Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2024 11:39 Mynd sem er sögð sýna skemmdir á húsum í borginni Sudzha í Kúrsk eftir sprengikúluregn Úkraínumanna. AP/Telegram-rás héraðsstjóra Kúrsk Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. Óvænt innrás úkraínskra hermanna í Kúrsk hófst í vikunni. Óstaðfestar fregnir hafa borist af landvinningum þeirra þar og mannfalli. Innrásin er sú stærsta frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum þunga í febrúar árið 2022. Þýskir og bandarískir skriðdrekar og brynvarin farartæki eru hluti af innrásinni samkvæmt rússneskum embættismönnum og herbloggurum. Myndir sem bloggarar hafa birt á Telegram-rásum sýna meðal annars bandarískan Stryker-bryndreka og þýska Marder-skriðdreka í Kúrsk. Bandarískur Stryker-bryndreki af þeirri gerð sem Úkraínumenn eru sagðir nota í innrás sinni í Kúrsk.Vísir/EPA Úkraínumenn hafi rétt til sjálfsvarnar Vestræn stjórnvöld skilyrtu hernaðaraðstoð sína til Úkraínumanna við að vopn og búnaður yrði ekki notaður til þess að ráðast á Rússlandi. Þeirri stefnu var breytt fyrr á þessu ári til þess að gera Úkraínumönnum kleift að verja sig fyrir yfirvofandi árásum. Washington Post segir að þetta virðist í fyrsta skipti sem vestræn vopn séu notuð við landhernað Úkraínumanna í Rússlandi. Bandaríkjastjórn sagði í gær að hún teldi notkun bandarískra vopna í aðgerðinni í Kúrsk innan ramma stefnunnar sem var sett í maí um að Úkraínumenn geti notað þau til að fyrirbyggja árásir Rússa. „Þegar þeir sjá árásir koma yfir landamærin verða þeir að hafa getuna til þess að bregðast við,“ sagði Sabrina Sight, talskona varnarmálaráðuneytisins. Í svipaðan streng tóku þýskir ráðamenn. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins þar sem það stefnu stjórnvalda að hjálpa Úkraínumönnum að verja sig gegn árás Rússa. Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. Rússnesk stjórnvöld segja innrásarliðið hafa farið yfir landamærin frá Sumy-héraði í Úkraínu. Það hefur sætt ítrekuðu sprengjuregni frá rússnesku herliði sem er staðsett handan landamæranna. Annar talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir að Rússar hafi ráðist á Úkraínu frá Kúrsk og Bandaríkjastjórn styðji rétt Úkraínumanna til sjálfsvarnar. Pútín er sagður hafa lofað héraðsstjóra Kúrsk að íbúar þar fái tæpar sextán þúsund krónur í bætur vegna innrásar Úkraínumanna í héraðið.AP/Gavriil Grigorov, Spútnik Meiriháttar drónaárás í nágrannahéraðinu Lipetsk Áhlaupið virðist hafa komið rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu. Að minnsta kosti þrjú þúsund íbúar í Kúrsk hafa flúið heimili sín á síðustu dögum vegna árása Úkraínumanna. Almenningur í Rússlandi hefur fram að þessu verið lítt snortinn af stríðsátökunum sem hefur kallað eyðileggingu yfir nágrannaríkið og hrakið milljónir á flótta. Rússnesk hermálayfirvöld halda því fram að hundruð úkraínskra hermanna hafi verið felld í Kúrsk en þær tölur eru óstaðfestar. Stjórnvöld í Kreml lýstu yfir neyðarástandi í Kúrsk vegna innrásarinnar í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Vladímír Pútín forseti er sagður hafa lofað íbúum sem þurftu að flýja heimili sín í Kúrsk 10.000 rúblum í bætur, jafnvirði tæpra sextán þúsund íslenskra króna. Fréttir berast nú einnig af meiriháttar drónaárás Úkraínumanna í nágrannahéraðinu Lipetsk. Íbúar í vesturhluta þess voru fluttir burt þegar drónarnir ollu sprengingum, rafmagnsleysi og særðu níu manns, að sögn Igors Artamonov, héraðsstjóra Lipetsk. Hvað Úkraínumönnum gengur til með innrásinni í Kúrsk er óljóst. Tilgátur eru um að þeir reyni að dreifa kröftum rússneska hersins eða styrkja samningsstöðu sína fyrir viðræður við Rússa síðar meir. Ólíklegt er talið að fyrir þeim vaki að halda hluta Kúrsk í lengri tíma. Um sex þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Sumy-héraði í Úkraínu vegna væntanlegra hefndaraðgerða Rússa. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Fregnir af áhlaupi Úkraínumanna í Rússlandi enn óljósar Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“. 8. ágúst 2024 11:37 Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. 