Mikið álag sem bitnar mest á bráðamóttökunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2024 14:24 Álagið er sagt afar mikið á Landspítalanum þessa dagana. Vísir/Vilhelm Mikið álag er á deildum Landspítalans sem bitnar einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi. Yfir tvö hundruð manns hafa leitað á bráðamóttökuna undanfarna tvo daga. Vakin er athygli á erfiðri stöðu í tilkynningu frá Landspítalanum á Facebook. Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, segir að undanfarna tvo daga hafi óvenjulega margir leitað á bráðamóttöku Landspítalans, yfir tvö hundruð manns hvorn dag. „Það bætist við þær hefðbundnu áskoranir sem spítalinn er alltaf að fást við. Hann er alltaf yfirfullur og með hundrað prósenta rúmanýtingu árið um kring,“ segir Andri. Hann bætir við að fleiri tugir einstaklinga hverju sinni ættu í raun að vera á öldrunarheimilum en ekki á Landspítalanum. Þeir séu að fullu útskrifaðir frá spítalanum en komist ekki að. „Það má þess vegna svo lítið út af bregða til að það skapist óþægilegar aðstæður á spítalanum.“ Eðli máls samkvæmt sé forgangsraðað á bráðamóttöku og því þurfi þeir sem eru ekki með bráð veikindi að bíða. Sú bið geti verið löng enda sé fólk með bráð veikindi ávallt í forgangi. „Bráðamóttakan er ekki endilega besti staðurinn að leita á núna ef það er einhver möguleiki á að fara annað, þ.e. ef vandamálið er ekki annað eða mjög brátt.“ Álag á bráðamóttöku Um þessar mundir er mikið álag á deildum Landspítala sem bitnar einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi. Á bráðamóttökunni er forgangsraðað eftir bráðleika. Við aðstæður eins og nú eru getur fólk sem ekki er í bráðri hættu því þurft að bíða lengur en annars eftir þjónustu. Við biðjum fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru. Í neyðartilfellum skal ávalt hringja í 112. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni Mikið álag er á bráðamóttökunni í Fossvogi stundina. Þar bíða margir eftir þjónustu. 11. nóvember 2023 18:28 Óvenjumikið álag vegna umgangspesta og veirusýkinga Afar erilsamt hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans í sumar og á bilinu 170 til 240 manns sótt móttökuna á hverjum degi. Álagið má meðal annars rekja til fjölda ferðamanna á landinu en einnig ýmissa umgangspesta. 21. júlí 2023 06:47 „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01 Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans og löng bið Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og er nú forgangsraðað eftir alvarleika. Fólk sem er ekki í bráðri hættu er hvatt til að leita annað, til dæmis á heilsugæslustöðvar eða læknavaktir utan þjónustutíma heilsugæslu. 26. október 2023 14:03 Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45 Mikið álag á Landspítalanum Sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika. 7. mars 2017 17:46 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Vakin er athygli á erfiðri stöðu í tilkynningu frá Landspítalanum á Facebook. Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, segir að undanfarna tvo daga hafi óvenjulega margir leitað á bráðamóttöku Landspítalans, yfir tvö hundruð manns hvorn dag. „Það bætist við þær hefðbundnu áskoranir sem spítalinn er alltaf að fást við. Hann er alltaf yfirfullur og með hundrað prósenta rúmanýtingu árið um kring,“ segir Andri. Hann bætir við að fleiri tugir einstaklinga hverju sinni ættu í raun að vera á öldrunarheimilum en ekki á Landspítalanum. Þeir séu að fullu útskrifaðir frá spítalanum en komist ekki að. „Það má þess vegna svo lítið út af bregða til að það skapist óþægilegar aðstæður á spítalanum.“ Eðli máls samkvæmt sé forgangsraðað á bráðamóttöku og því þurfi þeir sem eru ekki með bráð veikindi að bíða. Sú bið geti verið löng enda sé fólk með bráð veikindi ávallt í forgangi. „Bráðamóttakan er ekki endilega besti staðurinn að leita á núna ef það er einhver möguleiki á að fara annað, þ.e. ef vandamálið er ekki annað eða mjög brátt.“ Álag á bráðamóttöku Um þessar mundir er mikið álag á deildum Landspítala sem bitnar einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi. Á bráðamóttökunni er forgangsraðað eftir bráðleika. Við aðstæður eins og nú eru getur fólk sem ekki er í bráðri hættu því þurft að bíða lengur en annars eftir þjónustu. Við biðjum fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru. Í neyðartilfellum skal ávalt hringja í 112.
Álag á bráðamóttöku Um þessar mundir er mikið álag á deildum Landspítala sem bitnar einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi. Á bráðamóttökunni er forgangsraðað eftir bráðleika. Við aðstæður eins og nú eru getur fólk sem ekki er í bráðri hættu því þurft að bíða lengur en annars eftir þjónustu. Við biðjum fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru. Í neyðartilfellum skal ávalt hringja í 112.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni Mikið álag er á bráðamóttökunni í Fossvogi stundina. Þar bíða margir eftir þjónustu. 11. nóvember 2023 18:28 Óvenjumikið álag vegna umgangspesta og veirusýkinga Afar erilsamt hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans í sumar og á bilinu 170 til 240 manns sótt móttökuna á hverjum degi. Álagið má meðal annars rekja til fjölda ferðamanna á landinu en einnig ýmissa umgangspesta. 21. júlí 2023 06:47 „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01 Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans og löng bið Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og er nú forgangsraðað eftir alvarleika. Fólk sem er ekki í bráðri hættu er hvatt til að leita annað, til dæmis á heilsugæslustöðvar eða læknavaktir utan þjónustutíma heilsugæslu. 26. október 2023 14:03 Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45 Mikið álag á Landspítalanum Sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika. 7. mars 2017 17:46 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Mikið álag á bráðamóttökunni Mikið álag er á bráðamóttökunni í Fossvogi stundina. Þar bíða margir eftir þjónustu. 11. nóvember 2023 18:28
Óvenjumikið álag vegna umgangspesta og veirusýkinga Afar erilsamt hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans í sumar og á bilinu 170 til 240 manns sótt móttökuna á hverjum degi. Álagið má meðal annars rekja til fjölda ferðamanna á landinu en einnig ýmissa umgangspesta. 21. júlí 2023 06:47
„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51
Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01
Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans og löng bið Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og er nú forgangsraðað eftir alvarleika. Fólk sem er ekki í bráðri hættu er hvatt til að leita annað, til dæmis á heilsugæslustöðvar eða læknavaktir utan þjónustutíma heilsugæslu. 26. október 2023 14:03
Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45