Bruna yfir hálendið á buggy-bíl: „Þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2024 10:31 Guðni Freyr Ómarsson og Kristján Einar Kristjánsson unnu Can-Am Hill Rally á síðasta ári. vísir / arnar halldórsson Þolaksturskeppnin Can-Am Hill Rally hófst í gær. Þrjátíu keppendur munu yfir helgina aka 490 kílómetra leið yfir hálendi Íslands á fjallajeppum og buggybílum. Keppendur verða undir sunnanverðum Langjökli í dag, auk þess að heimsækja Heklu. Á laugardag og sunnudag verður rallað kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökla áður en komið er í endamark á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal. Kappaksturinn gengur þannig fyrir sig að ekið er í tveimur hlutum hvern dag og bílar færðir milli staða í millitíðinni. Tíminn er mældur og keppendur fá að nýta forskotið sem þeir vinna sér inn og leggja fyrr af stað en næsti maður á eftir. Allt saman hófst þetta í gær á keppnissvæði Kvartmíluklúbbsins, þar sem eknar voru tvær stuttar sérleiðir til að ákveða niðurröðun fyrir ræsingu í dag. Sigurvegari keppninnar í fyrra er fyrrum atvinnuökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson, sem keppti meðal annars í Formúlu 3 og starfar í dag sem sérfræðingur Vodafone Sport í Formúlu 1 og heldur úti hlaðvarpinu Pitturinn. „Ég væri að ljúga ef ég segði að það væri ekki kominn smá fiðringur, pínu stress alltaf fyrir keppni en þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert þannig að ég hef engar áhyggjur,“ sagði Kristján þegar hann mætti á keppnisstað í gær. „Við mætum í keppni til þess að sigra en þetta er langt og erfitt rallý, við stefnum fyrst og fremst á að keyra alla kílómetrana og komast í mark, en auðvitað reynum við að keyra eins þétt og við getum. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir,“ sagði aðstoðarökumaður hans, Guðni Freyr Ómarsson, fjórfaldur Íslandsmeistari í rallakstri. Kristján og Guðni keppa á Can-Am Maverick X3 Turbo RR Gjörsamlega galin græja Þeir félagar keppa fyrir BRP-Ellingsen og eru á kraftmeiri Can-Am bíl, tveggja sæta í stað fjögurra, en þeir keyrðu þegar keppnin vannst í fyrra. Myndskeið innan úr bílnum má sjá hér fyrir neðan. „Þetta er galið skemmtileg græja, en það sem er svo magnað við þetta rall, hann er bara úr umboðinu, nýr og óbreyttur að eiginlega öllu leyti. Við förum bara af stað þannig, þessi keppni er svo falleg með það að gera að það er hægt að taka þátt í henni án þess að vera djúpt í öllu. En græjan er náttúrulega gjörsamlega galin, nokkrar sekúndur í hundrað og fjöðrunin étur hvað sem er. Gaman að vera komin á tveggja manna bíl sem er hraðari og þá erum við með færri afsakanir ef þetta klúðrast hjá okkur um helgina,“ sagði Kristján léttur í lund að lokum. View this post on Instagram A post shared by Kristján Einar Kristjánsson (@kristjaneinar) Allar helstu upplýsingar um Can-Am Hill Rally má finna á heimasíðunni. Úrslitum má fylgjast með hér. Keppnin verður svo í beinni útsendingu alla helgina á YouTube rás Kappaksturs. Streymi af undanrásunum í gær má sjá hér fyrir neðan. Akstursíþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Keppendur verða undir sunnanverðum Langjökli í dag, auk þess að heimsækja Heklu. Á laugardag og sunnudag verður rallað kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökla áður en komið er í endamark á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal. Kappaksturinn gengur þannig fyrir sig að ekið er í tveimur hlutum hvern dag og bílar færðir milli staða í millitíðinni. Tíminn er mældur og keppendur fá að nýta forskotið sem þeir vinna sér inn og leggja fyrr af stað en næsti maður á eftir. Allt saman hófst þetta í gær á keppnissvæði Kvartmíluklúbbsins, þar sem eknar voru tvær stuttar sérleiðir til að ákveða niðurröðun fyrir ræsingu í dag. Sigurvegari keppninnar í fyrra er fyrrum atvinnuökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson, sem keppti meðal annars í Formúlu 3 og starfar í dag sem sérfræðingur Vodafone Sport í Formúlu 1 og heldur úti hlaðvarpinu Pitturinn. „Ég væri að ljúga ef ég segði að það væri ekki kominn smá fiðringur, pínu stress alltaf fyrir keppni en þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert þannig að ég hef engar áhyggjur,“ sagði Kristján þegar hann mætti á keppnisstað í gær. „Við mætum í keppni til þess að sigra en þetta er langt og erfitt rallý, við stefnum fyrst og fremst á að keyra alla kílómetrana og komast í mark, en auðvitað reynum við að keyra eins þétt og við getum. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir,“ sagði aðstoðarökumaður hans, Guðni Freyr Ómarsson, fjórfaldur Íslandsmeistari í rallakstri. Kristján og Guðni keppa á Can-Am Maverick X3 Turbo RR Gjörsamlega galin græja Þeir félagar keppa fyrir BRP-Ellingsen og eru á kraftmeiri Can-Am bíl, tveggja sæta í stað fjögurra, en þeir keyrðu þegar keppnin vannst í fyrra. Myndskeið innan úr bílnum má sjá hér fyrir neðan. „Þetta er galið skemmtileg græja, en það sem er svo magnað við þetta rall, hann er bara úr umboðinu, nýr og óbreyttur að eiginlega öllu leyti. Við förum bara af stað þannig, þessi keppni er svo falleg með það að gera að það er hægt að taka þátt í henni án þess að vera djúpt í öllu. En græjan er náttúrulega gjörsamlega galin, nokkrar sekúndur í hundrað og fjöðrunin étur hvað sem er. Gaman að vera komin á tveggja manna bíl sem er hraðari og þá erum við með færri afsakanir ef þetta klúðrast hjá okkur um helgina,“ sagði Kristján léttur í lund að lokum. View this post on Instagram A post shared by Kristján Einar Kristjánsson (@kristjaneinar) Allar helstu upplýsingar um Can-Am Hill Rally má finna á heimasíðunni. Úrslitum má fylgjast með hér. Keppnin verður svo í beinni útsendingu alla helgina á YouTube rás Kappaksturs. Streymi af undanrásunum í gær má sjá hér fyrir neðan.
Akstursíþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira