Sparkaði í meðvitundarlausan mann og skar annan í andlitið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. ágúst 2024 13:23 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður um tvítugt hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, þar sem sjö mánuðir og tíu dagar munu verða skilorðsbundnir til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og nokkur minni háttar fíkniefnalagabrot. Líkamsárásirnar sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað í apríl og maí á þessu ári. Annars vegar var honum gefið að sök að hafa ásamt öðrum einstaklingi ráðist á annan mann fyrir utan veitingastað á ótilgreindum stað í apríl. Hann er sagður hafa sparkað í höfuð mannsins sem hafi legið meðvitundarlaus og bjarglaus í jörðinni. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið áverka á höfði. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að veitast að öðrum manni með hnífi fyrir utan skemmtistað, líka á ótilgreindum stað, og skera hann í andlit. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut samkvæmt ákæru rispu yfir hægra kinnbeini. Einnig var maðurinn ákærður fyrir sex fíkniefnabrot. En í þeim gerði lögreglan upptæk samtals tæp ellefu grömm af kókaíni, fjögur grömm af MDMA, hálft gramm af hassi og rúmt gramm af marijúana. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa í vörslum sínum piparúða. Tilefnislausar árásir Maðurinn játaði sök og taldi dómurinn sannað að hann hefði framið umrædd brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásirnar tvær hefðu verið grófar, hættulegar og tilefnislausar. Að mati dómsins verður að telja mikil mildi að afleiðingar árásanna hafi ekki orðið enn alvarlegri en þær urðu. Þá hafi vilji árásarmannsins verið sterkur og einbeittur. Við ákvörðun refsingar á hendur manninum var litið til aldurs árásarmannsins, sem er eins og áður segir um tvítugt. Líkt og áður segir hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm þar sem sjö mánuðir og tíu dagar eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá var gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt í samtals áttatíu daga dregið frá refsingunni. Dómsmál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Líkamsárásirnar sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað í apríl og maí á þessu ári. Annars vegar var honum gefið að sök að hafa ásamt öðrum einstaklingi ráðist á annan mann fyrir utan veitingastað á ótilgreindum stað í apríl. Hann er sagður hafa sparkað í höfuð mannsins sem hafi legið meðvitundarlaus og bjarglaus í jörðinni. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið áverka á höfði. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að veitast að öðrum manni með hnífi fyrir utan skemmtistað, líka á ótilgreindum stað, og skera hann í andlit. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut samkvæmt ákæru rispu yfir hægra kinnbeini. Einnig var maðurinn ákærður fyrir sex fíkniefnabrot. En í þeim gerði lögreglan upptæk samtals tæp ellefu grömm af kókaíni, fjögur grömm af MDMA, hálft gramm af hassi og rúmt gramm af marijúana. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa í vörslum sínum piparúða. Tilefnislausar árásir Maðurinn játaði sök og taldi dómurinn sannað að hann hefði framið umrædd brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásirnar tvær hefðu verið grófar, hættulegar og tilefnislausar. Að mati dómsins verður að telja mikil mildi að afleiðingar árásanna hafi ekki orðið enn alvarlegri en þær urðu. Þá hafi vilji árásarmannsins verið sterkur og einbeittur. Við ákvörðun refsingar á hendur manninum var litið til aldurs árásarmannsins, sem er eins og áður segir um tvítugt. Líkt og áður segir hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm þar sem sjö mánuðir og tíu dagar eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá var gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt í samtals áttatíu daga dregið frá refsingunni.
Dómsmál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira