Upplifunin verði eins og að fara í búð í útlöndum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2024 13:15 Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverðsverslunar sem kallast Prís. Stefnt er að opnun um miðjan ágúst. Aðsend Prís, ný lágvöruverðsverslun opnar dyr sínar um miðjan ágúst ef áætlanir ganga eftir. Framkvæmdastjórinn segir að upplifun viðskiptavina verði svolítið eins og að fara í búð í útlöndum. Prís verður til húsa á Smáratorgi en Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri segir markmiðið að ná að opna um miðjan ágúst, í það minnsta í ágústmánuði. Hún segir markmiðið að bæta hag heimila með því að lækka matvöruverð á Íslandi. Munu Íslendingar finna alvöru verðmun sem hefur þýðingu? „Já, en það eru ýmsar áskoranir sem fylgja því að koma inn á markað þar sem engin breyting hefur orðið í yfir 20 ár. Meðal annars eru innkaupsverðin til okkar – og ég hef áður sagt það – við fáum stundum verð sem gera okkur mjög erfitt fyrir að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði og þá reynum við að finna sambærilegar vörur erlendis frá og flytja þær inn. Á sama tíma erum við að sjálfsögðu að horfa í allt í okkar rekstri, og á það sem við getum gert til að draga úr kostnaði til að geta boðið viðskiptavinum lægra verð. Það gerum við til dæmis með því að hafa minni yfirbyggingu, útskýrir Gréta María.“ Dæmi um minni yfirbyggingu hjá Prís er styttri opnunartími. Þá verða í versluninni eingöngu sjálfsafgreiðslukassar og ekki verður tekið við reiðufé. Rangt gefið á markaðnum Hún segir að stóru keðjurnar, sem fyrir eru á fleti, bjóðist mun lægra innkaupaverð. „Það er náttúrulega mjög óeðlilegt þegar verðmunur frá byrgjum til verslana eins og okkar er orðinn það mikill að það borgi sig fyrir okkur að versla vöruna af samkeppnisaðila. Það er eitthvað rangt gefið á þannig markaði.“ Þetta hefur orðið til þess að Gréta, og félagar hennar, hafa sjálf ráðist í umfangsmikinn innflutning á nýjum vörum sem Íslendingar þekkja kannski minna, eða jafnvel ekkert. Einnig verður í það minnsta hluti þeirra vara sem Íslendingar þekkja vel ekki hluti af úrvalinu í Prís. „Þá er bara einfaldlega ástæðan sú að við getum ekki boðið hana á samkeppnishæfu verði og ef við ætlum að vera ódýrust á markaði þá verðum við að tryggja það að halda það loforð við okkar viðskiptavini og þá getum við ekki boðið þeim vörur sem við erum ekki að fá á samkeppnishæfu verði.“ Stofnendur Bónus og Krónunnar á bak við Prís Íslendingar muni þannig fá að kynnast alls konar glænýjum vörum. „Ég hugsa að þetta verði eins og að fara í búð í útlöndum því það verður margt nýtt og skemmtilegt hjá okkur,“ segir Gréta María full tilhlökkunar. Verslunin Prís er vörumerki undir hatti Heimkaupa sem er í eigu félaganna Skel og Norvik. Stjórnarformaður Skeljar er Jón Ásgeir Jóhannesson og stjórnarformaður Norvik er Jón Helgi Guðmundsson, gjarnan kenndur við Byko. Jón Ásgeir kom að stofnun Bónus árið 1989 ásamt föður sínum Jóhannesi Jónssyni. Verðlag Verslun Neytendur Tengdar fréttir Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. 8. ágúst 2024 07:00 Nammigrísir í áfalli yfir verðinu Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið. 19. febrúar 2024 13:24 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Prís verður til húsa á Smáratorgi en Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri segir markmiðið að ná að opna um miðjan ágúst, í það minnsta í ágústmánuði. Hún segir markmiðið að bæta hag heimila með því að lækka matvöruverð á Íslandi. Munu Íslendingar finna alvöru verðmun sem hefur þýðingu? „Já, en það eru ýmsar áskoranir sem fylgja því að koma inn á markað þar sem engin breyting hefur orðið í yfir 20 ár. Meðal annars eru innkaupsverðin til okkar – og ég hef áður sagt það – við fáum stundum verð sem gera okkur mjög erfitt fyrir að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði og þá reynum við að finna sambærilegar vörur erlendis frá og flytja þær inn. Á sama tíma erum við að sjálfsögðu að horfa í allt í okkar rekstri, og á það sem við getum gert til að draga úr kostnaði til að geta boðið viðskiptavinum lægra verð. Það gerum við til dæmis með því að hafa minni yfirbyggingu, útskýrir Gréta María.“ Dæmi um minni yfirbyggingu hjá Prís er styttri opnunartími. Þá verða í versluninni eingöngu sjálfsafgreiðslukassar og ekki verður tekið við reiðufé. Rangt gefið á markaðnum Hún segir að stóru keðjurnar, sem fyrir eru á fleti, bjóðist mun lægra innkaupaverð. „Það er náttúrulega mjög óeðlilegt þegar verðmunur frá byrgjum til verslana eins og okkar er orðinn það mikill að það borgi sig fyrir okkur að versla vöruna af samkeppnisaðila. Það er eitthvað rangt gefið á þannig markaði.“ Þetta hefur orðið til þess að Gréta, og félagar hennar, hafa sjálf ráðist í umfangsmikinn innflutning á nýjum vörum sem Íslendingar þekkja kannski minna, eða jafnvel ekkert. Einnig verður í það minnsta hluti þeirra vara sem Íslendingar þekkja vel ekki hluti af úrvalinu í Prís. „Þá er bara einfaldlega ástæðan sú að við getum ekki boðið hana á samkeppnishæfu verði og ef við ætlum að vera ódýrust á markaði þá verðum við að tryggja það að halda það loforð við okkar viðskiptavini og þá getum við ekki boðið þeim vörur sem við erum ekki að fá á samkeppnishæfu verði.“ Stofnendur Bónus og Krónunnar á bak við Prís Íslendingar muni þannig fá að kynnast alls konar glænýjum vörum. „Ég hugsa að þetta verði eins og að fara í búð í útlöndum því það verður margt nýtt og skemmtilegt hjá okkur,“ segir Gréta María full tilhlökkunar. Verslunin Prís er vörumerki undir hatti Heimkaupa sem er í eigu félaganna Skel og Norvik. Stjórnarformaður Skeljar er Jón Ásgeir Jóhannesson og stjórnarformaður Norvik er Jón Helgi Guðmundsson, gjarnan kenndur við Byko. Jón Ásgeir kom að stofnun Bónus árið 1989 ásamt föður sínum Jóhannesi Jónssyni.
Verðlag Verslun Neytendur Tengdar fréttir Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. 8. ágúst 2024 07:00 Nammigrísir í áfalli yfir verðinu Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið. 19. febrúar 2024 13:24 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. 8. ágúst 2024 07:00
Nammigrísir í áfalli yfir verðinu Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið. 19. febrúar 2024 13:24