„Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott“ Hinrik Wöhler skrifar 9. ágúst 2024 20:55 Eftir fjóra ósigra í röð getur Guðni Eiríksson, þjálfari FH, leyft sér að fagna. Vísir/Hulda Margrét Eftir fjóra tapleiki í röð gat Guðni Eiríksson, þjálfari FH, loksins fagnað sigri en Hafnfirðingar sigruðu Fylki 3-1 á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í kvöld. Það var létt yfir þjálfaranum þegar hann var gripinn viðtal skömmu eftir leikinn. „Það var rosalega ljúft að upplifa sigurtilfinningu aftur, langt síðan að maður upplifði þetta. Þungu fargi létt, orð að sönnu,“ sagði Guðni. Guðni viðurkenndi að leikplanið hafi ekki gengið fullkomlega upp en sá þó marga góða kafla í spilamennsku liðsins. „Engan veginn, en margt gekk upp og mörkin okkar þrjú voru góð. Vinnuframlagið heilt yfir var mjög gott og þær sem komu inn skiluðu hlutverki líka þannig þetta var liðssigur,“ sagði Guðni þegar hann spurður út í upplegg dagsins. Breukelen Woodard kom Hafnfirðingum á bragðið á 29. mínútu með laglegu marki og tvöfaldaði síðan forystuna á 70. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Guðni var virkilega sáttur með hennar framlag í kvöld. „Hún er frábær og sannarlega haukur í horni fyrir okkur. Hún skipti okkur miklu máli og gerði þetta virkilega vel, frábært mark hjá henni og gott víti. Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott í kjölfarið.“ Gestirnir úr Árbæ náðu að klóra í bakkann rétt undir lokin en Guðni var þó ekki órólegur á hliðarlínunni. „Fyrst að við náðum þriðja markinu var ég rólegur. Það var stutt eftir þegar þær skora sitt mark en ég hefði ekki verið svona slakur í stöðinni 2-1 en 3-1 og lítið eftir þá leit þetta þægilega út.“ „Auðvitað er aldrei þægilegt og það er langt síðan að maður hefur unnið síðast leik þá er maður aldrei í rónni en þessi þrjú mörk gerði þó helling,“ bætti Guðni við. Valgerður Ósk Valsdóttir rak smiðshöggið á sigur FH með þriðja marki heimaliðsins en markið var einkar laglegt, viðstöðulaust skot með góðum snúning sem markvörður Fylkis réði ekki við. Var þetta beint af æfingasvæðinu? „Klárlega, hún gerði svona í gær og endurtók leikinn í dag. Svo sannarlega beint af æfingasvæðinu,“ sagði Guðni glettinn að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Það var létt yfir þjálfaranum þegar hann var gripinn viðtal skömmu eftir leikinn. „Það var rosalega ljúft að upplifa sigurtilfinningu aftur, langt síðan að maður upplifði þetta. Þungu fargi létt, orð að sönnu,“ sagði Guðni. Guðni viðurkenndi að leikplanið hafi ekki gengið fullkomlega upp en sá þó marga góða kafla í spilamennsku liðsins. „Engan veginn, en margt gekk upp og mörkin okkar þrjú voru góð. Vinnuframlagið heilt yfir var mjög gott og þær sem komu inn skiluðu hlutverki líka þannig þetta var liðssigur,“ sagði Guðni þegar hann spurður út í upplegg dagsins. Breukelen Woodard kom Hafnfirðingum á bragðið á 29. mínútu með laglegu marki og tvöfaldaði síðan forystuna á 70. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Guðni var virkilega sáttur með hennar framlag í kvöld. „Hún er frábær og sannarlega haukur í horni fyrir okkur. Hún skipti okkur miklu máli og gerði þetta virkilega vel, frábært mark hjá henni og gott víti. Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott í kjölfarið.“ Gestirnir úr Árbæ náðu að klóra í bakkann rétt undir lokin en Guðni var þó ekki órólegur á hliðarlínunni. „Fyrst að við náðum þriðja markinu var ég rólegur. Það var stutt eftir þegar þær skora sitt mark en ég hefði ekki verið svona slakur í stöðinni 2-1 en 3-1 og lítið eftir þá leit þetta þægilega út.“ „Auðvitað er aldrei þægilegt og það er langt síðan að maður hefur unnið síðast leik þá er maður aldrei í rónni en þessi þrjú mörk gerði þó helling,“ bætti Guðni við. Valgerður Ósk Valsdóttir rak smiðshöggið á sigur FH með þriðja marki heimaliðsins en markið var einkar laglegt, viðstöðulaust skot með góðum snúning sem markvörður Fylkis réði ekki við. Var þetta beint af æfingasvæðinu? „Klárlega, hún gerði svona í gær og endurtók leikinn í dag. Svo sannarlega beint af æfingasvæðinu,“ sagði Guðni glettinn að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira