerðum Úkraínumanna í Kúrsk hafa verið óljósar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um umfang eða markmið aðgerðanna í kringum bæinn Sudzha, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk vegna skæranna. Þúsundir íbúa voru fluttir burt frá landamærunum og læknar frá öðrum borgum fengnir þangað, að sögn Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóra í Kúrsk. Rússnesk yfirvöld halda því fram að í það minnsta fimm óbreyttir borgarar hafi fallið og 31 særst, þar á meðal sex börn, frá því að innrásin hófst. Samkvæmt þeim telur innrásarliðið allt að þúsund hermenn, ellefu skriðdreka og fleiri en tuttugu brynvarin farartæki. AP-fréttastofan segir ómögulegt að staðfesta fullyrðingar Rússa. Upplýsingafals og áróður hafi einkennt stríðið til þessa. Segjast hafa náð valdi á gasflutningi til Evrópu Afar fátítt er að Úkraínumenn hætti sér yfir landamærin inn í Rússland frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Séu fullyrðingar um aðgerðirnar núna réttar væri þetta umfangsmesta áhlaup þeirra þar til þessa. Rússneskir hópar sem eru andsnúnir stjórnvöldum í Kreml hafa áður staðið fyrir árásum í Belgorod- og Brjansk-héruðum. Eina staðfesting Úkraínumanna á því að innrás sé í gangi var Facebook-færsla Oleksiy Honcharenko, úkraínsks þingmanns, sem sagði að herinn hefði náð valdi á mikilvægum innviðum sem tengjast flutningi á jarðgasi frá Rússlandi til Evrópu í gegnum Úkraínu sem hefur haldið áfram þrátt fyrir stríðið. Pútín forseti hélt því fram í gær að Úkraínumenn skytu handahófskennt á borgaralegar byggingar og íbúðarhús. Valeríj Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, fullyrti að sókn Úkraínumanna hefði verið hrundið. Markmið innrásarliðsins hafi verið að ná Sudzha. Rússneski herinn hefði fellt hundrað Úkraínumenn og særð á þriðja hundrað til viðbótar. AP segir að fyrir Úkraínumönnum gæti vakað að reyna að draga varalið Rússa til Kúrsk og draga þannig mátt úr sókn þeirra í austanverðu Donetsk-héraði. Hættan sé þó að hersveitir Úkraínumanna verði sjálfar of dreifðar um víglínuna sem er meira en þúsund kílómetra löng. Ólíklegt sé að aðgerð Úkraínumanna skili árangri til lengri tíma í ljósi aflsmunar sem Rússar njóta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31