Stigameistarinn ræðst í keppni um bikar sem var hannaður í Japan Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2024 12:00 Kristján Þór Einarsson og Hulda Clara Gestsdóttir unnu á síðasta ári Hvaleyrarbikarinn, sem var hannaðar og smíðaður í listagalleríi í Japan. keilir.is Um helgina fæst úr því skorið hverjir standa uppi sem stigameistarar Golfsambandsins árið 2024 þegar keppni lýkur í Hvaleyrarbikarnum í Hafnarfirði á sunnudaginn. Hvaleyrarbikarinn fer fram hjá Keili og er fimmta og síðasta stigamót sumarsins. Keppni hófst í morgun og eru leiknar 54 holur á þremur dögum. Stöðu, rástíma og úrslit mótsins má finna hér. Keppendur lögðu af stað í morgun og klára fyrsta hring eftir hádegi. Tvær nýjar brautir í notkun Hvaleyrarvöllur hefur lengi verið einn besti keppnisvöllur landsins og nú gæti verið lag fyrir snjalla kylfinga að setja vallarmet í ljósi þess að tvær nýjar brautir voru teknar í notkun í sumar. Þar af leiðandi hefur völlurinn tekið breytingum sem kallar meðal annars á ný vallarmet. Tækifæri skapast því til að skrá nafn sitt í sögu klúbbsins, ekki síst ef veðurguðirnir verða kylfingum hagstæðir. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði.keilir.is Völlurinn er í virkilega góðu ásigkomulagi og reiðubúinn til að taka á móti bestu kylfingum á mótaröðinni. Mótshaldarar hjá Golfklúbbnum Keili leggja mikla áherslu á að umgjörð Hvaleyrarbikarsins sé eins og best verður á kosið og aðbúnaður keppenda sé góður. Kylfingar geta til að mynda slegið á grasi á æfingasvæðinu við Hraunkot fyrir og eftir hringina í stað þess að slá á gervigrasi. Þá verða Keilismenn virkir á samfélagsmiðlum meðan á Hvaleyrarbikarnum stendur og þar verður hægt að fá ýmis tíðindi frá mótinu beint í rafræna æð. View this post on Instagram A post shared by Keilir Golf Club (@keilirgolf) Aron og Ragnhildur í efstu sætum Nýbakaður Íslandsmeistari Aron Snær Júlíuson úr GKG er í býsna góðri stöðu á stigalista karla. Hann ætlar sér eflaust að bæta stigameistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn en Aron Emil Gunnarsson, GOS, er í öðru sæti listans. Logi Sigurðsson GS er í þriðja sæti en Logi varð Íslands- og stigameistari í fyrra. Eru þeir allir skráðir til leiks í Hvaleyrarbikarnum. Staðan er nokkuð frábrugðinn í kvennaflokki því tvær efstu á stigalista kvenna geta ekki tekið þátt í mótinu en það eru þær Ragnhildur Kristinsdóttir GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir Keili. Íslandsmeistarinn Hulda Clara Gestsdóttir í GKG sem er í þriðja sæti listans er skráð til leiks en einnig gætu Eva Kristinsdóttir í GM, Pamela Ósk Hjaltadóttir í GM, Fjóla Margrét Viðarsdóttir í GS og Elsa Maren Steinarsdótir í Keili blandað sér í baráttuna um efstu sætin með góðri spilamennsku í Hvaleyrarbikarnum. Sterkt mót og skemmtilegt áhorfs Í Hvaleyrarbikarnum skapast upplagt tækifæri fyrir Hafnfirðinga og aðra áhugasama um golfíþróttina að rölta með kylfingunum og fylgjast með þeim takast á við völlinn. Mótið er mjög sterkt sem sést best þegar forgjöf kylfinganna er skoðuð. Margir kylfingar í mótinu eru með + í forgjöf. Hulda Clara er með lægstu forgjöfina hjá konunum eða +5,1 í forgjöf. Hún sigraði á mótinu í fyrra. Hjá körlunum er Sigurður Arnar Garðarsson einnig úr GKG með lægstu forgjöfina en hann er með +5,2. Bikarinn hannaður í Japan Keppt er um Hvaleyrarbikarana eins og nafn mótsins gefur til kynna. Verðlaunagripurinn á sér nokkra sögu og óvenjulega. Er hann einn af elstu bikurunum í safninu hjá golfklúbbnum Keili. Var bikarinn gefinn af Toyota umboðinu árið 1979 eða tólf árum eftir að klúbburinn var stofnaður. Var keppt um bikarinn á opnu móti hjá Keili sem haldið var í nokkur ár. Báðir bikarar voru hannaðir af sama listagalleríinu í Japan. keilir.is Bikarinn er veglegur og fremur óvenjulegur í útliti. Var hann hannaður og sérsmíðaður í listagallerí í Japan á sínum tíma. Þegar stigamótinu Hvaleyrarbikarnum var komið á fót árið 2016 þurfti að búa til annað eintak enda keppt í tveimur flokkum í Hvaleyrarbikarnum. Var bikarinn sendur til Kína með það fyrir augum að búa til eftirlíkingu en Kínverjarnir sem ætluðu að taka verkið að sér treystu sér ekki til þess þegar á hólminn var komið. Höfðu Keilismenn þá upp á listagalleríinu í Japan