9. ágúst 2024 06:49 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Óvænt innrás úkraínskra hermanna í Kúrsk hófst í vikunni. Óstaðfestar fregnir hafa borist af landvinningum þeirra þar og mannfalli. Innrásin er sú stærsta frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum þunga í febrúar árið 2022. Þýskir og bandarískir skriðdrekar og brynvarin farartæki eru hluti af innrásinni samkvæmt rússneskum embættismönnum og herbloggurum. Myndir sem bloggarar hafa birt á Telegram-rásum sýna meðal annars bandarískan Stryker-bryndreka og þýska Marder-skriðdreka í Kúrsk. Bandarískur Stryker-bryndreki af þeirri gerð sem Úkraínumenn eru sagðir nota í innrás sinni í Kúrsk.Vísir/EPA Úkraínumenn hafi rétt til sjálfsvarnar Vestræn stjórnvöld skilyrtu hernaðaraðstoð sína til Úkraínumanna við að vopn og búnaður yrði ekki notaður til þess að ráðast á Rússlandi. Þeirri stefnu var breytt fyrr á þessu ári til þess að gera Úkraínumönnum kleift að verja sig fyrir yfirvofandi árásum. Washington Post segir að þetta virðist í fyrsta skipti sem vestræn vopn séu notuð við landhernað Úkraínumanna í Rússlandi. Bandaríkjastjórn sagði í gær að hún teldi notkun bandarískra vopna í aðgerðinni í Kúrsk innan ramma stefnunnar sem var sett í maí um að Úkraínumenn geti notað þau til að fyrirbyggja árásir Rússa. „Þegar þeir sjá árásir koma yfir landamærin verða þeir að hafa getuna til þess að bregðast við,“ sagði Sabrina Sight, talskona varnarmálaráðuneytisins. Í svipaðan streng tóku þýskir ráðamenn. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins þar sem það stefnu stjórnvalda að hjálpa Úkraínumönnum að verja sig gegn árás Rússa. Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. Rússnesk stjórnvöld segja innrásarliðið hafa farið yfir landamærin frá Sumy-héraði í Úkraínu. Það hefur sætt ítrekuðu sprengjuregni frá rússnesku herliði sem er staðsett handan landamæranna. Annar talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir að Rússar hafi ráðist á Úkraínu frá Kúrsk og Bandaríkjastjórn styðji rétt Úkraínumanna til sjálfsvarnar. Pútín er sagður hafa lofað héraðsstjóra Kúrsk að íbúar þar fái tæpar sextán þúsund krónur í bætur vegna innrásar Úkraínumanna í héraðið.AP/Gavriil Grigorov, Spútnik Meiriháttar drónaárás í nágrannahéraðinu Lipetsk Áhlaupið virðist hafa komið rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu. Að minnsta kosti þrjú þúsund íbúar í Kúrsk hafa flúið heimili sín á síðustu dögum vegna árása Úkraínumanna. Almenningur í Rússlandi hefur fram að þessu verið lítt snortinn af stríðsátökunum sem hefur kallað eyðileggingu yfir nágrannaríkið og hrakið milljónir á flótta. Rússnesk hermálayfirvöld halda því fram að hundruð úkraínskra hermanna hafi verið felld í Kúrsk en þær tölur eru óstaðfestar. Stjórnvöld í Kreml lýstu yfir neyðarástandi í Kúrsk vegna innrásarinnar í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Vladímír Pútín forseti er sagður hafa lofað íbúum sem þurftu að flýja heimili sín í Kúrsk 10.000 rúblum í bætur, jafnvirði tæpra sextán þúsund íslenskra króna. Fréttir berast nú einnig af meiriháttar drónaárás Úkraínumanna í nágrannahéraðinu Lipetsk. Íbúar í vesturhluta þess voru fluttir burt þegar drónarnir ollu sprengingum, rafmagnsleysi og særðu níu manns, að sögn Igors Artamonov, héraðsstjóra Lipetsk. Hvað Úkraínumönnum gengur til með innrásinni í Kúrsk er óljóst. Tilgátur eru um að þeir reyni að dreifa kröftum rússneska hersins eða styrkja samningsstöðu sína fyrir viðræður við Rússa síðar meir. Ólíklegt er talið að fyrir þeim vaki að halda hluta Kúrsk í lengri tíma. Um sex þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Sumy-héraði í Úkraínu vegna væntanlegra hefndaraðgerða Rússa.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Fregnir af áhlaupi Úkraínumanna í Rússlandi enn óljósar Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“. 8. ágúst 2024 11:37 Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. 9. ágúst 2024 06:49 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Fregnir af áhlaupi Úkraínumanna í Rússlandi enn óljósar Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“. 8. ágúst 2024 11:37
Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. 9. ágúst 2024 06:49