og var þar smíðaður annar bikar sem gefinn var af Icewear. Þá þurfti raunar einnig að gera lítillega við bikarinn sem hafði skemmst á heimleiðinni frá Japan. Bikarinn hefur því farið nokkrar ferðir á milli Íslands og Asíu. Golf Golfvellir Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Stöðu, rástíma og úrslit mótsins má finna hér. Keppendur lögðu af stað í morgun og klára fyrsta hring eftir hádegi. Tvær nýjar brautir í notkun Hvaleyrarvöllur hefur lengi verið einn besti keppnisvöllur landsins og nú gæti verið lag fyrir snjalla kylfinga að setja vallarmet í ljósi þess að tvær nýjar brautir voru teknar í notkun í sumar. Þar af leiðandi hefur völlurinn tekið breytingum sem kallar meðal annars á ný vallarmet. Tækifæri skapast því til að skrá nafn sitt í sögu klúbbsins, ekki síst ef veðurguðirnir verða kylfingum hagstæðir. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði.keilir.is Völlurinn er í virkilega góðu ásigkomulagi og reiðubúinn til að taka á móti bestu kylfingum á mótaröðinni. Mótshaldarar hjá Golfklúbbnum Keili leggja mikla áherslu á að umgjörð Hvaleyrarbikarsins sé eins og best verður á kosið og aðbúnaður keppenda sé góður. Kylfingar geta til að mynda slegið á grasi á æfingasvæðinu við Hraunkot fyrir og eftir hringina í stað þess að slá á gervigrasi. Þá verða Keilismenn virkir á samfélagsmiðlum meðan á Hvaleyrarbikarnum stendur og þar verður hægt að fá ýmis tíðindi frá mótinu beint í rafræna æð. View this post on Instagram A post shared by Keilir Golf Club (@keilirgolf) Aron og Ragnhildur í efstu sætum Nýbakaður Íslandsmeistari Aron Snær Júlíuson úr GKG er í býsna góðri stöðu á stigalista karla. Hann ætlar sér eflaust að bæta stigameistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn en Aron Emil Gunnarsson, GOS, er í öðru sæti listans. Logi Sigurðsson GS er í þriðja sæti en Logi varð Íslands- og stigameistari í fyrra. Eru þeir allir skráðir til leiks í Hvaleyrarbikarnum. Staðan er nokkuð frábrugðinn í kvennaflokki því tvær efstu á stigalista kvenna geta ekki tekið þátt í mótinu en það eru þær Ragnhildur Kristinsdóttir GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir Keili. Íslandsmeistarinn Hulda Clara Gestsdóttir í GKG sem er í þriðja sæti listans er skráð til leiks en einnig gætu Eva Kristinsdóttir í GM, Pamela Ósk Hjaltadóttir í GM, Fjóla Margrét Viðarsdóttir í GS og Elsa Maren Steinarsdótir í Keili blandað sér í baráttuna um efstu sætin með góðri spilamennsku í Hvaleyrarbikarnum. Sterkt mót og skemmtilegt áhorfs Í Hvaleyrarbikarnum skapast upplagt tækifæri fyrir Hafnfirðinga og aðra áhugasama um golfíþróttina að rölta með kylfingunum og fylgjast með þeim takast á við völlinn. Mótið er mjög sterkt sem sést best þegar forgjöf kylfinganna er skoðuð. Margir kylfingar í mótinu eru með + í forgjöf. Hulda Clara er með lægstu forgjöfina hjá konunum eða +5,1 í forgjöf. Hún sigraði á mótinu í fyrra. Hjá körlunum er Sigurður Arnar Garðarsson einnig úr GKG með lægstu forgjöfina en hann er með +5,2. Bikarinn hannaður í Japan Keppt er um Hvaleyrarbikarana eins og nafn mótsins gefur til kynna. Verðlaunagripurinn á sér nokkra sögu og óvenjulega. Er hann einn af elstu bikurunum í safninu hjá golfklúbbnum Keili. Var bikarinn gefinn af Toyota umboðinu árið 1979 eða tólf árum eftir að klúbburinn var stofnaður. Var keppt um bikarinn á opnu móti hjá Keili sem haldið var í nokkur ár. Báðir bikarar voru hannaðir af sama listagalleríinu í Japan. keilir.is Bikarinn er veglegur og fremur óvenjulegur í útliti. Var hann hannaður og sérsmíðaður í listagallerí í Japan á sínum tíma. Þegar stigamótinu Hvaleyrarbikarnum var komið á fót árið 2016 þurfti að búa til annað eintak enda keppt í tveimur flokkum í Hvaleyrarbikarnum. Var bikarinn sendur til Kína með það fyrir augum að búa til eftirlíkingu en Kínverjarnir sem ætluðu að taka verkið að sér treystu sér ekki til þess þegar á hólminn var komið. Höfðu Keilismenn þá upp á listagalleríinu í Japan og var þar smíðaður annar bikar sem gefinn var af Icewear. Þá þurfti raunar einnig að gera lítillega við bikarinn sem hafði skemmst á heimleiðinni frá Japan. Bikarinn hefur því farið nokkrar ferðir á milli Íslands og Asíu.
Golf Golfvellir Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira